Líkur á að börn hafi verið ættleidd ólöglega hingað til lands Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 19:00 Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Í ljós hefur komið að umfangsmikil ólögleg ættleiðingarstarfsemi átti sér stað á Srí Lanka á þessum tíma. Ættleiðingar á Srí Lanka komust í heimsfréttirnar í lok september þegar flett var ofan af því í hollenskum sjónvarpsþætti að þar hefðu um margra ára skeið verið starfrækt þar svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópulanda á níunda áratugnum þar sem þriðju aðili hagnaðist á að selja þau og skjöl voru fölsuð. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga ungrar konu, Ásu Magnúsdótur, sem ættleidd var hingað til lands frá Srí Lanka árið 1985. Þegar farið var ofan í saumana á hennar máli kom í ljós að ekki væri allt með felldu og líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð.Fóru til Srí Lanka í góðri trúKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir fréttirnar af málinu hafa verið áfall. Bæði fyrir þá einstaklinga sem ættleiddir voru hingað til lands sem og foreldrana sem sóttu börnin til Srí Lanka í góðri trú. „Við grunum engan um græsku. Við teljum að þeir sem fóru út hafi gert það í góðri trú og það er eðlilegt að það séu gjöld tengd þessum málaflokki. Mæðurnar sem gáfu frá sér börnin, við trúum þær hafi gert það einnig í góðri trú en að það sé milliliðurinn sem hefur haft fé upp úr þessu,“ segir hann.Hafa leitað til dómsmálaráðuneytisins um aðstoðKristinn hefur óskað eftir aðstoð dómsmálaráðuneytisins um samskipti við yfirvöld á Srí Lanka. „Við höfum ákveðið að bjóða upp á þjónustu, sem sagt ráðgjöf til þessara einstaklinga sem voru ættleiddir og til fjölskyldu þeirra. Annars vegar hvað er hægt að gera við svona upplýsingar en svo erum við einnig að velta fyrir okkur rannsókninni á gögnum viðkomandi. Við höfum sett okkur í samband við dómsmálaráðuneytið og þau hafa sent út erindi til yfirvalda á Srí Lanka til að kanna hvernig verði staðið að rannsókn mála þar úti“.Takmarkaðar upplýsingar Vert er að taka fram að Íslensk ættleiðing hafði ekki formlega milligöngu um ættleiðingarnar á sínum tíma þar sem þá var um að ræða félagasamtök en ekki löggilt ættleiðingarfélag eins og raunin er í dag. Því eru takmarkaðar upplýsingar til um ættleiðingar frá þessum tíma og í sumum tilfellum erfitt að nálgast þá sem eiga hlut að máli.Hafa einhverjir haft samband við ykkur og verið brugðið við þessar fréttir? „Já. Við höfum fengið viðbrögð og erum byrjuð að taka fólk hér í ráðgjöf,“ segir Kristinn. Srí Lanka Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Í ljós hefur komið að umfangsmikil ólögleg ættleiðingarstarfsemi átti sér stað á Srí Lanka á þessum tíma. Ættleiðingar á Srí Lanka komust í heimsfréttirnar í lok september þegar flett var ofan af því í hollenskum sjónvarpsþætti að þar hefðu um margra ára skeið verið starfrækt þar svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópulanda á níunda áratugnum þar sem þriðju aðili hagnaðist á að selja þau og skjöl voru fölsuð. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga ungrar konu, Ásu Magnúsdótur, sem ættleidd var hingað til lands frá Srí Lanka árið 1985. Þegar farið var ofan í saumana á hennar máli kom í ljós að ekki væri allt með felldu og líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð.Fóru til Srí Lanka í góðri trúKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir fréttirnar af málinu hafa verið áfall. Bæði fyrir þá einstaklinga sem ættleiddir voru hingað til lands sem og foreldrana sem sóttu börnin til Srí Lanka í góðri trú. „Við grunum engan um græsku. Við teljum að þeir sem fóru út hafi gert það í góðri trú og það er eðlilegt að það séu gjöld tengd þessum málaflokki. Mæðurnar sem gáfu frá sér börnin, við trúum þær hafi gert það einnig í góðri trú en að það sé milliliðurinn sem hefur haft fé upp úr þessu,“ segir hann.Hafa leitað til dómsmálaráðuneytisins um aðstoðKristinn hefur óskað eftir aðstoð dómsmálaráðuneytisins um samskipti við yfirvöld á Srí Lanka. „Við höfum ákveðið að bjóða upp á þjónustu, sem sagt ráðgjöf til þessara einstaklinga sem voru ættleiddir og til fjölskyldu þeirra. Annars vegar hvað er hægt að gera við svona upplýsingar en svo erum við einnig að velta fyrir okkur rannsókninni á gögnum viðkomandi. Við höfum sett okkur í samband við dómsmálaráðuneytið og þau hafa sent út erindi til yfirvalda á Srí Lanka til að kanna hvernig verði staðið að rannsókn mála þar úti“.Takmarkaðar upplýsingar Vert er að taka fram að Íslensk ættleiðing hafði ekki formlega milligöngu um ættleiðingarnar á sínum tíma þar sem þá var um að ræða félagasamtök en ekki löggilt ættleiðingarfélag eins og raunin er í dag. Því eru takmarkaðar upplýsingar til um ættleiðingar frá þessum tíma og í sumum tilfellum erfitt að nálgast þá sem eiga hlut að máli.Hafa einhverjir haft samband við ykkur og verið brugðið við þessar fréttir? „Já. Við höfum fengið viðbrögð og erum byrjuð að taka fólk hér í ráðgjöf,“ segir Kristinn.
Srí Lanka Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira