Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2017 13:15 Jared Kushner og Ivanka Trump, eiginkona hans og dóttir Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður kenna Jared Kushner, ráðgjafa og tengdasyni sínum, um stofnun embættis sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Robert Mueller, vegna aðkomu hans að brottrekstri James Comey, fyrrverandi yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Embætti Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra og mögulega aðkomu framboðs Trump að afskiptunum. Þá er einnig til rannsóknar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey. Upprunalega sagði Trump að hann hefði rekið Comey vegna tölvupóstamáls Hillary Clinton og að dómsmálaráðuneytið hefði lagt það til. Síðar sagði Trump í sjónvarpsviðtali að honum hefði verið illa við rannsókn FBI, sem þá var að rannsaka afskipti Rússa, og að því hefði hann rekið James Comey. Embætti sérstaks saksóknara var stofnað í framhaldi af því. Trump tísti í gærkvöldi um að þáttur sem hann horfði á á Fox hefði verið sorglegur. Hann hefði fjallað um FBI og að James Comey hefði verið hræðilegur yfirmaður stofnunarinnar. Comey naut hins vegar virðingar utan stofnunarinnar og var vinsæll innan hennar.The @TuckerCarlson opening statement about our once cherished and great FBI was so sad to watch. James Comey's leadership was a disaster! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017Samkvæmt heimildum CNN hafa rannsakendur verið að spyrjast fyrir um aðkomu Kushner að þeirri ákvörðun að reka Comey og einnig hlutverki hans á fundi starfsmanna framboðs Trumps og nokkurra Rússa í Trump Tower í júní í fyrra. Sá fundur var skipulagður eftir að Donald Trump yngri var sagt að rússnesk yfirvöld vildu koma upplýsingum til þeirra sem myndu reynast Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, illa.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaHeimildarmenn CNN innan Hvíta hússins segja Kushner þó ekki vera til rannsóknar. Hann hafi veitt Mueller umrædd gögn að eigin frumkvæði. Þar að auki hafi hann áður veitt umrædd gögn til rannsóknarnefndar þingsins.Samkvæmt Vanity Fair kennir Trump tengdasyni sínum um að Robert Mueller hafi verið skipaður í embættið. Samkvæmt heimildum miðilsins ræddi Trump við Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa sinn og núverandi stjórnarformann Breitbart, um rannsókn Mueller og kenndi hann Kushner um. Þá sérstaklega fyrir aðkomu hans að brottrekstri Comey og einnig að brottrekstri Michael Flynn. Bannon er meðal þeirra bandamanna Trump sem hafa hvatt hann til að berjast gegn rannsókn Mueller og þá meðal annars með því að skera niður fjárveitingar til rannsóknarinnar.Sjá einnig: Ákvörðun Trump „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála“ Í frétt Vanity Fair segir einnig að Bannon hafi ráðlagt Trump varðandi það hvernig hann gæti barist gegn rannsókn Mueller og þar á meðal með því að ráða betri og árásagjarnari lögmenn. Haft er eftir ónefndum og nefndum heimildarmönnum að Kushner sé talinn einhver versti ráðgjafi sem starfað hafi í Hvíta húsinu um árabil. „Ég er bara að segja opinberlega það sem allir eru að tala um á bakvið tjöldin hjá Fox, íhaldssömum fjölmiðlum og í báðum deildum þingsins,“ segir Sam Nunberg, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump sem hafði verið tilnefndur í opinbert embætti hefur dregið sig í hlé eftir að hann kom við sögu í ákærum sem voru gefnar út á mánudag. 2. nóvember 2017 15:41 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður kenna Jared Kushner, ráðgjafa og tengdasyni sínum, um stofnun embættis sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Robert Mueller, vegna aðkomu hans að brottrekstri James Comey, fyrrverandi yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Embætti Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra og mögulega aðkomu framboðs Trump að afskiptunum. Þá er einnig til rannsóknar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey. Upprunalega sagði Trump að hann hefði rekið Comey vegna tölvupóstamáls Hillary Clinton og að dómsmálaráðuneytið hefði lagt það til. Síðar sagði Trump í sjónvarpsviðtali að honum hefði verið illa við rannsókn FBI, sem þá var að rannsaka afskipti Rússa, og að því hefði hann rekið James Comey. Embætti sérstaks saksóknara var stofnað í framhaldi af því. Trump tísti í gærkvöldi um að þáttur sem hann horfði á á Fox hefði verið sorglegur. Hann hefði fjallað um FBI og að James Comey hefði verið hræðilegur yfirmaður stofnunarinnar. Comey naut hins vegar virðingar utan stofnunarinnar og var vinsæll innan hennar.The @TuckerCarlson opening statement about our once cherished and great FBI was so sad to watch. James Comey's leadership was a disaster! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017Samkvæmt heimildum CNN hafa rannsakendur verið að spyrjast fyrir um aðkomu Kushner að þeirri ákvörðun að reka Comey og einnig hlutverki hans á fundi starfsmanna framboðs Trumps og nokkurra Rússa í Trump Tower í júní í fyrra. Sá fundur var skipulagður eftir að Donald Trump yngri var sagt að rússnesk yfirvöld vildu koma upplýsingum til þeirra sem myndu reynast Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, illa.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaHeimildarmenn CNN innan Hvíta hússins segja Kushner þó ekki vera til rannsóknar. Hann hafi veitt Mueller umrædd gögn að eigin frumkvæði. Þar að auki hafi hann áður veitt umrædd gögn til rannsóknarnefndar þingsins.Samkvæmt Vanity Fair kennir Trump tengdasyni sínum um að Robert Mueller hafi verið skipaður í embættið. Samkvæmt heimildum miðilsins ræddi Trump við Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa sinn og núverandi stjórnarformann Breitbart, um rannsókn Mueller og kenndi hann Kushner um. Þá sérstaklega fyrir aðkomu hans að brottrekstri Comey og einnig að brottrekstri Michael Flynn. Bannon er meðal þeirra bandamanna Trump sem hafa hvatt hann til að berjast gegn rannsókn Mueller og þá meðal annars með því að skera niður fjárveitingar til rannsóknarinnar.Sjá einnig: Ákvörðun Trump „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála“ Í frétt Vanity Fair segir einnig að Bannon hafi ráðlagt Trump varðandi það hvernig hann gæti barist gegn rannsókn Mueller og þar á meðal með því að ráða betri og árásagjarnari lögmenn. Haft er eftir ónefndum og nefndum heimildarmönnum að Kushner sé talinn einhver versti ráðgjafi sem starfað hafi í Hvíta húsinu um árabil. „Ég er bara að segja opinberlega það sem allir eru að tala um á bakvið tjöldin hjá Fox, íhaldssömum fjölmiðlum og í báðum deildum þingsins,“ segir Sam Nunberg, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump sem hafði verið tilnefndur í opinbert embætti hefur dregið sig í hlé eftir að hann kom við sögu í ákærum sem voru gefnar út á mánudag. 2. nóvember 2017 15:41 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30
Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump sem hafði verið tilnefndur í opinbert embætti hefur dregið sig í hlé eftir að hann kom við sögu í ákærum sem voru gefnar út á mánudag. 2. nóvember 2017 15:41
Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30
Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25