Bannon lét hafa þetta eftir sér í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútum í gærkvöldi - fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem hann veitir eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið.
„Ég er ekki í nokkrum vafa um það að hefði James Comey ekki verið rekinn þá værum við ekki að horfa upp á þessa rannsóknarnefnd,“ sagði Bannon og vísar þar til nefndarinnar, undir stjórn Roberts Mueller, sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa. „Það væri engin Mueller-rannsókn af þeirri stærðargráðu sem er ljóst að Mueller stefnir á,“ bætti Bannon við.
Sjá einnig: Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York
Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í kjölfar brottrekstar James Comey í maí síðastliðnum. Þeir sem þekkja til rannsóknar Mueller segja í samtali við Washington Post að hann rannsaki nú hvers vegna Comey var látinn fara. Margir telji að ákvörðun Trumps um að láta reka Comey hafi hindrað framgang réttvísinnar en alríkislögreglustjórinn rannsakaði aðkomu Rússa að kosningabaráttunni vestanhafs í fyrra.
Bannon neitaði að svara sjónvarpsmanninum Charlie Rose þegar hann spurðist fyrir um samtöl hans við forsetann um brottreksturinn, meðan Bannon starfaði enn innan veggja Hvíta hússins. Hann gaf þó upp að ekki hefði verið rætt um að reka Mueller á þeim tíma sem hann starfaði fyrir forsetann.
Steve Bannon's not done... More from @CharlieRose's #60Minutes interview with Steve Bannon: https://t.co/cIFkKZZ5ff
— 60 Minutes (@60Minutes) September 10, 2017