Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2017 14:25 Bandarísk yfirvöld telja að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir umfangsmikilli herferð til að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir ári. Vísir/AFP Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur næg sönnunargögn til þess að ákæra sex rússneska opinbera starfsmenn í tengslum við innbrot í tölvur landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs í fyrra. Málið gæti komið fyrir dóm á næsta ári.Wall Street Journal greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til rannsóknarinnar. Blaðið segir að bandarísk yfirvöld vonist til að gera hökkurunum erfitt að ferðast með því að ákæra þá jafnvel þó að ólíklegt sé að þeir verði nokkru sinni ákærðir eða fangelsaðir, að því er segir í frétt Reuters. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að hjálpa Donald Trump. Þau hafi meðal annars staðið að tölvuinnbroti hjá Demókrataflokknum þar sem þúsundum tölvupósta var stolið. Uppljóstranavefurinn Wikileaks birti skjölin skömmu fyrir kosningarnar. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa staðið að baki innbrotinu eða að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa í aðdraganda kosninganna. Fyrstu ákærurnar í þeirri rannsókn sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins, stýrir voru gefnar út á mánudag á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump og tveimur öðrum liðsmönnum framboðsins. Fyrir utan tölvuinnbrotið er talið að útsendarar Rússa hafi staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum til að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna fyrir kosningarnar. Fulltrúar bæði Facebook og Twitter segja að milljónir Bandaríkjamanna hafi séð og brugðist við færslum sem Rússar dreifðu á samfélagsmiðlunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Rússaáróðurinn barst til helmings kjósenda Facebook telur að allt upp í 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð áróður frá útsendurum Rússa á samfélagsmiðlinum á síðustu tveimur árum. 31. október 2017 06:29 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur næg sönnunargögn til þess að ákæra sex rússneska opinbera starfsmenn í tengslum við innbrot í tölvur landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs í fyrra. Málið gæti komið fyrir dóm á næsta ári.Wall Street Journal greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til rannsóknarinnar. Blaðið segir að bandarísk yfirvöld vonist til að gera hökkurunum erfitt að ferðast með því að ákæra þá jafnvel þó að ólíklegt sé að þeir verði nokkru sinni ákærðir eða fangelsaðir, að því er segir í frétt Reuters. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að hjálpa Donald Trump. Þau hafi meðal annars staðið að tölvuinnbroti hjá Demókrataflokknum þar sem þúsundum tölvupósta var stolið. Uppljóstranavefurinn Wikileaks birti skjölin skömmu fyrir kosningarnar. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa staðið að baki innbrotinu eða að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa í aðdraganda kosninganna. Fyrstu ákærurnar í þeirri rannsókn sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins, stýrir voru gefnar út á mánudag á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump og tveimur öðrum liðsmönnum framboðsins. Fyrir utan tölvuinnbrotið er talið að útsendarar Rússa hafi staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum til að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna fyrir kosningarnar. Fulltrúar bæði Facebook og Twitter segja að milljónir Bandaríkjamanna hafi séð og brugðist við færslum sem Rússar dreifðu á samfélagsmiðlunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Rússaáróðurinn barst til helmings kjósenda Facebook telur að allt upp í 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð áróður frá útsendurum Rússa á samfélagsmiðlinum á síðustu tveimur árum. 31. október 2017 06:29 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Rússaáróðurinn barst til helmings kjósenda Facebook telur að allt upp í 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð áróður frá útsendurum Rússa á samfélagsmiðlinum á síðustu tveimur árum. 31. október 2017 06:29
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28
Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30