Segir málið snúast um Demókrata Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Donald Trump elskar hástafi. vísir/afp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að stærstu fréttir undanfarinna daga séu ekki þær að áhrifamenn úr framboði hans hafi verið ákærðir. Merkilegra sé að Tony Podesta, áhrifamaður innan Demókrataflokksins, sé að hætta hjá þrýstifyrirtæki sínu vegna rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og meintum tengslum Trump-liða við Rússa. Greint var frá því á mánudag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trumps, og viðskiptafélagi hans, Robert Gates, yrðu ákærðir meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum. Þá var George Papadopoulos, ráðgjafi framboðsins, ákærður fyrir að hafa sagt alríkislögreglunni ósatt. Trump-liðar voru snöggir að sverja Papadopoulos af sér. „Fáir þekktu þennan unga, lágt setta sjálfboðaliða sem kallast George. Það hefur nú þegar komið í ljós að hann er lygari. Skoðið DEMÓKRATA,“ tísti forsetinn til að mynda. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi forseta, sagði á mánudag að Papadopoulos hefði ekki verið neitt meira en sjálfboðaliði. CNN greinir frá því að sjálfboðaliðastaða hans sé ekki óvenjuleg og að margir áhrifamenn innan framboðsins hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Þá skipti það engu máli fyrir rannsókn Muellers. Rannsóknin á Rússatengslunum og afskiptunum er umfangsmikil. Fulltrúar Facebook koma senn fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildar þingsins til að ræða notkun Rússa á Facebook í aðdraganda kosninganna. Í gögnum sem samfélagsmiðillinn birti í gær sést að 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð færslur rússneskra málafylgjumanna á tímalínum sínum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að stærstu fréttir undanfarinna daga séu ekki þær að áhrifamenn úr framboði hans hafi verið ákærðir. Merkilegra sé að Tony Podesta, áhrifamaður innan Demókrataflokksins, sé að hætta hjá þrýstifyrirtæki sínu vegna rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og meintum tengslum Trump-liða við Rússa. Greint var frá því á mánudag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trumps, og viðskiptafélagi hans, Robert Gates, yrðu ákærðir meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum. Þá var George Papadopoulos, ráðgjafi framboðsins, ákærður fyrir að hafa sagt alríkislögreglunni ósatt. Trump-liðar voru snöggir að sverja Papadopoulos af sér. „Fáir þekktu þennan unga, lágt setta sjálfboðaliða sem kallast George. Það hefur nú þegar komið í ljós að hann er lygari. Skoðið DEMÓKRATA,“ tísti forsetinn til að mynda. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi forseta, sagði á mánudag að Papadopoulos hefði ekki verið neitt meira en sjálfboðaliði. CNN greinir frá því að sjálfboðaliðastaða hans sé ekki óvenjuleg og að margir áhrifamenn innan framboðsins hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Þá skipti það engu máli fyrir rannsókn Muellers. Rannsóknin á Rússatengslunum og afskiptunum er umfangsmikil. Fulltrúar Facebook koma senn fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildar þingsins til að ræða notkun Rússa á Facebook í aðdraganda kosninganna. Í gögnum sem samfélagsmiðillinn birti í gær sést að 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð færslur rússneskra málafylgjumanna á tímalínum sínum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00