Fjórar þjóðir sem öfunda okkur Íslendinga örugglega mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 10:30 Aron Einar Gunnarsson og íslensku strákarnir fagna hér HM-sætinu. Vísir/Ernir Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Sautján þjóðir eiga því að vera betri en Ísland en fjórtán lakari. Ísland verður í 22. sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Hann merkir HM-þjóðirnar sérstaklega eins og sjá má hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Það eru fjórar þjóðir sem sitja heima næsta sumar af þeim sem eru ofar en Ísland á þessum nýjasta FIFA-lista. Þetta eru Síle, Ítalía, Wales og Holland. Síle er í 10. sæti, Ítalía er í 14. sæti, Wales í 19. sæti og Holland er síðan í 20. sæti. Þessar fjórar þjóðir hljóta að öfunda okkur Íslendinga meira en allar aðrar enda mikið áfall fyrir svona virtar knattspyrnuþjóðir að fá ekki að vera með á stærsta sviðinu næsta sumar. Ísland er á milli Úrúgvæ og Senegal á þessum nóvemberlista. Serbía er eina Evrópuþjóðin sem er neðar en Ísland af þeim sem komust inn á HM 2018 í gegnum undankeppnina. Það vekur samt athygli að gestgjafar Rússa eru með lélegasta liðið á HM næsta sumar samkvæmt þessum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en næst slakastir eru síðan Sádí Arabar. Ísland gæti lent í riðli með þeim báðum.HM-þjóðir sem eru ofar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 1. Þýskaland 2. Brasilía 3. Portúgal 4. Argentína 5. Belgía 6. Spánn 7. Pólland 8. Sviss 9. Frakkland 11. Perú 12. Danmörk 13. Kólumbía 15. England 16. Mexíkó 17. Króatía 18. Svíþjóð 21. Úrúgvæ- Ísland er í 22. sæti á nýjum listaHM-þjóðir sem eru neðar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 23. Senegal 26. Kosta Ríka 27. Túnis 31. Egyptaland 32. Íran 37. Serbía 39. Ástralía 40. Marokkó 50. Nígería 55. Japan 56. Panama 59. Suður-Kórea 63. Sádí Arabía 65. Rússland Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Sautján þjóðir eiga því að vera betri en Ísland en fjórtán lakari. Ísland verður í 22. sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Hann merkir HM-þjóðirnar sérstaklega eins og sjá má hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Það eru fjórar þjóðir sem sitja heima næsta sumar af þeim sem eru ofar en Ísland á þessum nýjasta FIFA-lista. Þetta eru Síle, Ítalía, Wales og Holland. Síle er í 10. sæti, Ítalía er í 14. sæti, Wales í 19. sæti og Holland er síðan í 20. sæti. Þessar fjórar þjóðir hljóta að öfunda okkur Íslendinga meira en allar aðrar enda mikið áfall fyrir svona virtar knattspyrnuþjóðir að fá ekki að vera með á stærsta sviðinu næsta sumar. Ísland er á milli Úrúgvæ og Senegal á þessum nóvemberlista. Serbía er eina Evrópuþjóðin sem er neðar en Ísland af þeim sem komust inn á HM 2018 í gegnum undankeppnina. Það vekur samt athygli að gestgjafar Rússa eru með lélegasta liðið á HM næsta sumar samkvæmt þessum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en næst slakastir eru síðan Sádí Arabar. Ísland gæti lent í riðli með þeim báðum.HM-þjóðir sem eru ofar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 1. Þýskaland 2. Brasilía 3. Portúgal 4. Argentína 5. Belgía 6. Spánn 7. Pólland 8. Sviss 9. Frakkland 11. Perú 12. Danmörk 13. Kólumbía 15. England 16. Mexíkó 17. Króatía 18. Svíþjóð 21. Úrúgvæ- Ísland er í 22. sæti á nýjum listaHM-þjóðir sem eru neðar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 23. Senegal 26. Kosta Ríka 27. Túnis 31. Egyptaland 32. Íran 37. Serbía 39. Ástralía 40. Marokkó 50. Nígería 55. Japan 56. Panama 59. Suður-Kórea 63. Sádí Arabía 65. Rússland
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira