Fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafinn Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2017 14:06 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kristján Þór Júlíusson mæta til fundarins. Vísir/Vilhelm Fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hófst í Valhöll klukkan 13:30. Gera má ráð fyrir að þar verði stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks til umræðu. Fundur flokksráðs Sjálfstæðisflokksins mun svo funda klukkan 16:30. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ekki verið boðað til sérstaks þingflokksfundar meðal Framsóknarmanna, en fundur miðstjórnar flokksins hefst klukkan 20. Þá mun flokksráð Vinstri grænna funda á Grand hótel klukkan 17. Samþykki stofnanir flokkanna sáttmálann má gera ráð fyrir að tillögur formanna flokkanna um ráðherra verði kynnt þingflokkunum á morgun og í kjölfarið verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum þar sem ný ríkisstjórn mun taka við völdum. Fram hefur komið að í stjórnarsáttmálanum komi fram að til standi að hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent. Í frétt Kjarnans segir að í sáttmálanum komi jafnframt fram að hvítbók verði skrifuð um endurskipulagningu fjármálakerfisins, fæðingarorlof verði lengt og greiðslur hækkaðar, komu- og brottfarargjöld lögð af, gistináttagjöld renni óskert til sveitarfélaga, auk þess að stofnaður verði sérstakur stöðugleikasjóður. Þá verði skipaðar nefndir úm endurskoðun stjórnarskrár og hvort þörf sé á endurskoðun útlendingalaga.Að neðan má sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara fréttastofu 365, af því þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks mættu til fundar fyrr í dag.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSigríður Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyðlfadóttir.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson.Vísir/Vilhelm Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hófst í Valhöll klukkan 13:30. Gera má ráð fyrir að þar verði stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks til umræðu. Fundur flokksráðs Sjálfstæðisflokksins mun svo funda klukkan 16:30. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ekki verið boðað til sérstaks þingflokksfundar meðal Framsóknarmanna, en fundur miðstjórnar flokksins hefst klukkan 20. Þá mun flokksráð Vinstri grænna funda á Grand hótel klukkan 17. Samþykki stofnanir flokkanna sáttmálann má gera ráð fyrir að tillögur formanna flokkanna um ráðherra verði kynnt þingflokkunum á morgun og í kjölfarið verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum þar sem ný ríkisstjórn mun taka við völdum. Fram hefur komið að í stjórnarsáttmálanum komi fram að til standi að hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent. Í frétt Kjarnans segir að í sáttmálanum komi jafnframt fram að hvítbók verði skrifuð um endurskipulagningu fjármálakerfisins, fæðingarorlof verði lengt og greiðslur hækkaðar, komu- og brottfarargjöld lögð af, gistináttagjöld renni óskert til sveitarfélaga, auk þess að stofnaður verði sérstakur stöðugleikasjóður. Þá verði skipaðar nefndir úm endurskoðun stjórnarskrár og hvort þörf sé á endurskoðun útlendingalaga.Að neðan má sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara fréttastofu 365, af því þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks mættu til fundar fyrr í dag.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSigríður Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyðlfadóttir.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson.Vísir/Vilhelm
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30