Þung áhersla verður lögð á að byggt verði upp öflugt mæla- og öryggisnet við Öræfajökul Sigrún Birna Steinarsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli en undanfarið hafa verið jarðhræringar í jöklinum. vísir/gunnþóra Almannavarnarnefnd Austur- Skaftafellssýslu leggur þunga áherslu á að byggt verði upp öflugt mæla- og öryggisnet umhverfis Öræfajökul.Stefán Freyr Jónsson segir íbúa ekki sérstaklega hrædda.Viðvera lögreglu í Öræfasveit er mikilvæg til að tryggja hraða og örugga rýmingu af svæðinu. Einnig er sýnileg löggæsla mikilvæg fyrir íbúa á óvissustigi og eykur öryggistilfinningu. Mikilvægt er að hafa löggæslu á svæðinu þar sem um 100 km eru í næstu lögreglustöð og því ljóst að viðbragð frá þeim stöðum tekur of langan tíma. Auk þess var möguleikinn á að útbúa viðbragðsbox fyrir hvern bæ ræddur. Í slíku boxi væri nauðsynlegur búnaður fyrir heimilisfólk til dæmis, gleraugu, grímur, límband, leiðbeiningar og fleira æskilegt sem yrði handhægt ef til rýmingar kæmi. Nauðsynlegt er að tryggja að allt sé gert til að kortleggja og fylgjast með þeim hræringum sem eru í gangi í jöklinum þar sem Öræfasveit er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Hafa auknar jarðhræringar í Öræfajökli nú þegar haft áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu en dæmi eru til um að heilu hóparnir hafi afbókað ferðir sínarí nálægð við jökulinn vegna hræðslu um eldsumbrot. Þrátt fyrir óvissuástand á svæðinu eru Öræfingar ekki hræddir við gosið. „Það gerist bara ef það gerist,“ segir Stefán Freyr Jónsson íbúi í Öræfum. Heimamenn halda áfram sínu daglega lífi og bíða átekta. Þurfa þau að skipuleggja sig hvernig þau fara að ef til kæmi að það þyrfti að rýma svæði, bæði fyrir heimafólk sem og ferðamenn sem gista á hótelum og gistiheimilum á svæðinu. Spurður hvað honum fannst um aðgerðaráætlarnir lögreglu segir hann að það sé gott að áætlunin sé í vinnslu, það veiti öryggistilfinningu að vita hvað skal gera ef jökullinn fari að gjósa. Eldgos og jarðhræringar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Almannavarnarnefnd Austur- Skaftafellssýslu leggur þunga áherslu á að byggt verði upp öflugt mæla- og öryggisnet umhverfis Öræfajökul.Stefán Freyr Jónsson segir íbúa ekki sérstaklega hrædda.Viðvera lögreglu í Öræfasveit er mikilvæg til að tryggja hraða og örugga rýmingu af svæðinu. Einnig er sýnileg löggæsla mikilvæg fyrir íbúa á óvissustigi og eykur öryggistilfinningu. Mikilvægt er að hafa löggæslu á svæðinu þar sem um 100 km eru í næstu lögreglustöð og því ljóst að viðbragð frá þeim stöðum tekur of langan tíma. Auk þess var möguleikinn á að útbúa viðbragðsbox fyrir hvern bæ ræddur. Í slíku boxi væri nauðsynlegur búnaður fyrir heimilisfólk til dæmis, gleraugu, grímur, límband, leiðbeiningar og fleira æskilegt sem yrði handhægt ef til rýmingar kæmi. Nauðsynlegt er að tryggja að allt sé gert til að kortleggja og fylgjast með þeim hræringum sem eru í gangi í jöklinum þar sem Öræfasveit er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Hafa auknar jarðhræringar í Öræfajökli nú þegar haft áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu en dæmi eru til um að heilu hóparnir hafi afbókað ferðir sínarí nálægð við jökulinn vegna hræðslu um eldsumbrot. Þrátt fyrir óvissuástand á svæðinu eru Öræfingar ekki hræddir við gosið. „Það gerist bara ef það gerist,“ segir Stefán Freyr Jónsson íbúi í Öræfum. Heimamenn halda áfram sínu daglega lífi og bíða átekta. Þurfa þau að skipuleggja sig hvernig þau fara að ef til kæmi að það þyrfti að rýma svæði, bæði fyrir heimafólk sem og ferðamenn sem gista á hótelum og gistiheimilum á svæðinu. Spurður hvað honum fannst um aðgerðaráætlarnir lögreglu segir hann að það sé gott að áætlunin sé í vinnslu, það veiti öryggistilfinningu að vita hvað skal gera ef jökullinn fari að gjósa.
Eldgos og jarðhræringar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira