Páll Einarsson prófessor er einn af okkar reyndustu jarðeðlisfræðingum og við spurðum, í ljósi fregna síðustu mánaða, hvort það væri eitthvað óvenjulegt á seyði í eldfjöllum Íslands:
„Þessi öflugustu sýna öll ótvíræð merki um þessar mundir. Það eru kannski það sem er nýtt í þessu. Þessar stærstu eldstöðvar okkar, þær eru allar í einhverjum ham um þessar mundir og yrði enginn hissa þótt einhver þeirra gysi á næstunni,“ segir Páll.
Hann telur þær upp; Heklu, Bárðarbungu, Grímsvötn, Kötlu og nú síðast Öræfajökul.
En er öll þessi virkni á sama tíma tilviljun og er hugsanlegt að fleiri en ein eldstöð gjósi samtímis? Svör Páls má sjá hér í frétt Stöðvar 2: