„Ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 11:33 Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi á Bessastöðum nú í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa góða tilfinningu fyrir fyrirhugðu ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir að formenn verðandi stjórnarandstöðuflokka hafi allir sammælst um að láta hendur standa fram úr ermum svo að hægt verði að afgreiða fjárlagafrumvarp fyrir áramót. Þá hafi stjórnarandstöðunni verið boðin formennska í þremur fastanefndum Alþingis og segir hún það merki um þá breyttu tíma sem stjórnin vilji boða í starfsháttum Alþingis. Þetta sagði Katrín á blaðamannafundi að loknum fundi sínum með forseta Íslands fyrr í dag. Á fundinum veitti forsetinn Katrínu umboð til stjórnarmyndunar. Nú er það því ljóst að verði af ríkisstjórnarsamstarfinu verður Katrín forsætisráðherra. „Ég gaf honum skýrslu um stöðu þessara viðræðna. Það liggur fyrir að stjórnarsáttmáli liggur fyrir í grófum dráttum og hann verður borinn undir okkar flokksstofnanir á morgun, miðvikudag. Þær munu þá taka hann til afgreiðslu,“ sagði Katrín.Fundar með þingflokki sínum Ekki er ljóst hvort allir þingmenn Vinstri grænna muni styðja stjórnarsáttmálann. Tveir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn því að gengið yrði til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Katrín segir að það muni koma í ljós. Hún muni nú ganga á fund þingmanna flokksins í einrúmi og fara yfir stöðuna. Flokksstofnanir flokkanna þriggja munu greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann á morgun, miðvikudag. Að þeim loknum, líklega á fimmtudagsmorgun, munu þingflokkar flokkanna funda og ganga frá ráðherraskipan. „Það liggur ekkert fyrir um hverjir verða ráðherrar. Fyrir utan, eins og hefur komið fram, þá bauð ég mig fram til að veita ríkisstjórninni forystu,“ segir Katrín.Hefurðu góða tilfinningu fyrir samstarfinu? „Já ég hef það. Ég er bara mjög brött fyrir þetta stjórnarsamstarf og ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla.“Katrín fer frá Bessastöðum á fund við þingmenn Vinstri grænna.Vísir/VilhelmAllir vilji breyta vinnubrögðum á Alþingi Hún tekur undir með forsetanum um að stefnt sé á að ríkisstjórnin taki við á fimmtudaginn. Ef flokkstofnanir flokkanna samþykki sáttmálann sé ekki eftir neinu að bíða. Flokkarnir hafa boðið væntanlegum stjórnarandstöðuflokkum formennsku í þremur fastanefndum Alþingis; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Þau eigi þó eftir að veita þeim svör um hvort að þau þiggi boðið. „Ég hef tekið mark á því sem þau hafa sagt að þau vilji taka þátt í því að breyta vinnubrögðum á Alþingi þannig ég trúi ekki öðru en að þau þiggi það.“ Hún segir það hafa komið fram á fundi formanna flokkanna í gær að vilji sé fyrir í öllum flokkum að vinna vel þann stutta tíma sem eftir er til áramóta svo afgreiða megi fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. „Ég treysti því sem mér hefur verið sagt að allir muni láta hendur standa fram úr ermum til að það verði klárað.“Verður þá eitthvað þingstarf einnig milli jóla og nýárs? „Það er bara mjög líklegt.“Blaðamannafund Katrínar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa góða tilfinningu fyrir fyrirhugðu ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir að formenn verðandi stjórnarandstöðuflokka hafi allir sammælst um að láta hendur standa fram úr ermum svo að hægt verði að afgreiða fjárlagafrumvarp fyrir áramót. Þá hafi stjórnarandstöðunni verið boðin formennska í þremur fastanefndum Alþingis og segir hún það merki um þá breyttu tíma sem stjórnin vilji boða í starfsháttum Alþingis. Þetta sagði Katrín á blaðamannafundi að loknum fundi sínum með forseta Íslands fyrr í dag. Á fundinum veitti forsetinn Katrínu umboð til stjórnarmyndunar. Nú er það því ljóst að verði af ríkisstjórnarsamstarfinu verður Katrín forsætisráðherra. „Ég gaf honum skýrslu um stöðu þessara viðræðna. Það liggur fyrir að stjórnarsáttmáli liggur fyrir í grófum dráttum og hann verður borinn undir okkar flokksstofnanir á morgun, miðvikudag. Þær munu þá taka hann til afgreiðslu,“ sagði Katrín.Fundar með þingflokki sínum Ekki er ljóst hvort allir þingmenn Vinstri grænna muni styðja stjórnarsáttmálann. Tveir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn því að gengið yrði til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Katrín segir að það muni koma í ljós. Hún muni nú ganga á fund þingmanna flokksins í einrúmi og fara yfir stöðuna. Flokksstofnanir flokkanna þriggja munu greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann á morgun, miðvikudag. Að þeim loknum, líklega á fimmtudagsmorgun, munu þingflokkar flokkanna funda og ganga frá ráðherraskipan. „Það liggur ekkert fyrir um hverjir verða ráðherrar. Fyrir utan, eins og hefur komið fram, þá bauð ég mig fram til að veita ríkisstjórninni forystu,“ segir Katrín.Hefurðu góða tilfinningu fyrir samstarfinu? „Já ég hef það. Ég er bara mjög brött fyrir þetta stjórnarsamstarf og ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla.“Katrín fer frá Bessastöðum á fund við þingmenn Vinstri grænna.Vísir/VilhelmAllir vilji breyta vinnubrögðum á Alþingi Hún tekur undir með forsetanum um að stefnt sé á að ríkisstjórnin taki við á fimmtudaginn. Ef flokkstofnanir flokkanna samþykki sáttmálann sé ekki eftir neinu að bíða. Flokkarnir hafa boðið væntanlegum stjórnarandstöðuflokkum formennsku í þremur fastanefndum Alþingis; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Þau eigi þó eftir að veita þeim svör um hvort að þau þiggi boðið. „Ég hef tekið mark á því sem þau hafa sagt að þau vilji taka þátt í því að breyta vinnubrögðum á Alþingi þannig ég trúi ekki öðru en að þau þiggi það.“ Hún segir það hafa komið fram á fundi formanna flokkanna í gær að vilji sé fyrir í öllum flokkum að vinna vel þann stutta tíma sem eftir er til áramóta svo afgreiða megi fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. „Ég treysti því sem mér hefur verið sagt að allir muni láta hendur standa fram úr ermum til að það verði klárað.“Verður þá eitthvað þingstarf einnig milli jóla og nýárs? „Það er bara mjög líklegt.“Blaðamannafund Katrínar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00