Andrési Inga boðið í kaffi til Viðskiptaráðs Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 30. nóvember 2017 14:41 Líkt og flestir landsmenn fylgdist ég spennt með framgangi mála á fundum tilvonandi ríkisstjórnarflokka í gærkvöldi. Kom það kannski ekki á óvart þegar Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, stigu fram í sjónvarpsviðtali RÚV og sögðust ekki ætla að greiða atkvæði með nýjum málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar. Það sem kom mér hins vegar verulega á óvart var þegar Andrés Ingi opinberaði að mér virtist skilningsleysi sitt á mikilvægi samkeppnishæfni atvinnulífsins. Í ræðu sinni í gærkvöldi vitnaði Andrés Ingi í upphafsorð kafla málefnasamnings ríkisstjórnarinnar um skattamál þar sem fram kemur að „Launahækkanir undanfarinna ára ásamt hækkuðu lífeyrisframlagi atvinnurekenda og sterkara gengi gjaldmiðilsins haf[a] dregið úr samkeppnishæfni atvinnulífsins.“ Það sem hann hafði helst við upphafsorðin að athuga var að þetta bæri keim af orðalagi frá Viðskiptaráði og því ekki í samræmi við stefnu Vinstri grænna. Stöldrum hér aðeins við. Skil ég það rétt að Andrés telji að samkeppnishæfni atvinnulífsins sé sérhagsmunamál Viðskiptaráðs? Að þetta sé baráttumál sem Vinstri Græn eigi ekki að standa vörð um? Að samkeppnishæfni sé stefnumál annarra flokka sem ekki eigi samleið með Vinstri Grænum? Mikið hefur borið á umræðu um samkeppnishæfni á síðustu misserum. En getur það verið að meining orðsins sé óskýr þrátt fyrir þráláta umfjöllun? Samkeppnishæft atvinnulíf gefur til kynna að við séum samkeppnishæf sem þjóð. Skilgreina má samkeppnishæfni á marga vegu en í sinni einföldustu mynd gefur góð samkeppnishæfni lands t.a.m. til kynna að góðar forsendur séu til staðar til að skapa verðmæti. Atvinnulífið er grunnstoð í samfélaginu og fjármagnar stóran hluta af samfélagslegu verðmætum okkar. Ef vegið er að samkeppnishæfni slíkrar grunnstoðar kemur það niður á öðrum þáttum, líkt og getu ríkisins til að fjármagna öfluga heilbrigðisþjónustu og gott menntakerfi. Andrés Ingi dregur einmitt fram punkta í ræðu sinni sem hann hefur áhyggjur af og nefnir þar t.a.m. rekstrarform á opinberri þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu og skólum landsins, en gæði þeirra og framboð er jú einmitt beintengd samkeppnishæfni landsins. Færa má rök fyrir því að eftir því sem samkeppnishæfni landa er meiri, þeim mun eftirsóknarverðara er að búa og starfa í viðkomandi landi. Samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda þess að hér skapist störf í eftirsóttum greinum fyrir unga fólkið okkar. Margar fréttir hafa borist undanfarið af íslenskum fyrirtækjum sem hafa flutt hluta sinnar starfsemi erlendis, og tekið með sér verðmæt störf úr landi því Ísland er ekki lengur samkeppnishæft í samanburði við nágrannalönd. Það er rétt að Viðskiptaráð hefði alveg eins getað skrifað þennan upphafskafla – enda hefur ráðið staðið vörð um baráttu mál sem þetta frá stofnun ráðsins – eða í 100 ár. Viðskiptaráð fagnar því að verið sé að huga að þessu grundvallaratriði hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Við teljum að í mörgum málum megi ganga enn lengra – og ætla ég ekki að fara að tíunda það hér. Þess í stað óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnaðar á næstu misserum og býð um leið Andrési Inga að kíkja í kaffi til okkar hjá Viðskiptaráði til fara betur yfir þetta sameiginlega áhugamál. Við erum í Borgartúni 35, 5. hæð.Ásta Sigríður FjeldstedFramkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Líkt og flestir landsmenn fylgdist ég spennt með framgangi mála á fundum tilvonandi ríkisstjórnarflokka í gærkvöldi. Kom það kannski ekki á óvart þegar Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, stigu fram í sjónvarpsviðtali RÚV og sögðust ekki ætla að greiða atkvæði með nýjum málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar. Það sem kom mér hins vegar verulega á óvart var þegar Andrés Ingi opinberaði að mér virtist skilningsleysi sitt á mikilvægi samkeppnishæfni atvinnulífsins. Í ræðu sinni í gærkvöldi vitnaði Andrés Ingi í upphafsorð kafla málefnasamnings ríkisstjórnarinnar um skattamál þar sem fram kemur að „Launahækkanir undanfarinna ára ásamt hækkuðu lífeyrisframlagi atvinnurekenda og sterkara gengi gjaldmiðilsins haf[a] dregið úr samkeppnishæfni atvinnulífsins.“ Það sem hann hafði helst við upphafsorðin að athuga var að þetta bæri keim af orðalagi frá Viðskiptaráði og því ekki í samræmi við stefnu Vinstri grænna. Stöldrum hér aðeins við. Skil ég það rétt að Andrés telji að samkeppnishæfni atvinnulífsins sé sérhagsmunamál Viðskiptaráðs? Að þetta sé baráttumál sem Vinstri Græn eigi ekki að standa vörð um? Að samkeppnishæfni sé stefnumál annarra flokka sem ekki eigi samleið með Vinstri Grænum? Mikið hefur borið á umræðu um samkeppnishæfni á síðustu misserum. En getur það verið að meining orðsins sé óskýr þrátt fyrir þráláta umfjöllun? Samkeppnishæft atvinnulíf gefur til kynna að við séum samkeppnishæf sem þjóð. Skilgreina má samkeppnishæfni á marga vegu en í sinni einföldustu mynd gefur góð samkeppnishæfni lands t.a.m. til kynna að góðar forsendur séu til staðar til að skapa verðmæti. Atvinnulífið er grunnstoð í samfélaginu og fjármagnar stóran hluta af samfélagslegu verðmætum okkar. Ef vegið er að samkeppnishæfni slíkrar grunnstoðar kemur það niður á öðrum þáttum, líkt og getu ríkisins til að fjármagna öfluga heilbrigðisþjónustu og gott menntakerfi. Andrés Ingi dregur einmitt fram punkta í ræðu sinni sem hann hefur áhyggjur af og nefnir þar t.a.m. rekstrarform á opinberri þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu og skólum landsins, en gæði þeirra og framboð er jú einmitt beintengd samkeppnishæfni landsins. Færa má rök fyrir því að eftir því sem samkeppnishæfni landa er meiri, þeim mun eftirsóknarverðara er að búa og starfa í viðkomandi landi. Samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda þess að hér skapist störf í eftirsóttum greinum fyrir unga fólkið okkar. Margar fréttir hafa borist undanfarið af íslenskum fyrirtækjum sem hafa flutt hluta sinnar starfsemi erlendis, og tekið með sér verðmæt störf úr landi því Ísland er ekki lengur samkeppnishæft í samanburði við nágrannalönd. Það er rétt að Viðskiptaráð hefði alveg eins getað skrifað þennan upphafskafla – enda hefur ráðið staðið vörð um baráttu mál sem þetta frá stofnun ráðsins – eða í 100 ár. Viðskiptaráð fagnar því að verið sé að huga að þessu grundvallaratriði hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Við teljum að í mörgum málum megi ganga enn lengra – og ætla ég ekki að fara að tíunda það hér. Þess í stað óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnaðar á næstu misserum og býð um leið Andrési Inga að kíkja í kaffi til okkar hjá Viðskiptaráði til fara betur yfir þetta sameiginlega áhugamál. Við erum í Borgartúni 35, 5. hæð.Ásta Sigríður FjeldstedFramkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar