Innlent

Jóhannes Þór aðstoðar Sigmund Davíð á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhannes Þór Skúlason á góðri stund.
Jóhannes Þór Skúlason á góðri stund. Vísir/stefán
Jóhannes Þór Skúlason hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.

Jóhannes Þór greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Jóhannes Þór var aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2013 til 2016.

„Þá er ný ríkisstjórn nánast tekin við og við hæfi að óska henni góðra verka fyrir land og þjóð. Ágætis tímapunktur einnig til að uppljóstra hér að ég hef munstrað mig á Miðflokksskútuna sem aðstoðarmaður formanns og því kominn aftur inn á pólitíska völlinn. Hlakka til að takast á við nýja ríkisstjórn í aðhaldi stjórnarandstöðunnar og vinna með gömlum og nýjum félögum og góðu fólki í öllum flokkum að góðum málum,“ segir Jóhannes Þór.

Hann hefur rekið almannatengslaskrifstofu síðustu mánuði.

Formenn stjórnmálaflokka, sem eiga sæti á Alþingi og ekki eru jafnframt ráðherrar, geta að ráðið sér aðstoðarmann í fullt starf, samanber 1. grein reglna um aðstoðarmenn. Alþingi greiðir launa- og starfskostnað aðstoðarmannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×