Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 12:50 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er 38 ára og best þekktur undir gælunafninu Mummi. Landvernd Þingflokkur Vinstri grænna átti nokkuð óvænt útspil í dag þegar tilkynnt var að einn af þremur ráðherrum flokksins kæmi ekki úr flokki þingmannanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, verður umhverfisráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hann er félagi í Vinstri grænum og sjötti utanþingsráðherrann sem skipaður er á lýðveldistíma. Guðmundur Ingi er fertugur, uppalinn í Borgarnesi, líffræðingur og umhverfisfræðingur að mennt. Hann tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og gegndi formennsku í félaginu fyrstu árin, frá 2007 til 2010.Fetar í fótspor Jóhönnu Guðmundur Ingi er kallaður Mummi af nánast öllum sem hann þekkja. Hann er samkynhneigður og því fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir er til þessa eini opinberlega samkynhneigði Íslendingurinn sem gegnt hefur ráðherraembætti. Guðmundur Ingi hefur starfað við rannsóknir í vist- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og við alþjóðamál og rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins. Hann hefur auk þess sinnt kennslu við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða síðan 2006. Þá hefur hann starfað sem landvörður. Hann var árið 2014 tilnefndur til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar fyrir störf sín á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála. Í umsögn um hann sagði: „Guðmundur smitar og hvetur fólk til dáða með sínum óþrjótandi áhuga á umhverfismálum. Hann vekur fólk til umhugsunar með skrifum sínum og framkomu. Einnig hefur hann haft jákvæð áhrif á náttúruverndarbaráttu með málefnalegri umræðu og með því að finna leiðir til samvinnu.“ Hann er formaður Félags Fulbright styrkþega á Íslandi.Vill verndarstefnu í stað virkjunarstefnu Í umræðu um náttúrupassa árið 2014 lýsti hann yfir áhyggjum af þeim fyrirætlunum. Aðrar leiðir væru færari, svo sem að taka upp gistináttagjald. Hafði hann áhyggjur af því að það gæti haft áhrif á upplifun ferðamanna ef eftirlit væri um landið hverjir hefðu keypt passann. Þá þyrfti að virða almannarétt íbúa landsins. Þegar ný ríkisstjórn tók við tauminum í lok árs 2016, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, skrifaði Guðmundur Ingi tíu atriða topplista fyrir nýja stjórn. Meðal þess sem hann vildi sjá var kolefnislaust Ísland, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og verndarstefnu í stað virkjunarstefnu. Guðmundur Ingi mætir til Bessastaða ásamt öðrum nýjum ráðherrum klukkan 15 þar sem fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar fer fram. Kosningar 2017 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna átti nokkuð óvænt útspil í dag þegar tilkynnt var að einn af þremur ráðherrum flokksins kæmi ekki úr flokki þingmannanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, verður umhverfisráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hann er félagi í Vinstri grænum og sjötti utanþingsráðherrann sem skipaður er á lýðveldistíma. Guðmundur Ingi er fertugur, uppalinn í Borgarnesi, líffræðingur og umhverfisfræðingur að mennt. Hann tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og gegndi formennsku í félaginu fyrstu árin, frá 2007 til 2010.Fetar í fótspor Jóhönnu Guðmundur Ingi er kallaður Mummi af nánast öllum sem hann þekkja. Hann er samkynhneigður og því fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir er til þessa eini opinberlega samkynhneigði Íslendingurinn sem gegnt hefur ráðherraembætti. Guðmundur Ingi hefur starfað við rannsóknir í vist- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og við alþjóðamál og rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins. Hann hefur auk þess sinnt kennslu við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða síðan 2006. Þá hefur hann starfað sem landvörður. Hann var árið 2014 tilnefndur til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar fyrir störf sín á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála. Í umsögn um hann sagði: „Guðmundur smitar og hvetur fólk til dáða með sínum óþrjótandi áhuga á umhverfismálum. Hann vekur fólk til umhugsunar með skrifum sínum og framkomu. Einnig hefur hann haft jákvæð áhrif á náttúruverndarbaráttu með málefnalegri umræðu og með því að finna leiðir til samvinnu.“ Hann er formaður Félags Fulbright styrkþega á Íslandi.Vill verndarstefnu í stað virkjunarstefnu Í umræðu um náttúrupassa árið 2014 lýsti hann yfir áhyggjum af þeim fyrirætlunum. Aðrar leiðir væru færari, svo sem að taka upp gistináttagjald. Hafði hann áhyggjur af því að það gæti haft áhrif á upplifun ferðamanna ef eftirlit væri um landið hverjir hefðu keypt passann. Þá þyrfti að virða almannarétt íbúa landsins. Þegar ný ríkisstjórn tók við tauminum í lok árs 2016, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, skrifaði Guðmundur Ingi tíu atriða topplista fyrir nýja stjórn. Meðal þess sem hann vildi sjá var kolefnislaust Ísland, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og verndarstefnu í stað virkjunarstefnu. Guðmundur Ingi mætir til Bessastaða ásamt öðrum nýjum ráðherrum klukkan 15 þar sem fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar fer fram.
Kosningar 2017 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira