Jarðskjálftarnir eru aðallega dreifðir í og við öskjuna í efstu 10 kílómetrum jarðskorpunnar. Í tilkynningunni kemur fram að nýjustu mælingar á sigkatlinum í öskju Öræfajökuls sýna að hann heldur áfram að dýpka og stækka í samræmi við viðvarandi aukna jarðhitavirkni og að vatn renni frá katlinum.
Jafnframt kemur fram að mælingar í Skaftafellsám Virkisá, Kotá og Kvíá sýna óverulegar breytingar undanfarnar vikur. Frekari túlkun á mælingum á jarðskorpubreytingum síðustu ára sýnir smávægilegar færslur við suðurjarðar jökulsins. Atburðarás og mælingar á svæðinu benda til minniháttar kvikuinnskots á um 2-6 kílómetra dýpi undir fjallinu.
Á síðustu vikum hefur vöktun við Öræfajökul verið aukin til muna. Kemur fram að bætt hafi verið við vatnsmælum, jarðskjálftamælum og síritandi GPS tæki. Þá hefur rannsóknum á vettvangi verið fjölgað og fleiri vefmyndavélum komið upp.