Messi: Ísland er sýnd veiði en ekki gefin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2017 16:34 Lionel Messi mun mæta strákunum okkar í Rússlandi á næsta ári. Vísir/Getty Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins í knattspyrnu og besti knattspyrnumaður heims undafarin ár, virðist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Liðin drógust saman í D-riðli Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússland á næsta ári. Messi var í einkaviðtali við TyC Sports í Argentínu þar sem hann var spurður um álit sitt á því að hafa dregist í riðil með Íslandi. Fréttamaðurinn sagði sjálfur að hann hefði barið í borðið þegar Ísland kom upp úr hattinum og að hann hefði alls ekki viljað dragast með Íslandi í riðli. Messi hló þegar fréttamaðurinn hafði orð á þessu en var fljótur að gefa alvarlegt svar við spurningunni. „Nafnið gefur til kynna að liðið virðast vera auðvelt viðureignar, en sá sem að hefur séð þetta lið spila veit að það er erfitt viðureignar,“ sagði Messi og því augljóst að uppgangur íslenska landsliðsins hefur ekki farið framhjá fyrirliða argentíska landsliðsins. Ísland og Argentína spila fyrsta leikinn í riðlinum og verður hann spilaður á Otkrytiye leikvanginum í Moskvu 16. júní á næsta ári. Í viðtalinu sagði Messi að Argentína yrði hreinlega að sækja sigur í fyrsta leik, annað kæmi ekki til greina. Það yrði þó erfitt og máli sínu til stuðnings minnti Messi fréttamanninn á það að Ísland hefði verið fyrir ofan Króatíu í undankeppninni, en Króatar eru einmitt í D-riðli, ásamt Íslandi, Argentínu og Nígeríu. „Þetta er ekki mjög auðvelt lið, mjög skipulagt og líkamlega sterkt,“ sagði Messi einnig um Ísland en hann fór um víðan völl í löngu einkaviðtali. Viðurkenndi hin þrítuga knattspyrnustjarna meðal annars að Heimsmeistaramótið sem framundan er væri mjög líklega síðasta tækifæri hans til þess að lyfta HM-bikarnum fræga.Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en athygli er vakin á því að það er á spænsku. Messi tjáir sig um Ísland þegar um 27 mínútur eru liðnar af myndbandinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira
Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins í knattspyrnu og besti knattspyrnumaður heims undafarin ár, virðist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Liðin drógust saman í D-riðli Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússland á næsta ári. Messi var í einkaviðtali við TyC Sports í Argentínu þar sem hann var spurður um álit sitt á því að hafa dregist í riðil með Íslandi. Fréttamaðurinn sagði sjálfur að hann hefði barið í borðið þegar Ísland kom upp úr hattinum og að hann hefði alls ekki viljað dragast með Íslandi í riðli. Messi hló þegar fréttamaðurinn hafði orð á þessu en var fljótur að gefa alvarlegt svar við spurningunni. „Nafnið gefur til kynna að liðið virðast vera auðvelt viðureignar, en sá sem að hefur séð þetta lið spila veit að það er erfitt viðureignar,“ sagði Messi og því augljóst að uppgangur íslenska landsliðsins hefur ekki farið framhjá fyrirliða argentíska landsliðsins. Ísland og Argentína spila fyrsta leikinn í riðlinum og verður hann spilaður á Otkrytiye leikvanginum í Moskvu 16. júní á næsta ári. Í viðtalinu sagði Messi að Argentína yrði hreinlega að sækja sigur í fyrsta leik, annað kæmi ekki til greina. Það yrði þó erfitt og máli sínu til stuðnings minnti Messi fréttamanninn á það að Ísland hefði verið fyrir ofan Króatíu í undankeppninni, en Króatar eru einmitt í D-riðli, ásamt Íslandi, Argentínu og Nígeríu. „Þetta er ekki mjög auðvelt lið, mjög skipulagt og líkamlega sterkt,“ sagði Messi einnig um Ísland en hann fór um víðan völl í löngu einkaviðtali. Viðurkenndi hin þrítuga knattspyrnustjarna meðal annars að Heimsmeistaramótið sem framundan er væri mjög líklega síðasta tækifæri hans til þess að lyfta HM-bikarnum fræga.Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en athygli er vakin á því að það er á spænsku. Messi tjáir sig um Ísland þegar um 27 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn