Bryggjan á Árskógssandi stóðst ekki núgildandi reglugerð Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2017 06:00 Bifreið fór í höfnina á Árskógssandi á þeim stað þar sem dráttarvélin mokar snjónum út í sjóinn. Þar hefur verið komið fyrir fjórum stöplum til að hindra fleiri slík slys. vísir/auðunn Bryggjuendinn á Árskógssandi, þar sem þrír létust í slysi er bíll þeirra rann fram af og í sjóinn var ekki í samræmi við reglugerð. Kantur á bryggjunni var of lágur. Þetta kemur fram í bréfi frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa sem sent var Dalvíkurbyggð um miðjan nóvember. Samkvæmt reglugerð frá 2004 á bryggjuendi að hafa kantbita sem er að lágmarki 20 sentímetrar á hæð. Kantbitinn á Árskógssandi er hins vegar aðeins 15 sentímetrar. Í bréfinu er óskað eftir því að gerðar verði úrbætur til að tryggja öryggi þeirra sem um bryggjuna fara. Um leið og bréfið barst bænum var brugðist við því og komið fyrir umferðarstöplum við enda bryggjunnar til að tryggja betur öryggi. Slysið varð 3. nóvember síðastliðinn. Þrennt var í bílnum; par sem búsett var í Hrísey og barnung dóttir þeirra. Fjölskyldan var að koma úr kaupstað á Akureyri. Bíll þeirra endaði í sjónum á hvolfi þetta kvöld með þeim afleiðingum að öll þrjú létust. Talið er að stúlkan og annar þeirra fullorðnu hafi drukknað en að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið látinn áður en bílinn fór út af bryggjunni.Glerhálka var á bryggjunni þegar slysið átti sér stað í byrjun nóvember. Þrennt lést á bryggjunni þennan örlagaríka dag. Par og barnung stúlka. Parið lætur eftir sig barn á þriðja aldursári. Bryggjan hafði ekki verið öryggisskoðuð í þrjú ár.vísir/auðunnÞorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu og hafna Dalvíkurbyggðar, segir bryggjuna byggða árið 1987. „Umrædd reglugerð sem vitnað er til er frá árinu 2004. Við höfum hins vegar brugðist við þessum ábendingum, sett upp stöpla við slysstaðinn og munum fara í framkvæmdir á næstunni til að uppfylla núgildandi reglugerð,“ segir Þorsteinn. „Framkvæma á öryggisúttekt einu sinni á ári á höfnunum en yfirhafnarvörður kannast ekki við að slík úttekt hafi farið fram í nokkur ár.“ Samgöngustofa hefur eftirlit með öryggi í höfnum. Síðasta skoðun á Árskógssandi var 14. október árið 2014. Hún var hluti af skoðun sem fyrst og fremst beindist að björgunartækjum auk varúðarmerkinga á stigum og bryggjuköntum. Samkvæmt reglugerð eiga hafnaryfirvöld að skipuleggja öryggiseftirlit en Samgöngustofa á að sannreyna eftirlitið og öryggisþætti einu sinni á ári eða oftar. „Endurtekin slys segja okkur að skoða þarf áfram með hvaða hætti öryggi verður best tryggt í höfnum landsins," segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Að sögn Þórhildar gerir ný reglugerð um öryggi í höfnum ráð fyrir því að innra eftirlit hverrar hafnar sé sannreynt með reglubundnum hætti. „Eftir banaslysið á Árskógssandi var haldinn fundur með Hafnasambandi Íslands og í framhaldinu var höfnum landsins sent dreifibréf er varðar öryggismál. Hafnaryfirvöld hafa unnið ötullega að því að draga úr áhættu en slysavarnir þurfa að vera og eru í stöðugri endurskoðun,“ segir Þórhildur. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Hrísey Samgöngur Tengdar fréttir Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Fjölskyldan sem fórst í banaslysinu við Árskógssand var frá Póllandi Foreldrarnir voru 36 og 32 ára og dóttir þeirra fimm ára gömul. 6. nóvember 2017 15:13 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bryggjuendinn á Árskógssandi, þar sem þrír létust í slysi er bíll þeirra rann fram af og í sjóinn var ekki í samræmi við reglugerð. Kantur á bryggjunni var of lágur. Þetta kemur fram í bréfi frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa sem sent var Dalvíkurbyggð um miðjan nóvember. Samkvæmt reglugerð frá 2004 á bryggjuendi að hafa kantbita sem er að lágmarki 20 sentímetrar á hæð. Kantbitinn á Árskógssandi er hins vegar aðeins 15 sentímetrar. Í bréfinu er óskað eftir því að gerðar verði úrbætur til að tryggja öryggi þeirra sem um bryggjuna fara. Um leið og bréfið barst bænum var brugðist við því og komið fyrir umferðarstöplum við enda bryggjunnar til að tryggja betur öryggi. Slysið varð 3. nóvember síðastliðinn. Þrennt var í bílnum; par sem búsett var í Hrísey og barnung dóttir þeirra. Fjölskyldan var að koma úr kaupstað á Akureyri. Bíll þeirra endaði í sjónum á hvolfi þetta kvöld með þeim afleiðingum að öll þrjú létust. Talið er að stúlkan og annar þeirra fullorðnu hafi drukknað en að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið látinn áður en bílinn fór út af bryggjunni.Glerhálka var á bryggjunni þegar slysið átti sér stað í byrjun nóvember. Þrennt lést á bryggjunni þennan örlagaríka dag. Par og barnung stúlka. Parið lætur eftir sig barn á þriðja aldursári. Bryggjan hafði ekki verið öryggisskoðuð í þrjú ár.vísir/auðunnÞorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu og hafna Dalvíkurbyggðar, segir bryggjuna byggða árið 1987. „Umrædd reglugerð sem vitnað er til er frá árinu 2004. Við höfum hins vegar brugðist við þessum ábendingum, sett upp stöpla við slysstaðinn og munum fara í framkvæmdir á næstunni til að uppfylla núgildandi reglugerð,“ segir Þorsteinn. „Framkvæma á öryggisúttekt einu sinni á ári á höfnunum en yfirhafnarvörður kannast ekki við að slík úttekt hafi farið fram í nokkur ár.“ Samgöngustofa hefur eftirlit með öryggi í höfnum. Síðasta skoðun á Árskógssandi var 14. október árið 2014. Hún var hluti af skoðun sem fyrst og fremst beindist að björgunartækjum auk varúðarmerkinga á stigum og bryggjuköntum. Samkvæmt reglugerð eiga hafnaryfirvöld að skipuleggja öryggiseftirlit en Samgöngustofa á að sannreyna eftirlitið og öryggisþætti einu sinni á ári eða oftar. „Endurtekin slys segja okkur að skoða þarf áfram með hvaða hætti öryggi verður best tryggt í höfnum landsins," segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Að sögn Þórhildar gerir ný reglugerð um öryggi í höfnum ráð fyrir því að innra eftirlit hverrar hafnar sé sannreynt með reglubundnum hætti. „Eftir banaslysið á Árskógssandi var haldinn fundur með Hafnasambandi Íslands og í framhaldinu var höfnum landsins sent dreifibréf er varðar öryggismál. Hafnaryfirvöld hafa unnið ötullega að því að draga úr áhættu en slysavarnir þurfa að vera og eru í stöðugri endurskoðun,“ segir Þórhildur.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Hrísey Samgöngur Tengdar fréttir Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Fjölskyldan sem fórst í banaslysinu við Árskógssand var frá Póllandi Foreldrarnir voru 36 og 32 ára og dóttir þeirra fimm ára gömul. 6. nóvember 2017 15:13 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08
Fjölskyldan sem fórst í banaslysinu við Árskógssand var frá Póllandi Foreldrarnir voru 36 og 32 ára og dóttir þeirra fimm ára gömul. 6. nóvember 2017 15:13