Messi skorinn niður af stalli sínum í heimalandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2017 22:45 Lionel Messi. Vísir/Getty Lionel Messi er einn af dáðustu sonum Argentínu og í margra augum einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. Það er ekkert skrýtið að menn í Buenos Aires, höfðuborg Argentínu, hafi sett upp glæsilega bronstyttu af honum en það vekur hinsvegar furðu að hún fái ekki að vera í friði. Bronstyttan af Lionel Messi, sem var vígð í júní 2016, hefur tvisvar verið fórnarlamb skemmdarvarga. Nú síðast skáru þeir styttuna niður með því að saga í sundur fætur Messi og skilja aðalhluta styttunnar eftir liggjandi á jörðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Destrozaron la estatua de Messi en Costanera Sur https://t.co/t0ZvbT9bF5 — Telefe Noticias (@telefenoticias) December 3, 2017 Lögreglan veit ekki hver sé ástæðan fyrir þessum skemmdarverkum enda ætti Messi að vera elskaður og dáður í heimalandi sínu. Hann hefur hinsvegar verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með landsliðinu þrátt fyrir að hann sé orðinn markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi. Messi hefur unnið fjölda titla á ferlinum en alla nema einn (Ólympíugull 2008) með liði Barcelona. Styttan hans Messi er á Paseo de la Gloria torginu þar sem einnig má finna styttur af tenniskonunni Gabrielu Sabatini og körfuboltamanninum Manuel Ginobili. Messi ákvað að hætta að spila með landsliðinu eftir harða gagnrýndi eftir Suður-Ameríkukeppnina sumarið 2016. Hann snéri hinsvegar aftur í landsliðið vegna ástar sinnar á þjóð sinni eins og Messi komst sjálfur að orði. Messi verður í aðalhlutverki á HM í Rússlandi næsta sumar og fyrsti leikur Argentínu er einmitt á móti Íslandi 16. júní. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira
Lionel Messi er einn af dáðustu sonum Argentínu og í margra augum einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. Það er ekkert skrýtið að menn í Buenos Aires, höfðuborg Argentínu, hafi sett upp glæsilega bronstyttu af honum en það vekur hinsvegar furðu að hún fái ekki að vera í friði. Bronstyttan af Lionel Messi, sem var vígð í júní 2016, hefur tvisvar verið fórnarlamb skemmdarvarga. Nú síðast skáru þeir styttuna niður með því að saga í sundur fætur Messi og skilja aðalhluta styttunnar eftir liggjandi á jörðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Destrozaron la estatua de Messi en Costanera Sur https://t.co/t0ZvbT9bF5 — Telefe Noticias (@telefenoticias) December 3, 2017 Lögreglan veit ekki hver sé ástæðan fyrir þessum skemmdarverkum enda ætti Messi að vera elskaður og dáður í heimalandi sínu. Hann hefur hinsvegar verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með landsliðinu þrátt fyrir að hann sé orðinn markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi. Messi hefur unnið fjölda titla á ferlinum en alla nema einn (Ólympíugull 2008) með liði Barcelona. Styttan hans Messi er á Paseo de la Gloria torginu þar sem einnig má finna styttur af tenniskonunni Gabrielu Sabatini og körfuboltamanninum Manuel Ginobili. Messi ákvað að hætta að spila með landsliðinu eftir harða gagnrýndi eftir Suður-Ameríkukeppnina sumarið 2016. Hann snéri hinsvegar aftur í landsliðið vegna ástar sinnar á þjóð sinni eins og Messi komst sjálfur að orði. Messi verður í aðalhlutverki á HM í Rússlandi næsta sumar og fyrsti leikur Argentínu er einmitt á móti Íslandi 16. júní.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira