Erlent

Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flynn kemur úr dómsal í dag.
Flynn kemur úr dómsal í dag. Vísir/Getty
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.

Mueller rannsakar nú möguleg afskipti Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum og möguleg tengsl framboðs starfsmanna Donald Trump við það.

Flynn er þar með orðinn fyrsti háttsetti embættismaðurinn sem starfað hefur innan Hvíta hússins undir Trump sem aðstoðar Mueller í rannsókn sinni.

Flynn steig til hliðar sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump innan við mánuði eftir að hann tók við starfinu eftir að í ljós kom að hann hefði ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við Sergei Kislyak, sendiherra Rússa. Það er um þau samskipti sem Flynn hefur játað að hafa logið um.

Svo virðist sem að þessi samskipti Flynn hafi verið hluti af tilraunum ráðgjafa Trump, áður en hann tók við embætti en eftir að hann var kjörinn, til þess að hafa áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna, að því er gögn sem New York Times hefur undir höndum sýna.

Er þetta talið hafa grafið undan utanríkisstefnu Barack Obama, sem þá var á síðustu dögum forsetatíðar sinnar. Dómskjöl málsins leiða ekki í ljós hvað Trump sjálfur vissi um þessar tilraunir ráðgjafa sinna.

Þá segja saksóknarar að í minnst einu tilviki hafi „ mjög háttsettur“ ráðgjafi Trump hafi skipað Flynn að eiga í samskiptum við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar á borð við New York Times og CNN herma að þessi ráðgjafi hafi verið Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans nánustu ráðgjöfum.


Tengdar fréttir

Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump

Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra.

Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner

Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×