Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 14:41 Michael Flynn var einn arkítekta stefnu Trump-stjórnarinnar um Bandaríkin fyrst og talaði fyrir bættum tengslum við Rússa. Vísir/AFP Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. Frá þessu greinir CNN. Þar segir að Flynn hafi logið að FBI um fundi sína með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en Trump tók við embætti forseta. Flynn mun mæta fyrir dómara síðar í dag og hefur New York Times eftir heimildarmönnum sínum að hann muni játa sök. Flynn er fyrsti einstaklingurinn úr ríkisstjórn Trump sem saksóknarinn Robert Mueller ákærir. Áður hafa þrír sem störfuðu við kosningabaráttu Trump verið ákærðir, meðal annars kosningastjórinn Paul Manafort. Mueller fer fyrir rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa að bandarísku forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Donald Trump. Mueller var settur yfir rannsóknina eftir að Trump rak James Comey úr starfi forstjóra FBI í maí. Flynn var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni og var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi þegar Trump tók við embætti. Flynn var sagt upp störfum tæpum mánuði síðar eftir að upp komst að hann sagði ósatt um samskipti sín við rússneskan sendiherra í aðdraganda valdaskiptanna. Heimildarmaður New York Times segir að fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hafa verið yfirheyrðir vegna Flynn að undanförnu, meðan allars Jared Kushner, tengdasonur Trump. Mueller getur í rannsókn sinni ákært hvern sem er í starfsliði Trump telji hann ástæðu til, þar á meðal Trump sjálfan. Sömuleiðis getur hann ákært menn fyrir önnur brot sem ekki tengjast samráði við Rússa en sem kunna að koma upp á yfirborðið við rannsókn málsins.BREAKING: Michael Flynn charged with making false statement to FBI https://t.co/nwAMpHZanh https://t.co/qo1Zv2TrrU— CNN (@CNN) December 1, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. Frá þessu greinir CNN. Þar segir að Flynn hafi logið að FBI um fundi sína með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en Trump tók við embætti forseta. Flynn mun mæta fyrir dómara síðar í dag og hefur New York Times eftir heimildarmönnum sínum að hann muni játa sök. Flynn er fyrsti einstaklingurinn úr ríkisstjórn Trump sem saksóknarinn Robert Mueller ákærir. Áður hafa þrír sem störfuðu við kosningabaráttu Trump verið ákærðir, meðal annars kosningastjórinn Paul Manafort. Mueller fer fyrir rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa að bandarísku forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Donald Trump. Mueller var settur yfir rannsóknina eftir að Trump rak James Comey úr starfi forstjóra FBI í maí. Flynn var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni og var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi þegar Trump tók við embætti. Flynn var sagt upp störfum tæpum mánuði síðar eftir að upp komst að hann sagði ósatt um samskipti sín við rússneskan sendiherra í aðdraganda valdaskiptanna. Heimildarmaður New York Times segir að fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hafa verið yfirheyrðir vegna Flynn að undanförnu, meðan allars Jared Kushner, tengdasonur Trump. Mueller getur í rannsókn sinni ákært hvern sem er í starfsliði Trump telji hann ástæðu til, þar á meðal Trump sjálfan. Sömuleiðis getur hann ákært menn fyrir önnur brot sem ekki tengjast samráði við Rússa en sem kunna að koma upp á yfirborðið við rannsókn málsins.BREAKING: Michael Flynn charged with making false statement to FBI https://t.co/nwAMpHZanh https://t.co/qo1Zv2TrrU— CNN (@CNN) December 1, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29
Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33
Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47