Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2017 08:19 Robert Mueller hefur rannsakað meint afskipti Rússa af forsetakosningunum. Vísir/Getty Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegum tengslum við forsetaframboð Trump. Tölvupóstarnir eru frá teyminu sem sá um undirbúning embættistöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember á síðasta ári.Í frétt BBC segir að talið sé að tölvupóstarnir séu frá tólf meðlinum þess teymis, þar á meðal frá Jared Kushner, tengdasyni Trump og einum helsta ráðgjafi forsetans. Lögfræðingur hópsins segir að Mueller og teymi hans hafi komist yfir tölvupóstana á ólögmætan hátt. Svo virðist sem að Mueller hafi fengið aðgang að tölvupóstunum í gegnum ríkisstofnun sem sá um skrifstofur og tölvu- og hugbúnað teymisins sem undirbjó embættistöku Trump frá nóvember fram til að hann tók við embætti. Segir lögfræðingurinn að þessi ríkisstofnun hafi ekki átt rétt á því að senda tölvupóstana til Muellers þar sem hún hafi ekki átt gögnin sem um ræðir. Þá segir lögfræðingurinn einnig að teymið hafi fyrir skömmu verið búið að flokka tölvupóstana frá til afhendingar í síðustu viku en komist þá að því að Mueller hafi haft aðgang að þeim síðan í sumar. Nú þegar hefur rannsókn Muellers leitt til þess að fjórir einstaklingar hafa verið kærðir í tengslum við rannsóknina á meintum afskiptum Rússa af kosningunum, þar á meðal Michael Flynn og Paul Manafort sem voru nánir samstarfsmenn Trump. Hefur Flynn þegar lýst sig sekan af ákærunni. Búist er við því að lögmenn forsetans muni í vikunni ræða við Mueller um hver næstu skref rannsóknarinnar verða. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegum tengslum við forsetaframboð Trump. Tölvupóstarnir eru frá teyminu sem sá um undirbúning embættistöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember á síðasta ári.Í frétt BBC segir að talið sé að tölvupóstarnir séu frá tólf meðlinum þess teymis, þar á meðal frá Jared Kushner, tengdasyni Trump og einum helsta ráðgjafi forsetans. Lögfræðingur hópsins segir að Mueller og teymi hans hafi komist yfir tölvupóstana á ólögmætan hátt. Svo virðist sem að Mueller hafi fengið aðgang að tölvupóstunum í gegnum ríkisstofnun sem sá um skrifstofur og tölvu- og hugbúnað teymisins sem undirbjó embættistöku Trump frá nóvember fram til að hann tók við embætti. Segir lögfræðingurinn að þessi ríkisstofnun hafi ekki átt rétt á því að senda tölvupóstana til Muellers þar sem hún hafi ekki átt gögnin sem um ræðir. Þá segir lögfræðingurinn einnig að teymið hafi fyrir skömmu verið búið að flokka tölvupóstana frá til afhendingar í síðustu viku en komist þá að því að Mueller hafi haft aðgang að þeim síðan í sumar. Nú þegar hefur rannsókn Muellers leitt til þess að fjórir einstaklingar hafa verið kærðir í tengslum við rannsóknina á meintum afskiptum Rússa af kosningunum, þar á meðal Michael Flynn og Paul Manafort sem voru nánir samstarfsmenn Trump. Hefur Flynn þegar lýst sig sekan af ákærunni. Búist er við því að lögmenn forsetans muni í vikunni ræða við Mueller um hver næstu skref rannsóknarinnar verða.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03