Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 19:36 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld vinni með Norðurlöndunum og fleiri ríkjum í tengslum við atkvæðagreiðsluna á morgun. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að bréf bandarískra stjórnvalda um að þau muni fylgjast með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun muni ekki hafa nein áhrif á afstöðu Íslands. Hann telur framferði Bandaríkjastjórnar óvenjulegt. Greidd verða atkvæði um tillögu um að ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraela verði dregin til baka á sérstökum aukafundi allsherjarþingsins á morgun. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sendi íslenskum stjórnvöldum bréf í dag þar sem kom fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni fylgjast grannt með því hvaða lönd greiða atkvæði gegn honum í allsherjarþinginu á morgun. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf. „Þetta bréf fastafulltrúans er óvenjulegt. Það hefur ekki áhrif á afstöðu Íslands,“ segir Guðlaugur Þór við Vísi. Íslensk stjórnvöld vinni með stjórnvöld á Norðurlöndunum og fleiri að málinu. Afstaða Íslands muni liggja fyrir þegar greidd verða atkvæði um tillöguna kl. 15 að íslenskum tíma á morgun.Blandi ekki saman atkvæðagreiðslunni og fjárhagsaðstoðTrump hótaði því í dag að draga til baka fjárstuðning við ríki ef þau greiða atkvæði gegn Bandaríkjunum á morgun. Guðlaugur Þór segist ekki vita hvað þar býr nákvæmlega að baki. „Ég tel að það sé óskynsamlegt og að það sé ekki rétt að blanda þessum málum saman,“ segir hann. Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að bréf bandarískra stjórnvalda um að þau muni fylgjast með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun muni ekki hafa nein áhrif á afstöðu Íslands. Hann telur framferði Bandaríkjastjórnar óvenjulegt. Greidd verða atkvæði um tillögu um að ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraela verði dregin til baka á sérstökum aukafundi allsherjarþingsins á morgun. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sendi íslenskum stjórnvöldum bréf í dag þar sem kom fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni fylgjast grannt með því hvaða lönd greiða atkvæði gegn honum í allsherjarþinginu á morgun. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf. „Þetta bréf fastafulltrúans er óvenjulegt. Það hefur ekki áhrif á afstöðu Íslands,“ segir Guðlaugur Þór við Vísi. Íslensk stjórnvöld vinni með stjórnvöld á Norðurlöndunum og fleiri að málinu. Afstaða Íslands muni liggja fyrir þegar greidd verða atkvæði um tillöguna kl. 15 að íslenskum tíma á morgun.Blandi ekki saman atkvæðagreiðslunni og fjárhagsaðstoðTrump hótaði því í dag að draga til baka fjárstuðning við ríki ef þau greiða atkvæði gegn Bandaríkjunum á morgun. Guðlaugur Þór segist ekki vita hvað þar býr nákvæmlega að baki. „Ég tel að það sé óskynsamlegt og að það sé ekki rétt að blanda þessum málum saman,“ segir hann.
Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50
Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30
Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43