Veittust að lögreglumönnum eftir líkamsárás í heimahúsi Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2018 07:19 Lögreglan hafði nóg að gera í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Eyþór Veist var að lögreglumönnum í heimahúsi í Hraunbæ í Árbæ í gærkvöldi eftir að lögreglu hafði borist tilkynning um líkamsárás í íbúðinni. Tveir menn voru handteknir, en lögregla þurfti að beita piparúða og kylfu til að yfirbuga mennina sem veittust að lögreglumönnum. Mennirnir voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir í þágu rannsóknar málsins. Mikill erill var hjá lögreglu á höfuðborginni, þar sem fjölmargar tilkynningar bárust um eld í gámum, bílum, ruslagámum, blaðagámum og fleira. Má leiða að því líkum að þar hafi verið um elda að ræða sem hafi verið kveiktir með flugeldum. Um hálf fjögur var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í Kópavogi þar sem stúlka hafði verið slegin í andlitið með glasi þannig að tennur brotnuðu. Fram kemur í dagbók lögreglu að gerendur hafi verið á staðnum.Var að sniglast í kringum fyrirtæki Um klukkan fjögur í nótt var karlmaður handtekinn á Höfða þar sem hann var að sniglast í kringum fyrirtæki. Hann gat ekki gert grein fyrir sér og var ekki með nein skilríki, og var hann því vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.Ökumanni kippt úr bílnum Um klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um að verið væri að ræna bíl í Kópavogi. Ökumanni hafði þá verið kippt út úr bílnum, hann skilinn eftir og bílnum ekið á brott. Um fimm mínútum síðar var bíllinn stöðvaður og tveir menn handteknir. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og var tekið úr honum blóðsýni.Veittist að lögreglumönnum Skömmu fyrir klukkan tvö var tilkynnt um karlmann í tökum dyravarða á veitingastað í miðbænum. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið í banni á viðkomandi veitingastað. Hann var færður í fangamóttöku við Hverfisgötu þar sem hann veittist að lögreglumönnum. Var hann því vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Um klukkan fjögur óskuðu dyraverðir á veitingastað eftir aðstoð þar sem þeir voru með tvo menn í tökum sem höfðu veist að þeim. Tveir menn voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu.Dyravörður sleginn í andlitið Í dagbók lögreglu segir að eftir klukkan fimm í morgun var dyravörður í miðborginni sleginn í andlitið. Vitað er um hver var þar að verki en hann var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Þá þurfti lögregla einnig að hafa afskipti af ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flugeldar Lög og regla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Veist var að lögreglumönnum í heimahúsi í Hraunbæ í Árbæ í gærkvöldi eftir að lögreglu hafði borist tilkynning um líkamsárás í íbúðinni. Tveir menn voru handteknir, en lögregla þurfti að beita piparúða og kylfu til að yfirbuga mennina sem veittust að lögreglumönnum. Mennirnir voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir í þágu rannsóknar málsins. Mikill erill var hjá lögreglu á höfuðborginni, þar sem fjölmargar tilkynningar bárust um eld í gámum, bílum, ruslagámum, blaðagámum og fleira. Má leiða að því líkum að þar hafi verið um elda að ræða sem hafi verið kveiktir með flugeldum. Um hálf fjögur var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í Kópavogi þar sem stúlka hafði verið slegin í andlitið með glasi þannig að tennur brotnuðu. Fram kemur í dagbók lögreglu að gerendur hafi verið á staðnum.Var að sniglast í kringum fyrirtæki Um klukkan fjögur í nótt var karlmaður handtekinn á Höfða þar sem hann var að sniglast í kringum fyrirtæki. Hann gat ekki gert grein fyrir sér og var ekki með nein skilríki, og var hann því vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.Ökumanni kippt úr bílnum Um klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um að verið væri að ræna bíl í Kópavogi. Ökumanni hafði þá verið kippt út úr bílnum, hann skilinn eftir og bílnum ekið á brott. Um fimm mínútum síðar var bíllinn stöðvaður og tveir menn handteknir. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og var tekið úr honum blóðsýni.Veittist að lögreglumönnum Skömmu fyrir klukkan tvö var tilkynnt um karlmann í tökum dyravarða á veitingastað í miðbænum. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið í banni á viðkomandi veitingastað. Hann var færður í fangamóttöku við Hverfisgötu þar sem hann veittist að lögreglumönnum. Var hann því vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Um klukkan fjögur óskuðu dyraverðir á veitingastað eftir aðstoð þar sem þeir voru með tvo menn í tökum sem höfðu veist að þeim. Tveir menn voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu.Dyravörður sleginn í andlitið Í dagbók lögreglu segir að eftir klukkan fimm í morgun var dyravörður í miðborginni sleginn í andlitið. Vitað er um hver var þar að verki en hann var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Þá þurfti lögregla einnig að hafa afskipti af ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Flugeldar Lög og regla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira