Kæri félagsmaður Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 17. janúar 2018 10:16 Í fyrsta skipti í sögu Félags grunnskólakennara gefst félagsmönnum í félaginu kostur að kjósa sér talsmann. Fram að þessu hefur formaður Félags grunnskólakennara verið kosinn fulltrúakosningu á þingi félagsins, síðast árið 2004. Þessar kosningar eru þannig frumraun félagsins í lýðræðislegum kosningum allra félagsmanna um forystu félagsins. Í því samhengi vakna ýmsar spurningar hjá mér, sem frambjóðanda til formennsku fyrir félagið. Til þess að lýðræðið virki eins og því er ætlað að gera er nauðsynlegt að þeir sem eiga að taka afstöðu til þeirra málefna sem kosið er um hverju sinni hafi sem bestar og áreiðanlegastar upplýsingar að byggja á. Þess vegna er brýnt að velta því fyrir sér hvernig best sé að koma upplýsingum til ykkar. Hvernig er best að koma því til skila til ykkar hver ég er og hverjar áherslur mínar og markmið eru? Staða okkar sem nú bjóðum okkur fram til formennsku í Félagi grunnskólakennara er svolítið snúin. Í fyrsta lagi er stutt síðan kosningar til formanns og varaformanns Kennarasambands Íslands fóru fram og í ljósi þess gætu kennarar verið orðnir þreyttir á kosningum til embætta innan Kennarasambandsins. Umræðan í aðdraganda þessara nýafstöðnu kosninga var hörð og svo virðist sem það sé mat margra að kosningar kljúfi okkur sem stétt, frekar en sameini. Í öðru lagi má segja að eðlilegt sé að fórnarkostnaður sé lítill í félagasamtökum þar sem almennir félagsmenn bjóða sig fram til ábyrgðar fyrir stétt sína. Þess vegna held ég að fæstir, eða jafnvel enginn sem býður sig fram til forystu nú, taki sér frí frá vinnu og heimsæki skóla til þess að kynna sig milliliðalaust. Því tel ég eðlilegast að þeir frambjóðendur sem líta á það sem skyldu sína að upplýsa kjósendur eins vel og mögulegt er um það hverjir þeir eru og fyrir hvað þeir standa í þessum formannskosningum geri það í gegnum samfélagsmiðla. Sá háttur getur hins vegar verið íþyngjandi að því leyti að margir líta svo að stuðningsyfirlýsingar sem birtast á samfélagsmiðlum við framboð einstaklinga flokkist í raun undir auglýsingar og að í þeim felist bæði áróður og ýtni. Það er ekki auðvelt að taka þátt í framboði þar sem einstaklingurinn er veginn og metinn. Það gerir það hins vegar auðveldara ef skilningur ríkir meðal félagsmanna um það hversu mikilvægar þessar kosningar eru og hversu miklu það skiptir að allir félagsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum um frambjóðendur. Við þekkjum það öll að nú á tímum samfélagsmiðla er afar auðvelt að koma skilaboðum áfram. Á sama tíma getur það hins vegar einnig verið ákveðnum erfiðleikum háð að nýta þessa miðla þar sem um svo mikið magn upplýsinga er að ræða sem flæðir yfir fólk að margir reyna að takmarka það og við það fara þessar upplýsingar forgörðum. Ég tek þátt í þessum kosningum á sama hátt og öllum öðrum störfum sem ég hef unnið fyrir stéttina; af mikilli virðingu. Ég tel það vera í samræmi við þá virðingu sem ég ber fyrir ykkur að ég vil gera það sem ég get til þess að upplýsa ykkur um hver ég sé og fyrir hvað ég stend. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipti í sögu Félags grunnskólakennara gefst félagsmönnum í félaginu kostur að kjósa sér talsmann. Fram að þessu hefur formaður Félags grunnskólakennara verið kosinn fulltrúakosningu á þingi félagsins, síðast árið 2004. Þessar kosningar eru þannig frumraun félagsins í lýðræðislegum kosningum allra félagsmanna um forystu félagsins. Í því samhengi vakna ýmsar spurningar hjá mér, sem frambjóðanda til formennsku fyrir félagið. Til þess að lýðræðið virki eins og því er ætlað að gera er nauðsynlegt að þeir sem eiga að taka afstöðu til þeirra málefna sem kosið er um hverju sinni hafi sem bestar og áreiðanlegastar upplýsingar að byggja á. Þess vegna er brýnt að velta því fyrir sér hvernig best sé að koma upplýsingum til ykkar. Hvernig er best að koma því til skila til ykkar hver ég er og hverjar áherslur mínar og markmið eru? Staða okkar sem nú bjóðum okkur fram til formennsku í Félagi grunnskólakennara er svolítið snúin. Í fyrsta lagi er stutt síðan kosningar til formanns og varaformanns Kennarasambands Íslands fóru fram og í ljósi þess gætu kennarar verið orðnir þreyttir á kosningum til embætta innan Kennarasambandsins. Umræðan í aðdraganda þessara nýafstöðnu kosninga var hörð og svo virðist sem það sé mat margra að kosningar kljúfi okkur sem stétt, frekar en sameini. Í öðru lagi má segja að eðlilegt sé að fórnarkostnaður sé lítill í félagasamtökum þar sem almennir félagsmenn bjóða sig fram til ábyrgðar fyrir stétt sína. Þess vegna held ég að fæstir, eða jafnvel enginn sem býður sig fram til forystu nú, taki sér frí frá vinnu og heimsæki skóla til þess að kynna sig milliliðalaust. Því tel ég eðlilegast að þeir frambjóðendur sem líta á það sem skyldu sína að upplýsa kjósendur eins vel og mögulegt er um það hverjir þeir eru og fyrir hvað þeir standa í þessum formannskosningum geri það í gegnum samfélagsmiðla. Sá háttur getur hins vegar verið íþyngjandi að því leyti að margir líta svo að stuðningsyfirlýsingar sem birtast á samfélagsmiðlum við framboð einstaklinga flokkist í raun undir auglýsingar og að í þeim felist bæði áróður og ýtni. Það er ekki auðvelt að taka þátt í framboði þar sem einstaklingurinn er veginn og metinn. Það gerir það hins vegar auðveldara ef skilningur ríkir meðal félagsmanna um það hversu mikilvægar þessar kosningar eru og hversu miklu það skiptir að allir félagsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum um frambjóðendur. Við þekkjum það öll að nú á tímum samfélagsmiðla er afar auðvelt að koma skilaboðum áfram. Á sama tíma getur það hins vegar einnig verið ákveðnum erfiðleikum háð að nýta þessa miðla þar sem um svo mikið magn upplýsinga er að ræða sem flæðir yfir fólk að margir reyna að takmarka það og við það fara þessar upplýsingar forgörðum. Ég tek þátt í þessum kosningum á sama hátt og öllum öðrum störfum sem ég hef unnið fyrir stéttina; af mikilli virðingu. Ég tel það vera í samræmi við þá virðingu sem ég ber fyrir ykkur að ég vil gera það sem ég get til þess að upplýsa ykkur um hver ég sé og fyrir hvað ég stend. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun