Ragnar á Hótel Adam hlýtur uppreist æru Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2018 11:11 Jarðvegsgerlaupphlaupið á Facebook í gærkvöldi var snarpt og skemmtilegt og lögðu margir orð í belg. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá er óhætt að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu. En, talsvert uppnám varð á samfélagsmiðlum í gærkvöldi eftir að tilkynning frá Veitum barst þess efnis að jarðvegsgerlar stæðust ekki viðmið í reglugerð. Það flaug fyrir að um væri að ræða E.coli eða saurgerla en jarðvegsgerlar eru heiti yfir allar bakteríur fyrir utan einmitt það.Fáir njóta eldannaEftir að rykið tók að setjast hafa menn bent á að einn sé sá maður sem geti í það minnsta borið höfuðið hátt og sé heitir Ragnar Guðmundsson hótelstjóri á Hótel Adam við Skólavörðustíg. Helgi Seljan sjónvarpsmaður er í það minnsta þeirrar skoðunar. Helgi vitnar í Davíð Stefánsson skáld: „Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá“ og segir að hótelstjórinn á Skólavörðuholtinu hafi ekki þótt „lítill svíðingur þegar hann varaði við bráðmenguðu Gvendarbrunnarvatni fyrir tæpum tveimur árum. Ég get ekki betur séð en að hér sé í uppsiglingu nýtt Gæðakokkamál. Þessar flöskur eru að lágmarki 4000 króna virði í dag.“ Þar er rifjað upp mál sem fór hátt fyrir ári en þá greindi Vísir frá því að á Hótel Adam væri hafður sá háttur á að vara við kranavatninu en svo heppilega vildi til að á hótelinu mátti kaupa vatnsflöskur á 400 krónur. En, ekki er þó víst að Ragnar sleppi alveg fyrir horn, eins og Helgi vill ætla, því seinna kom á daginn að vatnið á þeim flöskum var einmitt úr sömu krönum og varað hafði verið við.Meint yfirvarpJarðvegsgerlaupphlaupið á Facebook í gærkvöldi var snarpt. Og má ef til vill setja það í samhengi við kosningaskjálfta vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nánast úthrópaður af pólitískum andstæðingum sínum í borginni vegna málsins.Sveinbjörgu Birnu varð um og ó þegar fregnir bárust seinni partinn í gær af jarðvegsgerlum í neysluvatni.Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi var með böggum hildar vegna málsins: „Skv. Google þá er saurgerlamengun notað um ecoli sýkt neysluvatn í Súðavík, Svalbarðseyri, Borgarfirði og Laugavatni. Rúv hefur leitað til málfarsráðunautar til að nota annað þegar sama gerist í Höfuðborginni. Ætli næsta útspil verðu ekki að borgarlínan bjargi þessu.“Vatnið veldur skæðum kommúnisma Reyndar ýtti RÚV undir þennan misskilning með frétt sem nú hefur verðið leiðrétt um að þarna væri um E.coli að ræða og var það nokkuð til umræðu á Facebook-síðu Eyþórs Arnalds frambjóðanda í leiðtogakjöri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Þar bendir einn á, fremur háðskur í bragði, að um stórhættulegt vatn sé að ræða: „Mér skilst að vatnið geti valdið skæðum kommúnisma eins og það er núna, Skulið nú passa ykkur að súpa ekki á því um of.“ Mbl.is, sem er að kvartfjórðungi í eigu Eyþórs, gerði sér mat úr ummælum frambjóðandans.Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason leggur sig í líma við að sjá spaugilegar hliðar á hverju máli. Hann vitnar í frétt Vísis um að dagurinn í gær hafi verið versti dagur ársins. „Hann var samt alveg fínn þangað til einhver kúkaði í vatnið mitt.Jafnaðarmenn vilja fegra orðalagiðEn, fleiri voru á því að rétt væri að setja málið í pólitískt samhengi. Einn þeirra er sá frambjóðandi sem vakið hefur hvað mesta athygli að undanförnu, nefnilega Viðar Guðjohnsen, sem telur málið alvarlegt: „Hvernig má það vera að okkar tæra og góða vatn sé smitað af saurgerlum? Borgarbúar eiga rétt á að þetta mál verði upplýst,“ segir Viðar harður í horn að taka og lætur engan bilbug á sér finna þó honum sé bent á að saurgerlar séu ekki það sama og jarðvegsgerlar. „En þú ert kannski ekki að hafa áhyggjur af smávægilegum staðreyndum eins og sannleikanum,“ spyr Inga Auðbjörg Straumland. „Átt þú við að ég eigi að fegra orðalagið? Tek ekki þátt í slíku. Það eru jafnaðarmenn sem gera slíkt. E. Coli eru saurgerlar. Hvort sem þeir finnast í jarðvegi eða ekki.“ Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nú sjónvarpsmaður á Ríkissjónvarpinu, telur sig hins vegar greina nokkurn tvískinnung í málinu öllu: Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá er óhætt að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu. En, talsvert uppnám varð á samfélagsmiðlum í gærkvöldi eftir að tilkynning frá Veitum barst þess efnis að jarðvegsgerlar stæðust ekki viðmið í reglugerð. Það flaug fyrir að um væri að ræða E.coli eða saurgerla en jarðvegsgerlar eru heiti yfir allar bakteríur fyrir utan einmitt það.Fáir njóta eldannaEftir að rykið tók að setjast hafa menn bent á að einn sé sá maður sem geti í það minnsta borið höfuðið hátt og sé heitir Ragnar Guðmundsson hótelstjóri á Hótel Adam við Skólavörðustíg. Helgi Seljan sjónvarpsmaður er í það minnsta þeirrar skoðunar. Helgi vitnar í Davíð Stefánsson skáld: „Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá“ og segir að hótelstjórinn á Skólavörðuholtinu hafi ekki þótt „lítill svíðingur þegar hann varaði við bráðmenguðu Gvendarbrunnarvatni fyrir tæpum tveimur árum. Ég get ekki betur séð en að hér sé í uppsiglingu nýtt Gæðakokkamál. Þessar flöskur eru að lágmarki 4000 króna virði í dag.“ Þar er rifjað upp mál sem fór hátt fyrir ári en þá greindi Vísir frá því að á Hótel Adam væri hafður sá háttur á að vara við kranavatninu en svo heppilega vildi til að á hótelinu mátti kaupa vatnsflöskur á 400 krónur. En, ekki er þó víst að Ragnar sleppi alveg fyrir horn, eins og Helgi vill ætla, því seinna kom á daginn að vatnið á þeim flöskum var einmitt úr sömu krönum og varað hafði verið við.Meint yfirvarpJarðvegsgerlaupphlaupið á Facebook í gærkvöldi var snarpt. Og má ef til vill setja það í samhengi við kosningaskjálfta vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nánast úthrópaður af pólitískum andstæðingum sínum í borginni vegna málsins.Sveinbjörgu Birnu varð um og ó þegar fregnir bárust seinni partinn í gær af jarðvegsgerlum í neysluvatni.Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi var með böggum hildar vegna málsins: „Skv. Google þá er saurgerlamengun notað um ecoli sýkt neysluvatn í Súðavík, Svalbarðseyri, Borgarfirði og Laugavatni. Rúv hefur leitað til málfarsráðunautar til að nota annað þegar sama gerist í Höfuðborginni. Ætli næsta útspil verðu ekki að borgarlínan bjargi þessu.“Vatnið veldur skæðum kommúnisma Reyndar ýtti RÚV undir þennan misskilning með frétt sem nú hefur verðið leiðrétt um að þarna væri um E.coli að ræða og var það nokkuð til umræðu á Facebook-síðu Eyþórs Arnalds frambjóðanda í leiðtogakjöri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Þar bendir einn á, fremur háðskur í bragði, að um stórhættulegt vatn sé að ræða: „Mér skilst að vatnið geti valdið skæðum kommúnisma eins og það er núna, Skulið nú passa ykkur að súpa ekki á því um of.“ Mbl.is, sem er að kvartfjórðungi í eigu Eyþórs, gerði sér mat úr ummælum frambjóðandans.Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason leggur sig í líma við að sjá spaugilegar hliðar á hverju máli. Hann vitnar í frétt Vísis um að dagurinn í gær hafi verið versti dagur ársins. „Hann var samt alveg fínn þangað til einhver kúkaði í vatnið mitt.Jafnaðarmenn vilja fegra orðalagiðEn, fleiri voru á því að rétt væri að setja málið í pólitískt samhengi. Einn þeirra er sá frambjóðandi sem vakið hefur hvað mesta athygli að undanförnu, nefnilega Viðar Guðjohnsen, sem telur málið alvarlegt: „Hvernig má það vera að okkar tæra og góða vatn sé smitað af saurgerlum? Borgarbúar eiga rétt á að þetta mál verði upplýst,“ segir Viðar harður í horn að taka og lætur engan bilbug á sér finna þó honum sé bent á að saurgerlar séu ekki það sama og jarðvegsgerlar. „En þú ert kannski ekki að hafa áhyggjur af smávægilegum staðreyndum eins og sannleikanum,“ spyr Inga Auðbjörg Straumland. „Átt þú við að ég eigi að fegra orðalagið? Tek ekki þátt í slíku. Það eru jafnaðarmenn sem gera slíkt. E. Coli eru saurgerlar. Hvort sem þeir finnast í jarðvegi eða ekki.“ Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nú sjónvarpsmaður á Ríkissjónvarpinu, telur sig hins vegar greina nokkurn tvískinnung í málinu öllu:
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15
Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49
Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30