Ætlar að stefna ríkinu vegna Geirfinnsmáls Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. janúar 2018 07:00 Erla Bolladóttir vill nýjan úrskurð frá endurupptökunefnd. vísir/Ernir Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu til ógildingar á úrskurði endurupptökunefndar sem synjaði beiðni hennar um endurupptöku á hennar þætti Geirfinnsmálsins. Erla hyggst hefja hópfjármögnun á næstu dögum vegna málarekstursins. Í dómi Hæstaréttar var á sínum tíma á því byggt að Erla, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu, eftir drápið á Geirfinni, hist á Mokka og ákveðið í sameiningu að ef á þau félli grunur myndu þau varpa sök á Einar Bollason, bróður Erlu, og svokallaða Klúbbmenn. Þannig hefði verið um skipulagt meinsæri að ræða. Fyrir tæpu ári heimilaði endurupptökunefnd að taka mætti manndrápsþætti málanna upp að nýju. Verði sýknað í þeim þáttum mun meinsærisþátturinn sitja einn eftir, en endurupptökunefnd synjaði beiðni Erlu um endurupptöku á þeim þætti. Erla telur hins vegar engar málalyktir geta orðið án endurskoðunar á meinsærinu. „Í september 2016 tilkynnti sérstakur saksóknari nefndinni þá afstöðu sína að efni væru til endurupptöku míns mál. Endurupptökunefndin tók ekkert tillit til þessarar afstöðu ákæruvaldsins í málinu,“ segir Erla. Í niðurstöðu nefndarinnar var byggt á því að Erla hefði ekki verið í gæsluvarðhaldi þegar hún bar sakir á saklausa menn og því ekki í sambærilegri stöðu til að gefa þvingaða vitnisburði. Erla bendir á skýrslu sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur gaf í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar 2016, um hve háð hún var rannsóknarmönnum á þessum tíma og það tak sem þeir höfðu á henni þrátt fyrir að hún væri formlega frjáls ferða sinna. „Það var endurupptökunefnd sem fór sérstaklega fram á þessar skýrslutökur og vitnisburður Gísla dugði til að snúa ákæruvaldinu,“ segir Erla. Hún segir alla sem kynnt hafa sér málið sjá að það sé ómögulegt að slíta meinsærisþátt málsins frá öðrum þáttum.Jack Latham vill styrkja söfnun Erlu með því að gefa söluandvirði nokkurra mynda sinna.vísir/anton brinkMálshöfðun er kostnaðarsöm og Erla hyggst leita til almennings um aðstoð við að fjármagna málsóknina. „Öll þjóðin þarf að ná sátt við réttarkerfið vegna þessa máls en við náum slíkri sátt ekki nema botn fáist í þær rannsóknaraðferðir sem beitt var. Uppruni meinsærisins og hinna röngu sakargifta er lykilþáttur í því uppgjöri,“ segir Erla. Ljósmyndarinn Jack Latham, sem setti upp sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur ákveðið að láta söluandvirði nokkurra myndanna renna til söfnunar Erlu. Latham heldur stutt erindi í Ljósmyndasafninu kl. 14 á morgun, lokadegi sýningarinnar, þar sem hann kynnir þessi áform sín og þá gefst fólki í síðasta skipti kostur á að skoða myndirnar sem eru allar til sölu. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu til ógildingar á úrskurði endurupptökunefndar sem synjaði beiðni hennar um endurupptöku á hennar þætti Geirfinnsmálsins. Erla hyggst hefja hópfjármögnun á næstu dögum vegna málarekstursins. Í dómi Hæstaréttar var á sínum tíma á því byggt að Erla, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu, eftir drápið á Geirfinni, hist á Mokka og ákveðið í sameiningu að ef á þau félli grunur myndu þau varpa sök á Einar Bollason, bróður Erlu, og svokallaða Klúbbmenn. Þannig hefði verið um skipulagt meinsæri að ræða. Fyrir tæpu ári heimilaði endurupptökunefnd að taka mætti manndrápsþætti málanna upp að nýju. Verði sýknað í þeim þáttum mun meinsærisþátturinn sitja einn eftir, en endurupptökunefnd synjaði beiðni Erlu um endurupptöku á þeim þætti. Erla telur hins vegar engar málalyktir geta orðið án endurskoðunar á meinsærinu. „Í september 2016 tilkynnti sérstakur saksóknari nefndinni þá afstöðu sína að efni væru til endurupptöku míns mál. Endurupptökunefndin tók ekkert tillit til þessarar afstöðu ákæruvaldsins í málinu,“ segir Erla. Í niðurstöðu nefndarinnar var byggt á því að Erla hefði ekki verið í gæsluvarðhaldi þegar hún bar sakir á saklausa menn og því ekki í sambærilegri stöðu til að gefa þvingaða vitnisburði. Erla bendir á skýrslu sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur gaf í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar 2016, um hve háð hún var rannsóknarmönnum á þessum tíma og það tak sem þeir höfðu á henni þrátt fyrir að hún væri formlega frjáls ferða sinna. „Það var endurupptökunefnd sem fór sérstaklega fram á þessar skýrslutökur og vitnisburður Gísla dugði til að snúa ákæruvaldinu,“ segir Erla. Hún segir alla sem kynnt hafa sér málið sjá að það sé ómögulegt að slíta meinsærisþátt málsins frá öðrum þáttum.Jack Latham vill styrkja söfnun Erlu með því að gefa söluandvirði nokkurra mynda sinna.vísir/anton brinkMálshöfðun er kostnaðarsöm og Erla hyggst leita til almennings um aðstoð við að fjármagna málsóknina. „Öll þjóðin þarf að ná sátt við réttarkerfið vegna þessa máls en við náum slíkri sátt ekki nema botn fáist í þær rannsóknaraðferðir sem beitt var. Uppruni meinsærisins og hinna röngu sakargifta er lykilþáttur í því uppgjöri,“ segir Erla. Ljósmyndarinn Jack Latham, sem setti upp sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur ákveðið að láta söluandvirði nokkurra myndanna renna til söfnunar Erlu. Latham heldur stutt erindi í Ljósmyndasafninu kl. 14 á morgun, lokadegi sýningarinnar, þar sem hann kynnir þessi áform sín og þá gefst fólki í síðasta skipti kostur á að skoða myndirnar sem eru allar til sölu.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent