Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2018 11:12 Rosenstein er aðeins einn þeirra sem tengjast Rússarannsókninni sem Trump hefur viljað losna við. Hann rak Comey, forstjóra FBI, og hefur gagnrýnt núverandi aðstoðarforstjóra FBI harðlega. Í fyrra vildi hann reka sérstaka rannsakandann sjálfan. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður vilja losna við aðstoðardómsmálaráðherrann sem skipaði Robert Mueller, sérstakan rannsakanda ráðuneytisins, á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa. Ráðgjafar forsetans hafi ítrekað þurft að sannfæra Trump um að reka hann ekki. Heimildarmenn CNN-fréttastöðvarinnar segja að reiði Trump hafi ítrekað beinst að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherranum, síðustu vikur. Hann hafi sagt starfsliði sínu að hann vilji losna við Rosenstein. Það féll í skaut Rosenstein að skipa Mueller vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá Rússarannsókninni vegna hagsmunaárekstra. Sessions vann við forsetaframboð Trump. Mueller var skipaður eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem hafði fram að því stýrt rannsókninni. Trump hef margoft lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og að alls ekkert samráð hafi átt sér stað. New York Times sagði frá því á fimmtudag að Trump hafi skipað lögmanni Hvíta hússins að láta reka Mueller í júní í fyrra. Forsetinn hafi látið málið niður falla eftir að lögmaðurinn hótaði að segja af sér frekar en að verða við því. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið. 26. janúar 2018 23:09 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður vilja losna við aðstoðardómsmálaráðherrann sem skipaði Robert Mueller, sérstakan rannsakanda ráðuneytisins, á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa. Ráðgjafar forsetans hafi ítrekað þurft að sannfæra Trump um að reka hann ekki. Heimildarmenn CNN-fréttastöðvarinnar segja að reiði Trump hafi ítrekað beinst að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherranum, síðustu vikur. Hann hafi sagt starfsliði sínu að hann vilji losna við Rosenstein. Það féll í skaut Rosenstein að skipa Mueller vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá Rússarannsókninni vegna hagsmunaárekstra. Sessions vann við forsetaframboð Trump. Mueller var skipaður eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem hafði fram að því stýrt rannsókninni. Trump hef margoft lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og að alls ekkert samráð hafi átt sér stað. New York Times sagði frá því á fimmtudag að Trump hafi skipað lögmanni Hvíta hússins að láta reka Mueller í júní í fyrra. Forsetinn hafi látið málið niður falla eftir að lögmaðurinn hótaði að segja af sér frekar en að verða við því.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið. 26. janúar 2018 23:09 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið. 26. janúar 2018 23:09
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00