Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Kjartan Kjartansson skrifar 26. janúar 2018 23:09 Mikið hefur mætt á Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, síðasta árið enda hefur opinber rannsókn staðið yfir á hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar staðið yfir frá því síðasta vor. Vísir/AFP Þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bað lögmann Hvíta hússins um að láta reka sérstakan ransakanda dómsmálaráðuneytisins í fyrra hótaði lögmaðurinn að segja af sér vegna þess að hann var „kominn með nóg“ af Trump. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði viljað reka Robert Mueller, sem rannsakar hvort að forsetaframboðs hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld og hvort Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar, í júní. Forsetinn hafi ekki fylgt þeirri ósk eftir þegar Donald McGahn, lögmaður Hvíta hússins, hótaði því að segja af sér. Trump þrætti fyrir fréttirnar í dag og lýsti þeim sem „falsfréttum“. Heimildarmaður Reuters staðfestir þessa atburðarás. Trump hafi viljað reka Mueller vegna þess sem forsetinn taldi hagsmunaárekstra. Þar á meðal vitnaði hann til þess að Mueller hefði hætt sem félagi í golfklúbbi í eigu Trump árið 2011.Hótaði forsetanum ekki beintTrump vildi að McGahn krefðist þess af Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrannum sem skipaði Mueller í fyrra, að hann ræki Mueller. McGahn hafi hins vegar ekki orðið við þeirri skipun forsetans og hótað að hætta þegar Trump hélt áfram að bera hana upp. Reuters segir að McGahn hafi ekki hótað uppsögn beint við forsetann. Hann hafi sagt Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, að hann vildi hætta vegna þess að hann væri „kominn með nóg af forsetanum“. Heimildarmaðurinn segir að ekki sé útilokað að Priebus og Bannon hafi ekki verið kunnugt um allt það sem hafði farið á milli forsetans og lögmannsins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira
Þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bað lögmann Hvíta hússins um að láta reka sérstakan ransakanda dómsmálaráðuneytisins í fyrra hótaði lögmaðurinn að segja af sér vegna þess að hann var „kominn með nóg“ af Trump. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði viljað reka Robert Mueller, sem rannsakar hvort að forsetaframboðs hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld og hvort Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar, í júní. Forsetinn hafi ekki fylgt þeirri ósk eftir þegar Donald McGahn, lögmaður Hvíta hússins, hótaði því að segja af sér. Trump þrætti fyrir fréttirnar í dag og lýsti þeim sem „falsfréttum“. Heimildarmaður Reuters staðfestir þessa atburðarás. Trump hafi viljað reka Mueller vegna þess sem forsetinn taldi hagsmunaárekstra. Þar á meðal vitnaði hann til þess að Mueller hefði hætt sem félagi í golfklúbbi í eigu Trump árið 2011.Hótaði forsetanum ekki beintTrump vildi að McGahn krefðist þess af Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrannum sem skipaði Mueller í fyrra, að hann ræki Mueller. McGahn hafi hins vegar ekki orðið við þeirri skipun forsetans og hótað að hætta þegar Trump hélt áfram að bera hana upp. Reuters segir að McGahn hafi ekki hótað uppsögn beint við forsetann. Hann hafi sagt Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, að hann vildi hætta vegna þess að hann væri „kominn með nóg af forsetanum“. Heimildarmaðurinn segir að ekki sé útilokað að Priebus og Bannon hafi ekki verið kunnugt um allt það sem hafði farið á milli forsetans og lögmannsins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00