Vilji til lausna í leikskólamálum Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 25. janúar 2018 10:12 Við vitum öll að leikskólamál í Reykjavíkurborg eru í lamasessi. Þó að við séum ekki öll í þeirri stöðu að fá ekki leikskólapláss fyrir börnin okkar þá þekkjum við flesta einhvern í þeirri vondu og óásættanlegu stöðu sem verður að bregðast við strax. Annað vandamál sem steðjar að leikskólum í borginni er vöntun á starfsfólki. Samkvæmt greiningum þurfa foreldrar að missa úr vinnu sinni til að sitja heima með börnum sínum allt að þrjá daga í mánuði vegna manneklu á leikskólunum. Hvað þýðir það? Það þýðir að þeir þurfa margir hverjir að taka þá daga út í launalaust leyfi eða taki þá daga af sumarleyfi sínu. Áhrifin eru því allt of oft neikvæð á stöðu þeirra á vinnustað og afkomu fjölskyldunnar. Til staðar er því stórt ákall um breytingar. Mannekla og mikil veikindi þeirra vegna álags er til dæmis mál sem hreinlega þarf að fá að komast á dagskrá. Því miður hefur meirihlutinn fellt tillögur mínar þess efnis. Nýsköpunarumhverfi er þar lykilorð. Orð sem oft er talið vera pólitísk tískuorð en lýsir einfaldlega engu að síður því sem vantar og þarf að innleiða. Nýsköpun er háð því að stjórnendur og starfsmenn hafi frelsi og getu til að prófa nýjar hugmyndir og leiðir til að nálgast verkefni sín. Fjárfesta þarf í breytingum sem hvetja fólk til að ná meiri árangri, gæðum og gleði. Umhverfið verður að gefa nægt rými til nýsköpunar, frumkvæði og lausnamiðaðri hugsun. Í leiðinni verður að auka það svigrúm sem stjórnendur hafa til að mæta álagi á starfsfólk vegna manneklu og veikinda. Vegna manneklu eru ófaglærðir starfsmenn leikskóla að mæta miklu álagi án nauðsynlegrar umbunar í starfi. Stjórnendur eiga að geta brugðist við slíkri stöðu með að hafa frelsi til að umbuna starfmönnum. Ef ákveðinn leikskóli hefði til að mynda fjárhagsramma til að vinna úr sjálfur og sjálfstætt gætu viðkomandi skólastjórnendur leyst sín vandamál í stað þess að alltaf sé beðið eftir að borgaryfirvöld ákveði og stýri miðlægt hvernig bregðast skuli við, aðferð sem er einfaldlega ekki að skila árangri. Leikskólastjórar hafa í dag í raun engu ráðið um samkeppnishæfni vinnustaðarins þegar farsælla er að fólkið sem þekkir störfin fái að þróa þau. Senn líður að kosningum og borgarbúar fá þá tækifæri til að senda skýr skilaboð um að forgangsröðun og miðstýring meirihlutans viðgangist ekki lengur. Það hefur verið mitt hjartans mál að innleiða margar breytingar til þjónustulausna í Reykjavík og mun ég leggja mig alla fram um að fylgja þeim og öðrum framfararbreytingum eftir í þágu okkar allra. Leikskólamálin og önnur grunnþjónusta borgarinnar á einfaldlega að virka – og það er vel hægt að láta þau virka miklu betur en núverandi meirihluti virðist því miður hafa vilja til.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að leikskólamál í Reykjavíkurborg eru í lamasessi. Þó að við séum ekki öll í þeirri stöðu að fá ekki leikskólapláss fyrir börnin okkar þá þekkjum við flesta einhvern í þeirri vondu og óásættanlegu stöðu sem verður að bregðast við strax. Annað vandamál sem steðjar að leikskólum í borginni er vöntun á starfsfólki. Samkvæmt greiningum þurfa foreldrar að missa úr vinnu sinni til að sitja heima með börnum sínum allt að þrjá daga í mánuði vegna manneklu á leikskólunum. Hvað þýðir það? Það þýðir að þeir þurfa margir hverjir að taka þá daga út í launalaust leyfi eða taki þá daga af sumarleyfi sínu. Áhrifin eru því allt of oft neikvæð á stöðu þeirra á vinnustað og afkomu fjölskyldunnar. Til staðar er því stórt ákall um breytingar. Mannekla og mikil veikindi þeirra vegna álags er til dæmis mál sem hreinlega þarf að fá að komast á dagskrá. Því miður hefur meirihlutinn fellt tillögur mínar þess efnis. Nýsköpunarumhverfi er þar lykilorð. Orð sem oft er talið vera pólitísk tískuorð en lýsir einfaldlega engu að síður því sem vantar og þarf að innleiða. Nýsköpun er háð því að stjórnendur og starfsmenn hafi frelsi og getu til að prófa nýjar hugmyndir og leiðir til að nálgast verkefni sín. Fjárfesta þarf í breytingum sem hvetja fólk til að ná meiri árangri, gæðum og gleði. Umhverfið verður að gefa nægt rými til nýsköpunar, frumkvæði og lausnamiðaðri hugsun. Í leiðinni verður að auka það svigrúm sem stjórnendur hafa til að mæta álagi á starfsfólk vegna manneklu og veikinda. Vegna manneklu eru ófaglærðir starfsmenn leikskóla að mæta miklu álagi án nauðsynlegrar umbunar í starfi. Stjórnendur eiga að geta brugðist við slíkri stöðu með að hafa frelsi til að umbuna starfmönnum. Ef ákveðinn leikskóli hefði til að mynda fjárhagsramma til að vinna úr sjálfur og sjálfstætt gætu viðkomandi skólastjórnendur leyst sín vandamál í stað þess að alltaf sé beðið eftir að borgaryfirvöld ákveði og stýri miðlægt hvernig bregðast skuli við, aðferð sem er einfaldlega ekki að skila árangri. Leikskólastjórar hafa í dag í raun engu ráðið um samkeppnishæfni vinnustaðarins þegar farsælla er að fólkið sem þekkir störfin fái að þróa þau. Senn líður að kosningum og borgarbúar fá þá tækifæri til að senda skýr skilaboð um að forgangsröðun og miðstýring meirihlutans viðgangist ekki lengur. Það hefur verið mitt hjartans mál að innleiða margar breytingar til þjónustulausna í Reykjavík og mun ég leggja mig alla fram um að fylgja þeim og öðrum framfararbreytingum eftir í þágu okkar allra. Leikskólamálin og önnur grunnþjónusta borgarinnar á einfaldlega að virka – og það er vel hægt að láta þau virka miklu betur en núverandi meirihluti virðist því miður hafa vilja til.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun