Óeðlilegt að nefndin stilli ráðherra upp við vegg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2018 20:00 Formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur að veita þurfi dómsmálaráðherra lengri tíma til að yfirfara gögn eigi hann að geta breytt út af niðurstöðum nefndarinnar. Lögmaður segir nefndina taka sér völd og stilla ráðherra upp við vegg. Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir málþingi um skipan dómara í hádeginu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og var ýmist skotið hart á ráðherra eða nefnd um skipan dómara. Lögmaður sem var með framsögu um val á dómurum segir óeðlilegt að dómnefndin taki sér vald með því að stilla ráðherra upp við vegg. „Þegar þú ert með nokkra umsækjendur um eitt laust starf eða þrjú laus, eða hvað það er, að þá komast þessar nefndir, af einhverri tilviljun, alltaf að þeirri niðurstöðu að það séu alltaf jafn margir hæfastir eins og stöðurnar sem lausar eru," segir Haukur Örn Birgisson, lögmaður. Í staðinn mætti líta til Svíþjóðar eða Noregs þar sem mælt sé með nokkrum umsækjendum í lausa stöðu. Ráðherra sem ber ábyrgð á skipun þurfi að geta lagt mat á niðurstöðu dómnefndar. Niðurstaðan geti varla talist hin eina rétta, þar sem oft er mjótt á munum. „Hjá hæfisnefndinni sem var að meta landsréttardómaraefnin munaði þremur aukastöfum, 0,025, á þeim var í í fimmtánada og sextánda sæti," segir Haukur. Formaður dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur vald ráðherra við skipun dómara fyrst og fremst formlegt og vísar til þess að hann hafi einungis tvær vikur til að yfirfara gögn hæfisnefndar. „Ef ráðherra ákveður að fara ekki að tillögu nefndarinnar þarf hann að beita sams konar rannsókn eins og nefndin hefur beitt. Það er enginn afsláttur, maður sleppur ekki af því bara," segir Jakob R. Möller, lögmaður og nefndarformaður. Síðast í lok desember mat dómnefndin átta umsækjendur hæfasta í átta embætti héraðsdómara en alls barst 41 umsókn. „Fyrst að ekki voru neinir jafn hæfastir má draga þá ályktun að nefndin hafi talið að ekki væri neinn sem væri nálægt því að fara inn í þennan hóp," segir Jakob, spurður hvort ráðherra sé veitt of lítið svigrúm með þessum hætti. Ef ráðherra vilji breyta út frá þessu þurfi hann að fá lengri tíma til að uppfylla nauðsynlega rannsóknarskyldu. „Að tíminn sem ráðherra hefur til afnota væri lengri heldur en tvær vikur. Hann er mjög stuttur til að fara yfir öll þessi gögn, ef að ráðherrann ætlar að breyta út af," segir Jakob.Upptöku frá fundinum í heild má sjá hér að neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur að veita þurfi dómsmálaráðherra lengri tíma til að yfirfara gögn eigi hann að geta breytt út af niðurstöðum nefndarinnar. Lögmaður segir nefndina taka sér völd og stilla ráðherra upp við vegg. Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir málþingi um skipan dómara í hádeginu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og var ýmist skotið hart á ráðherra eða nefnd um skipan dómara. Lögmaður sem var með framsögu um val á dómurum segir óeðlilegt að dómnefndin taki sér vald með því að stilla ráðherra upp við vegg. „Þegar þú ert með nokkra umsækjendur um eitt laust starf eða þrjú laus, eða hvað það er, að þá komast þessar nefndir, af einhverri tilviljun, alltaf að þeirri niðurstöðu að það séu alltaf jafn margir hæfastir eins og stöðurnar sem lausar eru," segir Haukur Örn Birgisson, lögmaður. Í staðinn mætti líta til Svíþjóðar eða Noregs þar sem mælt sé með nokkrum umsækjendum í lausa stöðu. Ráðherra sem ber ábyrgð á skipun þurfi að geta lagt mat á niðurstöðu dómnefndar. Niðurstaðan geti varla talist hin eina rétta, þar sem oft er mjótt á munum. „Hjá hæfisnefndinni sem var að meta landsréttardómaraefnin munaði þremur aukastöfum, 0,025, á þeim var í í fimmtánada og sextánda sæti," segir Haukur. Formaður dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur vald ráðherra við skipun dómara fyrst og fremst formlegt og vísar til þess að hann hafi einungis tvær vikur til að yfirfara gögn hæfisnefndar. „Ef ráðherra ákveður að fara ekki að tillögu nefndarinnar þarf hann að beita sams konar rannsókn eins og nefndin hefur beitt. Það er enginn afsláttur, maður sleppur ekki af því bara," segir Jakob R. Möller, lögmaður og nefndarformaður. Síðast í lok desember mat dómnefndin átta umsækjendur hæfasta í átta embætti héraðsdómara en alls barst 41 umsókn. „Fyrst að ekki voru neinir jafn hæfastir má draga þá ályktun að nefndin hafi talið að ekki væri neinn sem væri nálægt því að fara inn í þennan hóp," segir Jakob, spurður hvort ráðherra sé veitt of lítið svigrúm með þessum hætti. Ef ráðherra vilji breyta út frá þessu þurfi hann að fá lengri tíma til að uppfylla nauðsynlega rannsóknarskyldu. „Að tíminn sem ráðherra hefur til afnota væri lengri heldur en tvær vikur. Hann er mjög stuttur til að fara yfir öll þessi gögn, ef að ráðherrann ætlar að breyta út af," segir Jakob.Upptöku frá fundinum í heild má sjá hér að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent