Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2018 10:46 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist hafa talið sig fara að lögum við skipan dómara í Landsrétt. Sérfræðingar í ráðuneytinu vöruðu hana þó við að aðgerðirnar þyrfti að rökstyðja. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra við því að hún þyrfti að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfnishefndar um dómara við Landsrétt. Daginn áður en Sigríður lagði til fjórar breytingar á listanum höfðu starfsmenn ráðuneytisins áhyggjur af því að athugasemdir þeirra væru hundsaðar. Rúmu hálfu ári síðar stefnir í að íslenska ríkið þurfi að greiða umsækjanda á annað hundrað milljónir króna í skaðabætur vegna órökstuddar ákvörðunar ráðherra.Stundin birtir í dag samskipti starfsfólks ráðuneytisins við ráðherra í aðdraganda þess að Sigríður gerði fjórar breytingar á tillögum um dómara við Landsrétt í lok maí í fyrra. Nefndin gerði tillögur að fimmtán dómurum. Ráðherra skipti fjórum út og setti fjóra inn.Lögum samkvæmt þarf ráðherra að leita álits ráðuneytis síns til að tryggja að ákvarðanir og athafnir hans séu lögum samkvæmt. „Starfsmenn ráðuneyta skulu í samræmi við stöðu sína og hlutverk veita ráðherra réttar upplýsingar og ráðgjöf sem byggist á staðreyndum og faglegu mati á valkostum þannig að hann geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og stefnumótun,“ segir í 20. grein laga um Stjórnarráð. Hæfnisnefnd skoðaði hvern umsækjanda í nokkrum flokkum og fékk hver og einn á endanum einkunn. Lagt var til að fimmtán efstu yrðu dómarar við Landsrétt. Leggja þurfi sjálfstætt mat Um miðjan maí var listi hæfnisnefndar kunngjör og í framhaldinu skrifar Helgi Valberg Jensson, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu fjármálaráðuneytisins, bréf til Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, Ernu Sigríði Sigurðardóttur, lögfræðings hjá forsætisráðuneytinu, og Snædísi Ósk Sigurjónsdóttur, lögfræðings hjá dómsmálaráðuneytinu. Minnir Helgi á næstu skref í málinu, kjósi ráðherra að breyta útaf tillögu nefndarinnar. „Ef ráðherra ætlar að leggja þetta breytt fyrir þingið, þá þarf ráðherra að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur, út frá þeim sjónarmiðum sem hún leggur til grundvallar. Í því gæti falist að kalla eftir upplýsingum frá öllum umsækjendum, auk þess að upplýsa þá,“ segir í bréfinu. Sigríður Á. Andersen ákvað að gera fjórar breytingar á listanum og sendi uppkast að bréfi sínu til Alþingis á Helga Valberg og Snædísi Ósk. Bað hún þau um að renna yfir bréfið og gera athugasemdir. Sem þau gerðu. „Aðalábendingin lítur að því að ef það á að taka einhverja út af lista dómnefndar og setja aðra inn, þá þarf að rökstyðja það sérstaklega með vísan til hæfni þeirra og starfsferils,“ segir í svari Snædísar. Hún er afdráttarlaus og telur hreinlega vanta kafla sem rökstyðji breytingar ráðherra. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen. Fengu þeir 700 þúsund í bætur en kusu að framvísa ekki skattframtölum til að sýna fram á fjárhagstjón.Vísir Sýna fram á hlutlægar ástæður fyrir breytingu „Hér þarf með vísan til reglna stjórnsýsluréttarins að rökstyðja ákveðna umsækjendur útaf listanu m.t.t. hæfni þeirra og svo rökstyððja aðra inn ef ætlunin er að breyta mati nefndarinnar. Ráðherra þarf að geta sýnt fram á hlutlægar og málefnalegar ástæður fyrir breytingunni, þetta er stjórnvaldsákvörðun. Ef ætlunin er að byggja á öðrum atriðum en sem nefndin hefur þegar rannsakkað, þá ber að leita eftir því sérstaklega hjá umsækjendum.“ Sunnudagskvöldið 28. maí á starfsfólk ráðuneytisins aftur í samskiptum en daginn eftir tilkynnti Sigríður tillögur að breytingum. Virðist starfsfólk ráðuneytisins nokkuð áhyggjufullt varðandi þau skref sem ráðherra virðist ætla að taka og er bent á að bréf ráðherra hafi lítið breyst þrátt fyrir athugasemdir. Úr varð að Sigríður lagði fram breytingu sína án rökstuðnings. Var hart tekist á um málið á Alþingi, sem meirihlutinn samþykkti þó, auk þess sem Lögmannafélagið sagði ákvörðunina rýra traust almennings á dómstólum.„Lét dómari stjórnmálaskoðanir (fortíðar) ráða þegar tilteknir umsækjendur voru látnir gossa út af dómnefndarlistanum? Urðu vina- og pólitísk tengsl til þess að aðrir voru teknir inn í þeirra stað o.s.frv. Svona hugsanir vill maður ekki þurfa að hlusta á í eigin höfði en það er því miður óhjákvæmilegt,“ spurði Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður í áliti sínu.Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, fór mikinn í ræðustól vegna aðgerða ráðherra. Síðan hafa þeir fjórir dómarar, sem ekki voru skipaðir dómarar við Landsrétt þrátt fyrir að hafa verið metnir hæfastir af hæfnisnefnd, leitað réttar síns. Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson stefndu ríkinu vegna ólögmætrar málsmeðferðar ráðherra. Féllst Hæstiréttur í desember á að greiða þeim 700 þúsund krónur í bætur en viðurkenndi ekki skaðabótaskyldu ríkisins af þeirri ástæðu að lögmennirnir tveir hefðu ekki sýnt fram á tjón vegna málsins. Bauðst þeim að leggja fram skattskýrslur eða önnur gögn til að sýna fram á fjárhagslegt tjón. Hvorugur kaus að gera það. Jón Höskuldsson héraðsdómari og Eiríkur Jónsson lagaprófessor hafa sömuleiðis stefnt ríkinu. Auðvelt er fyrir báða að sýna fram á fjárhagslegt tjón vegna ákvörðunar með því að bera saman laun sín nú og laun dómara við Landsrétt. Ríkið gæti þurft að greiða Eiríki vel á annað hundrað milljón krónur vegna aðgerða ráðherra. Sigríður Á. Andersen hefur sagt dóm Hæstaréttar í máli Ástráðs og Jóhannesar áfall fyrir sig. Hún hafi talið sig starfa samkvæmt núgildandi lögum. Nú liggur fyrir að ráðherra fór ekki að ráðum lögfróðra sérfræðinga í ráðuneytinu í málinu en ábendingar þeirra og áhyggjur eru í samræmi við þá niðurstöðu sem Hæstiréttur komst að ákvörðun um á endanum, að ráðherra hefði borið skylda til að framkvæma eigin rannsókn ætlaði hún að breyta útaf tillögum hæfnisnefndarinnar. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður taldi sig starfa eftir lögum: „Áfall að fá þennan dóm“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að niðurstaða nefndarinnar fyrir skipan dómara í Landsrétt hefði ekki fengið hljómgrunn á Alþingi. 4. janúar 2018 23:35 Skipan dómara í Landsrétt hratt af stað dómínóáhrifum Mikil tilfærsla varð á héraðsdómurum eftir áramótin. Fimm héraðsdómarar fóru þess á leit að vera fluttir til í starfi. Þorsteinn Davíðsson farinn frá Héraðsdómi Norðurlands eftir tíu ár. 20. janúar 2018 07:00 Telur framgöngu dómsmálaráðherra hafa grafið undan trausti á nýtt dómstig Helgi Hrafn, þingmaður Pírata og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tókust á um Landsréttarmálið. 14. janúar 2018 17:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra við því að hún þyrfti að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfnishefndar um dómara við Landsrétt. Daginn áður en Sigríður lagði til fjórar breytingar á listanum höfðu starfsmenn ráðuneytisins áhyggjur af því að athugasemdir þeirra væru hundsaðar. Rúmu hálfu ári síðar stefnir í að íslenska ríkið þurfi að greiða umsækjanda á annað hundrað milljónir króna í skaðabætur vegna órökstuddar ákvörðunar ráðherra.Stundin birtir í dag samskipti starfsfólks ráðuneytisins við ráðherra í aðdraganda þess að Sigríður gerði fjórar breytingar á tillögum um dómara við Landsrétt í lok maí í fyrra. Nefndin gerði tillögur að fimmtán dómurum. Ráðherra skipti fjórum út og setti fjóra inn.Lögum samkvæmt þarf ráðherra að leita álits ráðuneytis síns til að tryggja að ákvarðanir og athafnir hans séu lögum samkvæmt. „Starfsmenn ráðuneyta skulu í samræmi við stöðu sína og hlutverk veita ráðherra réttar upplýsingar og ráðgjöf sem byggist á staðreyndum og faglegu mati á valkostum þannig að hann geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og stefnumótun,“ segir í 20. grein laga um Stjórnarráð. Hæfnisnefnd skoðaði hvern umsækjanda í nokkrum flokkum og fékk hver og einn á endanum einkunn. Lagt var til að fimmtán efstu yrðu dómarar við Landsrétt. Leggja þurfi sjálfstætt mat Um miðjan maí var listi hæfnisnefndar kunngjör og í framhaldinu skrifar Helgi Valberg Jensson, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu fjármálaráðuneytisins, bréf til Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, Ernu Sigríði Sigurðardóttur, lögfræðings hjá forsætisráðuneytinu, og Snædísi Ósk Sigurjónsdóttur, lögfræðings hjá dómsmálaráðuneytinu. Minnir Helgi á næstu skref í málinu, kjósi ráðherra að breyta útaf tillögu nefndarinnar. „Ef ráðherra ætlar að leggja þetta breytt fyrir þingið, þá þarf ráðherra að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur, út frá þeim sjónarmiðum sem hún leggur til grundvallar. Í því gæti falist að kalla eftir upplýsingum frá öllum umsækjendum, auk þess að upplýsa þá,“ segir í bréfinu. Sigríður Á. Andersen ákvað að gera fjórar breytingar á listanum og sendi uppkast að bréfi sínu til Alþingis á Helga Valberg og Snædísi Ósk. Bað hún þau um að renna yfir bréfið og gera athugasemdir. Sem þau gerðu. „Aðalábendingin lítur að því að ef það á að taka einhverja út af lista dómnefndar og setja aðra inn, þá þarf að rökstyðja það sérstaklega með vísan til hæfni þeirra og starfsferils,“ segir í svari Snædísar. Hún er afdráttarlaus og telur hreinlega vanta kafla sem rökstyðji breytingar ráðherra. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen. Fengu þeir 700 þúsund í bætur en kusu að framvísa ekki skattframtölum til að sýna fram á fjárhagstjón.Vísir Sýna fram á hlutlægar ástæður fyrir breytingu „Hér þarf með vísan til reglna stjórnsýsluréttarins að rökstyðja ákveðna umsækjendur útaf listanu m.t.t. hæfni þeirra og svo rökstyððja aðra inn ef ætlunin er að breyta mati nefndarinnar. Ráðherra þarf að geta sýnt fram á hlutlægar og málefnalegar ástæður fyrir breytingunni, þetta er stjórnvaldsákvörðun. Ef ætlunin er að byggja á öðrum atriðum en sem nefndin hefur þegar rannsakkað, þá ber að leita eftir því sérstaklega hjá umsækjendum.“ Sunnudagskvöldið 28. maí á starfsfólk ráðuneytisins aftur í samskiptum en daginn eftir tilkynnti Sigríður tillögur að breytingum. Virðist starfsfólk ráðuneytisins nokkuð áhyggjufullt varðandi þau skref sem ráðherra virðist ætla að taka og er bent á að bréf ráðherra hafi lítið breyst þrátt fyrir athugasemdir. Úr varð að Sigríður lagði fram breytingu sína án rökstuðnings. Var hart tekist á um málið á Alþingi, sem meirihlutinn samþykkti þó, auk þess sem Lögmannafélagið sagði ákvörðunina rýra traust almennings á dómstólum.„Lét dómari stjórnmálaskoðanir (fortíðar) ráða þegar tilteknir umsækjendur voru látnir gossa út af dómnefndarlistanum? Urðu vina- og pólitísk tengsl til þess að aðrir voru teknir inn í þeirra stað o.s.frv. Svona hugsanir vill maður ekki þurfa að hlusta á í eigin höfði en það er því miður óhjákvæmilegt,“ spurði Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður í áliti sínu.Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, fór mikinn í ræðustól vegna aðgerða ráðherra. Síðan hafa þeir fjórir dómarar, sem ekki voru skipaðir dómarar við Landsrétt þrátt fyrir að hafa verið metnir hæfastir af hæfnisnefnd, leitað réttar síns. Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson stefndu ríkinu vegna ólögmætrar málsmeðferðar ráðherra. Féllst Hæstiréttur í desember á að greiða þeim 700 þúsund krónur í bætur en viðurkenndi ekki skaðabótaskyldu ríkisins af þeirri ástæðu að lögmennirnir tveir hefðu ekki sýnt fram á tjón vegna málsins. Bauðst þeim að leggja fram skattskýrslur eða önnur gögn til að sýna fram á fjárhagslegt tjón. Hvorugur kaus að gera það. Jón Höskuldsson héraðsdómari og Eiríkur Jónsson lagaprófessor hafa sömuleiðis stefnt ríkinu. Auðvelt er fyrir báða að sýna fram á fjárhagslegt tjón vegna ákvörðunar með því að bera saman laun sín nú og laun dómara við Landsrétt. Ríkið gæti þurft að greiða Eiríki vel á annað hundrað milljón krónur vegna aðgerða ráðherra. Sigríður Á. Andersen hefur sagt dóm Hæstaréttar í máli Ástráðs og Jóhannesar áfall fyrir sig. Hún hafi talið sig starfa samkvæmt núgildandi lögum. Nú liggur fyrir að ráðherra fór ekki að ráðum lögfróðra sérfræðinga í ráðuneytinu í málinu en ábendingar þeirra og áhyggjur eru í samræmi við þá niðurstöðu sem Hæstiréttur komst að ákvörðun um á endanum, að ráðherra hefði borið skylda til að framkvæma eigin rannsókn ætlaði hún að breyta útaf tillögum hæfnisnefndarinnar.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður taldi sig starfa eftir lögum: „Áfall að fá þennan dóm“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að niðurstaða nefndarinnar fyrir skipan dómara í Landsrétt hefði ekki fengið hljómgrunn á Alþingi. 4. janúar 2018 23:35 Skipan dómara í Landsrétt hratt af stað dómínóáhrifum Mikil tilfærsla varð á héraðsdómurum eftir áramótin. Fimm héraðsdómarar fóru þess á leit að vera fluttir til í starfi. Þorsteinn Davíðsson farinn frá Héraðsdómi Norðurlands eftir tíu ár. 20. janúar 2018 07:00 Telur framgöngu dómsmálaráðherra hafa grafið undan trausti á nýtt dómstig Helgi Hrafn, þingmaður Pírata og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tókust á um Landsréttarmálið. 14. janúar 2018 17:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Sigríður taldi sig starfa eftir lögum: „Áfall að fá þennan dóm“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að niðurstaða nefndarinnar fyrir skipan dómara í Landsrétt hefði ekki fengið hljómgrunn á Alþingi. 4. janúar 2018 23:35
Skipan dómara í Landsrétt hratt af stað dómínóáhrifum Mikil tilfærsla varð á héraðsdómurum eftir áramótin. Fimm héraðsdómarar fóru þess á leit að vera fluttir til í starfi. Þorsteinn Davíðsson farinn frá Héraðsdómi Norðurlands eftir tíu ár. 20. janúar 2018 07:00
Telur framgöngu dómsmálaráðherra hafa grafið undan trausti á nýtt dómstig Helgi Hrafn, þingmaður Pírata og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tókust á um Landsréttarmálið. 14. janúar 2018 17:03