Er þetta í lagi? Ragna Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2018 08:00 Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Brýnt er að skipað verði í stjórnina þar sem grunnframfærsla og frítekjumark ráðast af úthlutunarreglum á ári hverju sem samdar eru af stjórn LÍN og staðfestar af ráðherra. Jafnframt er brýnt að sú stjórn sem er skipuð hafi það að markmiði að auka stuðning við námsmenn, og það strax. Hver er núverandi stuðningur við námsmenn? Grunnframfærsla námslána er 177.107 kr. á mánuði fyrir einhleypa námsmenn í leigu- eða eigin húsnæði. Hún felur í sér kostnað vegna matvöru, heilbrigðisþjónustu, samgangna og húsnæðis svo dæmi séu nefnd. Framfærslan felur ennfremur í sér lágmarksútgjöld fyrir þessar vörur og þjónustu. Af einhverjum ástæðum er sú framfærsla sem námsmenn fá að láni til að framfleyta sér hins vegar lægri en tekjur og bætur til annarra samfélagshópa. Til samanburðar eru grunnatvinnuleysisbætur 227.417 kr. á mánuði og lágmarkslaun 280.000 kr. á mánuði, en munu hækka í 300.000 á mánuði þann 1. maí 2018. Af hverju fá námsmenn lægri upphæð til að framfleyta sér en aðrir þjóðfélagshópar?Ekki er grunnframfærsla námsmanna aðeins lægri en grunnframfærsla annarra samfélagshópa. Hún skerðist að auki þegar námsmenn reyna að vinna sér upp í þær ráðstöfunartekjur sem aðrir hafa. Frítekjumark námslána er 930.000 kr. á ári. Ef farið er fram yfir frítekjumark (fyrir skatt) skerðast námslánin um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem námsmaður þénar umfram frítekjumarkið á ársgrundvelli. Það skerðingarhlutfall tók gildi árið 2014, en áður hafði hlutfallið verið 35%. Frítekjumarkið hækkaði einnig síðast árið 2014 en þá hækkaði það úr 750.000 kr. á ári. Meðaltekjur námsmanna á námslánum á Íslandi skólaárið sem hækkunin átti sér stað voru hins vegar 1.324.241 kr. á ári. Á sama tíma lækkaði frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði úr 3.750.000 kr. á ári í 2.790.000 kr. á ári. Mánaðarlaun þess námsmanns sem ekki verður fyrir þeirri skerðingu samsvara 232.500 kr. á mánuði sem eru töluvert lægri en lágmarkslaun. Hvert ætli sé samhengið við launaþróun? Frá því að frítekjumarkið var síðast hækkað árið 2014 hafa laun samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar hækkað um 32%. Laun hafa hækkað um 32% en frítekjumarkið um 0%. Á sama tíma hefur leiguverð hækkað samkvæmt vísitölu leiguverðs um 39%. Nýlega tilkynnti Byggingafélag námsmanna 7,5% hækkun á leiguverði stúdentaíbúða árið 2018 og Félagsstofnun stúdenta hefur þurft að hækka leigu um rúm 10% á síðustu tveimur árum. Hækkunin er tilkomin fyrst og fremst vegna hækkunar á opinberum gjöldum, og vegur hækkun á fasteignagjöldum þar þyngst. Jafnframt hefur leiga á almennum leigumarkaði hækkað á höfuðborgarsvæðinu um 13% á milli ára samkvæmt vísitölu leiguverðs. Hækkunin á húsaleigugrunni LÍN hefur hins vegar verið um 2,5%. Framfærsla námsmanna á námslánum heldur því engan veginn í við hækkun leiguverðs. Á meðan laun hækka og leiguverð líka standa kjör námsmanna nánast í stað. Hvað er til ráða?Grunnframfærsla og frítekjumark breytast í úthlutunarreglum LÍN frá ári til árs. Stjórn LÍN semur úthlutunarreglur og þarf ráðherra að staðfesta þær í byrjun apríl ár hvert. Þó er aldrei hægt að auka stuðning við námsmenn nema fjármagn fylgi með í fjárlögum. Á þessu ári jukust fjárheimildir til LÍN hins vegar um 0%. Því hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands efnt til átaks sem mun standa yfir næstu daga til að vekja athygli á fjárhagsstöðu námsmanna. Það er pólitískt val að stúdentar sitji eftir þegar kemur að kjörum þeirra og okkur þykir staðan ekki ásættanleg. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Brýnt er að skipað verði í stjórnina þar sem grunnframfærsla og frítekjumark ráðast af úthlutunarreglum á ári hverju sem samdar eru af stjórn LÍN og staðfestar af ráðherra. Jafnframt er brýnt að sú stjórn sem er skipuð hafi það að markmiði að auka stuðning við námsmenn, og það strax. Hver er núverandi stuðningur við námsmenn? Grunnframfærsla námslána er 177.107 kr. á mánuði fyrir einhleypa námsmenn í leigu- eða eigin húsnæði. Hún felur í sér kostnað vegna matvöru, heilbrigðisþjónustu, samgangna og húsnæðis svo dæmi séu nefnd. Framfærslan felur ennfremur í sér lágmarksútgjöld fyrir þessar vörur og þjónustu. Af einhverjum ástæðum er sú framfærsla sem námsmenn fá að láni til að framfleyta sér hins vegar lægri en tekjur og bætur til annarra samfélagshópa. Til samanburðar eru grunnatvinnuleysisbætur 227.417 kr. á mánuði og lágmarkslaun 280.000 kr. á mánuði, en munu hækka í 300.000 á mánuði þann 1. maí 2018. Af hverju fá námsmenn lægri upphæð til að framfleyta sér en aðrir þjóðfélagshópar?Ekki er grunnframfærsla námsmanna aðeins lægri en grunnframfærsla annarra samfélagshópa. Hún skerðist að auki þegar námsmenn reyna að vinna sér upp í þær ráðstöfunartekjur sem aðrir hafa. Frítekjumark námslána er 930.000 kr. á ári. Ef farið er fram yfir frítekjumark (fyrir skatt) skerðast námslánin um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem námsmaður þénar umfram frítekjumarkið á ársgrundvelli. Það skerðingarhlutfall tók gildi árið 2014, en áður hafði hlutfallið verið 35%. Frítekjumarkið hækkaði einnig síðast árið 2014 en þá hækkaði það úr 750.000 kr. á ári. Meðaltekjur námsmanna á námslánum á Íslandi skólaárið sem hækkunin átti sér stað voru hins vegar 1.324.241 kr. á ári. Á sama tíma lækkaði frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði úr 3.750.000 kr. á ári í 2.790.000 kr. á ári. Mánaðarlaun þess námsmanns sem ekki verður fyrir þeirri skerðingu samsvara 232.500 kr. á mánuði sem eru töluvert lægri en lágmarkslaun. Hvert ætli sé samhengið við launaþróun? Frá því að frítekjumarkið var síðast hækkað árið 2014 hafa laun samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar hækkað um 32%. Laun hafa hækkað um 32% en frítekjumarkið um 0%. Á sama tíma hefur leiguverð hækkað samkvæmt vísitölu leiguverðs um 39%. Nýlega tilkynnti Byggingafélag námsmanna 7,5% hækkun á leiguverði stúdentaíbúða árið 2018 og Félagsstofnun stúdenta hefur þurft að hækka leigu um rúm 10% á síðustu tveimur árum. Hækkunin er tilkomin fyrst og fremst vegna hækkunar á opinberum gjöldum, og vegur hækkun á fasteignagjöldum þar þyngst. Jafnframt hefur leiga á almennum leigumarkaði hækkað á höfuðborgarsvæðinu um 13% á milli ára samkvæmt vísitölu leiguverðs. Hækkunin á húsaleigugrunni LÍN hefur hins vegar verið um 2,5%. Framfærsla námsmanna á námslánum heldur því engan veginn í við hækkun leiguverðs. Á meðan laun hækka og leiguverð líka standa kjör námsmanna nánast í stað. Hvað er til ráða?Grunnframfærsla og frítekjumark breytast í úthlutunarreglum LÍN frá ári til árs. Stjórn LÍN semur úthlutunarreglur og þarf ráðherra að staðfesta þær í byrjun apríl ár hvert. Þó er aldrei hægt að auka stuðning við námsmenn nema fjármagn fylgi með í fjárlögum. Á þessu ári jukust fjárheimildir til LÍN hins vegar um 0%. Því hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands efnt til átaks sem mun standa yfir næstu daga til að vekja athygli á fjárhagsstöðu námsmanna. Það er pólitískt val að stúdentar sitji eftir þegar kemur að kjörum þeirra og okkur þykir staðan ekki ásættanleg. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun