Sátt um uppbyggingu stúdentagarða Ragna Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2018 10:26 Síðastliðna mánuði hefur verið starfandi starfshópur á vegum Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta um uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Hópurinn tók til starfa í nóvember síðastliðnum í kjölfar umræðu um fyrirhugaða uppbyggingu stúdentaíbúða á reit Háskóla Íslands við Gamla Garð, sem er elsti stúdentagarður háskólasvæðisins. Gamli Garður var tekinn í notkun árið 1934. Garðurinn þjónustaði þá um 30% nemenda við Háskólann, en nemendur voru þá um 160 talsins. Tímarnir breytast og þarfir nemenda og samfélagsins líka - en í dag eru stúdentar við Háskóla Íslands tæplega 13.000. Kröfurnar sem við sem samfélag gerum til húsnæðis hefur á sama tíma breyst, hjólastólaaðgengi er orðin sjálfsögð krafa í uppbyggingu húsnæðis á vegum Félagsstofnunar stúdenta og Háskólans og jafnrétti til náms er orðið áþreifanlegra en áður. Nú, rúmum 80 árum síðar, hefur hins vegar um 9% stúdenta við Háskóla Íslands aðgengi að stúdentahúsnæði. Með auknum kröfum til húsnæðis og mikilli eftirspurn eftir húsnæði, sem fyrir marga er forsenda þess að stunda nám, er orðið ljóst að komið er að endurnýjun lífdaga sögufrægra bygginga eins og Gamla Garðs. Hjólastólaaðgengi þarf að laga á svæðinu, bæta þarf úr aðstöðu þeirra sem þar búa nú þegar og fjölga þarf kostnaðarminni úrræðum í húsnæði fyrir stúdenta. Búsetuformið á Gamla Garði felur í sér ódýrari leigu á eftirsóttu svæði sem lágmarkar þörf á óumhverfisvænum samgöngum. Einstaklingsherbergi fyrir stúdenta tryggir þar að auki góða nýtingu á lóðum Háskólans sem eru til þess ætlaðar að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir námsmenn. Það er því ánægjuefni að starfshópur Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta, sem hafði það mikilvæga verkefni að tryggja sátt milli aðila um áformaða uppbyggingu við Gamla Garð, hafi skilað af sér niðurstöðu. Niðurstaðan var samkomulag, undirritað í gær af Félagsstofnun stúdenta og Háskóla Íslands, sem felur í sér uppbyggingu í sátt á reit Háskólans við Gamla Garð. Samkomulagið felur þar að auki í sér að vinna verði hafin strax við það að uppfylla annað samkomulag, dagsett 2. mars 2016, milli Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um uppbyggingu allt að 400 stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Fagnaðarefni er að sú vinna sé komin á skrið og gert er ráð fyrir að niðurstaða úr henni liggi fyrir eigi síðar en 1. maí 2018. Í samkomulaginu segir jafnframt að hafin verði vinna við kortlagningu á enn fleiri uppbyggingarreitum fyrir stúdentaíbúðir umfram þær 400 sem eru áformaðar. Með störfum þessa starfshóps og undirritun samkomulags um uppbyggingu stúdentaíbúða er því stigið mikilvægt skref í átt að fjölgun stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Húsnæði er grunnforsenda þess að margir geti stundað nám við Háskóla Íslands og því er mikilvægt að þeirri vinnu sem hafin er verði hraðað eins og kostur er, og sátt ríki um uppbygginguna. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í starfshópi um uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðna mánuði hefur verið starfandi starfshópur á vegum Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta um uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Hópurinn tók til starfa í nóvember síðastliðnum í kjölfar umræðu um fyrirhugaða uppbyggingu stúdentaíbúða á reit Háskóla Íslands við Gamla Garð, sem er elsti stúdentagarður háskólasvæðisins. Gamli Garður var tekinn í notkun árið 1934. Garðurinn þjónustaði þá um 30% nemenda við Háskólann, en nemendur voru þá um 160 talsins. Tímarnir breytast og þarfir nemenda og samfélagsins líka - en í dag eru stúdentar við Háskóla Íslands tæplega 13.000. Kröfurnar sem við sem samfélag gerum til húsnæðis hefur á sama tíma breyst, hjólastólaaðgengi er orðin sjálfsögð krafa í uppbyggingu húsnæðis á vegum Félagsstofnunar stúdenta og Háskólans og jafnrétti til náms er orðið áþreifanlegra en áður. Nú, rúmum 80 árum síðar, hefur hins vegar um 9% stúdenta við Háskóla Íslands aðgengi að stúdentahúsnæði. Með auknum kröfum til húsnæðis og mikilli eftirspurn eftir húsnæði, sem fyrir marga er forsenda þess að stunda nám, er orðið ljóst að komið er að endurnýjun lífdaga sögufrægra bygginga eins og Gamla Garðs. Hjólastólaaðgengi þarf að laga á svæðinu, bæta þarf úr aðstöðu þeirra sem þar búa nú þegar og fjölga þarf kostnaðarminni úrræðum í húsnæði fyrir stúdenta. Búsetuformið á Gamla Garði felur í sér ódýrari leigu á eftirsóttu svæði sem lágmarkar þörf á óumhverfisvænum samgöngum. Einstaklingsherbergi fyrir stúdenta tryggir þar að auki góða nýtingu á lóðum Háskólans sem eru til þess ætlaðar að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir námsmenn. Það er því ánægjuefni að starfshópur Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta, sem hafði það mikilvæga verkefni að tryggja sátt milli aðila um áformaða uppbyggingu við Gamla Garð, hafi skilað af sér niðurstöðu. Niðurstaðan var samkomulag, undirritað í gær af Félagsstofnun stúdenta og Háskóla Íslands, sem felur í sér uppbyggingu í sátt á reit Háskólans við Gamla Garð. Samkomulagið felur þar að auki í sér að vinna verði hafin strax við það að uppfylla annað samkomulag, dagsett 2. mars 2016, milli Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um uppbyggingu allt að 400 stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Fagnaðarefni er að sú vinna sé komin á skrið og gert er ráð fyrir að niðurstaða úr henni liggi fyrir eigi síðar en 1. maí 2018. Í samkomulaginu segir jafnframt að hafin verði vinna við kortlagningu á enn fleiri uppbyggingarreitum fyrir stúdentaíbúðir umfram þær 400 sem eru áformaðar. Með störfum þessa starfshóps og undirritun samkomulags um uppbyggingu stúdentaíbúða er því stigið mikilvægt skref í átt að fjölgun stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Húsnæði er grunnforsenda þess að margir geti stundað nám við Háskóla Íslands og því er mikilvægt að þeirri vinnu sem hafin er verði hraðað eins og kostur er, og sátt ríki um uppbygginguna. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í starfshópi um uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun