Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2018 20:03 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður. Vísir/GVA Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður hefur gert kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti sem dómari í máli í Landsrétti vegna vanhæfis. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að Vilhjálmur lagði þessa kröfu fram í Landsrétti á föstudag. Arnfríður Einarsdóttir var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Arnfríður er eiginkona Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Arnfríður er einn þriggja dómara í málinu sem verður tekið fyrir í Landsrétti á þriðjudag. Hinir tveir eru Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Vilhjálmur Hans er verjandi ákærða í málinu. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, segir í samtali við Vísi að dómararnir í málinu muni taka afstöðu til málsins. Hann segir að þeir muni hittast á morgun og taka afstöðu til hvaða aðferð verði beitt í málinu. „Lögum samkvæmt tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það í hennar skaut ásamt þeim sem eru í málinu,“ segir Björn um Arnfríði og meðdómara hennar í málinu. Björn vildi að öðru leyti lítið tjá sig efnislega um málið. Sem fyrr segir var Arnfríður á meðal fjögurra dómara Landsréttar sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögu hæfnisnefndar. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraLögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara þvert á tillögu hæfnisnefndar. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Samkvæmt heimildum Vísis vísar Vilhjálmur Hans í nýlegan dóm almenns dómstóls Evrópubandalagsins þar sem kemur fram að ólögmæt skipun dómara geti leitt til þess að dómar hans verði ómerktir. Er einnig vísað í dóm EFTA-dómstólsins vegna annmarka á skipan norsks dómara. Krafa Vilhjálms er því reist á því að úr því að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að málsmeðferðin við val dómsmálaráðherra hafi verið andstæð stjórnsýslulögum geti það leitt til þess að dómar Arnfríðar verði ómerktir. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður hefur gert kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti sem dómari í máli í Landsrétti vegna vanhæfis. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að Vilhjálmur lagði þessa kröfu fram í Landsrétti á föstudag. Arnfríður Einarsdóttir var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Arnfríður er eiginkona Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Arnfríður er einn þriggja dómara í málinu sem verður tekið fyrir í Landsrétti á þriðjudag. Hinir tveir eru Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Vilhjálmur Hans er verjandi ákærða í málinu. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, segir í samtali við Vísi að dómararnir í málinu muni taka afstöðu til málsins. Hann segir að þeir muni hittast á morgun og taka afstöðu til hvaða aðferð verði beitt í málinu. „Lögum samkvæmt tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það í hennar skaut ásamt þeim sem eru í málinu,“ segir Björn um Arnfríði og meðdómara hennar í málinu. Björn vildi að öðru leyti lítið tjá sig efnislega um málið. Sem fyrr segir var Arnfríður á meðal fjögurra dómara Landsréttar sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögu hæfnisnefndar. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraLögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara þvert á tillögu hæfnisnefndar. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Samkvæmt heimildum Vísis vísar Vilhjálmur Hans í nýlegan dóm almenns dómstóls Evrópubandalagsins þar sem kemur fram að ólögmæt skipun dómara geti leitt til þess að dómar hans verði ómerktir. Er einnig vísað í dóm EFTA-dómstólsins vegna annmarka á skipan norsks dómara. Krafa Vilhjálms er því reist á því að úr því að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að málsmeðferðin við val dómsmálaráðherra hafi verið andstæð stjórnsýslulögum geti það leitt til þess að dómar Arnfríðar verði ómerktir.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
„Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05