Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2018 12:22 Trump virðist kominn í opið stríð við FBI og dómsmálaráðuneytið vegna Rússarannsóknarinnar. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjarforseti fullyrðir að æðstu yfirmenn og rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og dómsmálaráðuneytisins dragi taum demókrata og séu hlutdrægir gegn repúblikönum. Hann ætlar að leyfa birtingu umdeils minnisblaðs sem ráðuneytið og FBI hafa lagst eindregið gegn. Tíst Trump í morgun eru enn ein árás hans á tvær æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna. Þau koma í kjölfar mikillar umfjöllunar um leynilegt minnisblað sem repúblikanar á Bandaríkjaþingi vilja birta opinbera þar sem fram koma ásakanir um misferli FBI og ráðuneytisins í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. „Æðstu stjórnendur og rannsakendur FBI og dómsmálaráðuneytisins hafa gert heilaga rannsóknarvinnu pólitíska í þágu demókrata og gegn repúblikönum, eitthvað sem hefði verið óhugsandi fyrir skömmu síðan,“ tísti Trump en tók fram að almennir starfsmenn stofnananna væru „frábært fólk“.Grefur undan RússarannsókninniTrump hefur lagt blessun sína yfir að minnisblaðið verði birt í dag, þvert á óskir Christophers Wray, forstjóra FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið hefur sagt það „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. FBI gaf út yfirlýsingu í fyrradag þar sem varað var eindregið við birtingu þess. Í minnisblaðinu væri ekki getið veigamikilla staðreynda sem rýrði sannleiksgildi þess. Árásir Trump og repúblikana á trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins virðist ætlað að gefa forsetanum skotleyfi á Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Minnisblaðið gagnrýnir Rosenstein sérstaklega en hann er eini maðurinn sem getur rekið Mueller vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Trump er sagður hafa rætt við vini sína og bandamenn um að minnisblaðið geti hjálpað til við að grafa undan trúverðugleika rannsóknar Mueller. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að FBI gæti birt svar við efni minnisblaðsins ef það verður gert opinbert. Hendur stofnunarinnar gætu þó verið bundnar að miklu leyti því upplýsingar sem gætu hrakið gagnrýni repúblikana eru leynilegar og taldar viðkvæmar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Minnisblaðið umdeilda lítur dagsins ljós á morgun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á morgun heimila birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 1. febrúar 2018 20:45 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjarforseti fullyrðir að æðstu yfirmenn og rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og dómsmálaráðuneytisins dragi taum demókrata og séu hlutdrægir gegn repúblikönum. Hann ætlar að leyfa birtingu umdeils minnisblaðs sem ráðuneytið og FBI hafa lagst eindregið gegn. Tíst Trump í morgun eru enn ein árás hans á tvær æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna. Þau koma í kjölfar mikillar umfjöllunar um leynilegt minnisblað sem repúblikanar á Bandaríkjaþingi vilja birta opinbera þar sem fram koma ásakanir um misferli FBI og ráðuneytisins í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. „Æðstu stjórnendur og rannsakendur FBI og dómsmálaráðuneytisins hafa gert heilaga rannsóknarvinnu pólitíska í þágu demókrata og gegn repúblikönum, eitthvað sem hefði verið óhugsandi fyrir skömmu síðan,“ tísti Trump en tók fram að almennir starfsmenn stofnananna væru „frábært fólk“.Grefur undan RússarannsókninniTrump hefur lagt blessun sína yfir að minnisblaðið verði birt í dag, þvert á óskir Christophers Wray, forstjóra FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið hefur sagt það „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. FBI gaf út yfirlýsingu í fyrradag þar sem varað var eindregið við birtingu þess. Í minnisblaðinu væri ekki getið veigamikilla staðreynda sem rýrði sannleiksgildi þess. Árásir Trump og repúblikana á trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins virðist ætlað að gefa forsetanum skotleyfi á Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Minnisblaðið gagnrýnir Rosenstein sérstaklega en hann er eini maðurinn sem getur rekið Mueller vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Trump er sagður hafa rætt við vini sína og bandamenn um að minnisblaðið geti hjálpað til við að grafa undan trúverðugleika rannsóknar Mueller. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að FBI gæti birt svar við efni minnisblaðsins ef það verður gert opinbert. Hendur stofnunarinnar gætu þó verið bundnar að miklu leyti því upplýsingar sem gætu hrakið gagnrýni repúblikana eru leynilegar og taldar viðkvæmar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Minnisblaðið umdeilda lítur dagsins ljós á morgun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á morgun heimila birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 1. febrúar 2018 20:45 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Minnisblaðið umdeilda lítur dagsins ljós á morgun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á morgun heimila birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 1. febrúar 2018 20:45
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00