Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 22:30 Kushner virðist hafa staðið í viðskiptaviðræðum við erlenda aðila á sama tíma og hann var aðaltengiliður undirbúningsnefndar Trump fyrir valdatökuna við erlendar ríkisstjórnir. Vísir/AFP Rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er nú meðal annars sögð beinast að viðræðum Jareds Kushners, tengdasonar Donalds Trump, við erlenda fjárfesta um fjármögnun fyrir fyrirtækið hans á sama tíma og hann vann að undirbúningi valdatöku Trump.CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að kastljós Mueller, sem rannsakar hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort framboð Trump hafi átt í samráði við þá, beinist nú í fyrsta skipti að samskiptum Kushner við erlenda aðila, aðra en Rússa. Rannsakendur Mueller eru sagðir hafa spurt spurninga um viðræður Kushner um fjármögnun í tengslum við skrifstofubyggingu í eigu fyrirtækis hans í New York. Fyrirtækið átti í fjárhagserfiðleikum vegna byggingarinnar. Kushner er sagður hafa rætt við fjárfesta frá Kína og Katar um að leggja fé í fasteignaverkefnið á sama tíma og hann var aðaltengiliður Trump við erlendar ríkisstjórnir eftir að hann var kjörinn forseti en áður en hann tók við embættinu. Ekkert varð þó úr fjárfestingunum.Má rannsaka allt það sem kemur á daginn við rannsókninaEkki er ljóst hvers vegna Mueller hefur áhuga á þessum samskiptum. Fram að þessu hefur verið greint frá því að rannsóknin beindist að samskiptum Kushner við Rússa, tengslum hans við Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa tengdaföður hans og aðkomu hans að gagnagreininga framboðsins. Það var ekki fyrr en snemma árs í fyrra sem Kushner sagðist hafa losað um eignarhluti sína í fjölskyldufyrirtækinu. Söluandvirðið hafi runnið í fjölskyldusjóð sem Kushner hagnist ekki af. Þrátt fyrir að yfirlýst markmið rannsóknar Mueller sé afskipti Rússa af forsetakosningunum, mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa og hugsanlegar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar hefur sérstaki rannsakandinn leyfi til þess að rannsaka öll mál sem komið geta upp við rannsóknina. Kushner var einn þriggja náinni fjölskyldumeðlima og yfirmanna forsetaframboðs Trump sem áttu fund með nokkrum Rússum í New York i júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Auk Kushner sátu Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, fundinn. Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október. Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kallar eftir frekari upplýsingum frá Jared Kushner. 17. nóvember 2017 07:38 Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er nú meðal annars sögð beinast að viðræðum Jareds Kushners, tengdasonar Donalds Trump, við erlenda fjárfesta um fjármögnun fyrir fyrirtækið hans á sama tíma og hann vann að undirbúningi valdatöku Trump.CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að kastljós Mueller, sem rannsakar hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort framboð Trump hafi átt í samráði við þá, beinist nú í fyrsta skipti að samskiptum Kushner við erlenda aðila, aðra en Rússa. Rannsakendur Mueller eru sagðir hafa spurt spurninga um viðræður Kushner um fjármögnun í tengslum við skrifstofubyggingu í eigu fyrirtækis hans í New York. Fyrirtækið átti í fjárhagserfiðleikum vegna byggingarinnar. Kushner er sagður hafa rætt við fjárfesta frá Kína og Katar um að leggja fé í fasteignaverkefnið á sama tíma og hann var aðaltengiliður Trump við erlendar ríkisstjórnir eftir að hann var kjörinn forseti en áður en hann tók við embættinu. Ekkert varð þó úr fjárfestingunum.Má rannsaka allt það sem kemur á daginn við rannsókninaEkki er ljóst hvers vegna Mueller hefur áhuga á þessum samskiptum. Fram að þessu hefur verið greint frá því að rannsóknin beindist að samskiptum Kushner við Rússa, tengslum hans við Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa tengdaföður hans og aðkomu hans að gagnagreininga framboðsins. Það var ekki fyrr en snemma árs í fyrra sem Kushner sagðist hafa losað um eignarhluti sína í fjölskyldufyrirtækinu. Söluandvirðið hafi runnið í fjölskyldusjóð sem Kushner hagnist ekki af. Þrátt fyrir að yfirlýst markmið rannsóknar Mueller sé afskipti Rússa af forsetakosningunum, mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa og hugsanlegar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar hefur sérstaki rannsakandinn leyfi til þess að rannsaka öll mál sem komið geta upp við rannsóknina. Kushner var einn þriggja náinni fjölskyldumeðlima og yfirmanna forsetaframboðs Trump sem áttu fund með nokkrum Rússum í New York i júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Auk Kushner sátu Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, fundinn. Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október.
Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kallar eftir frekari upplýsingum frá Jared Kushner. 17. nóvember 2017 07:38 Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kallar eftir frekari upplýsingum frá Jared Kushner. 17. nóvember 2017 07:38
Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30
Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47