Erlent

Bannon yfirheyrður af teymi Mueller

Atli Ísleifsson skrifar
Steve Bannon var rekinn úr embætti aðalráðgjafa Bandaríkjaforseta í lok síðasta árs.
Steve Bannon var rekinn úr embætti aðalráðgjafa Bandaríkjaforseta í lok síðasta árs. Vísir/AFP
Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið yfirheyrður af rannsóknarteymi Roberts Mueller, sem kannar nú hvort óeðlileg tengsl hafi verið á milli framboðs Trumps og Rússa í kosningabaráttunni vestanhafs árið 2016.

Yfirheyrslurnar fóru fram fyrr í vikunni og stóðu yfir í tvo daga að því er fram kemur í frétt BBC.

Rannsakendurnir telja að Bannon búi yfir mikilvægum upplýsingum í málinu og geti til að mynda varpað skýrara ljósi á þá ákvörðun Trump að víkja James Comey, yfirmanni bandarísku alríkislögreglunnar FBI, úr embætti á sínum tíma, en Comey var að rannsaka Rússatengslin þegar hann var rekinn.

Mueller og félagar eru ekki þeir einu sem rannsaka Rússamálin, því fjórar þingnefndir gera það einnig og kom Bannon einnig fyrir eina slíka í vikunni.


Tengdar fréttir

Bannon neitar að bera vitni fyrir þingnefndinni

Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar ekki að mæta fyrir þingnefnd til að bera vitni um meint tengsl Rússa við framboð Trumps í síðustu kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×