Voru mest 127 sætum á eftir Englandi á FIFA-listanum en nú munar bara 2 sætum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 10:00 Eins og þegar Ragnar Sigurðsson elti uppi Jamie Vardy í leiknum í Nice þá hefur íslenska landsliðið elti uppi það enska á FIFA-listanum. Vísir/Getty Englendingar duttu út fyrir Íslendingum á síðasta stórmóti og nú eru þeir í hættu á að fara að missa íslenska landsliðið upp fyrir sig á FIFA-listanum. Íslenska fótboltalandsliðið er í átjánda sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en FIFA-listinn fyrir febrúar var gefinn út í dag. Íslensku strákarnir hækka sig um tvö sæti frá síðasta lista og settu með þessu nýtt met því íslenska landsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið er nú aðeins tveimur sætum á eftir enska landsliðinu sem er í 16. sæti.NEW #FIFARANKING Germany stay top Iceland reach record high More info https://t.co/ap5dvgBeW9pic.twitter.com/kQHHTSWHN6 — FIFA.com (@FIFAcom) February 15, 2018 Það er örugglega enginn búinn að gleyma 2-1 sigri Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi 2016. Þá var íslenska liðið 23 sætum á eftir enska liðinu á FIFA-listanum. Íslensku strákarnir hafa haldið áfram að hækka sig á listanum frá þessu magnaða kvöldi í Nice í lok júní 2016 en á sama tíma hefur enska landsliðið dottið niður um nokkur sæti. Íslenska liðið minnkaði muninn um tvö sæti á þessum nýjasta lista. Nokkrum árum fyrir leikinn í Nice var munurinn á liðinu ótrúlegur miðað við það hvað hann er í dag. Á FIFA-listanum sem var gefinn út í ágúst 2012 þá var íslenska landsliðið heilum 127 sætum á eftir því enska. Lars Lagerbäck var þá nýtekinn við og íslenska landsliðið hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínumm undir stjórn Svíans. England var þá í 3. sæti listans á sama tíma og íslenska landsliðið var í 130. sæti. Lars Lagerbäck tókst með hjálp Heimis Hallgrímssonar að búa til frábært landslið og á þessum tæpu sex árum hefur íslenska landsliðið unnið upp 125 sæti á enska landsliðið á FIFA-listanum.Marki fagnað á móti Englandi í Nice.Vísir/GettyMesti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 127 sæti - ágúst 2012 (England 3. sæti, Ísland 130. sæti) 125 sæti - júlí 2012 (England 4. sæti, Ísland 129. sæti) 125 sæti - júní 2012 (England 6. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - maí 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - apríl 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 120 sæti - ágúst 2011 (England 4. sæti, Ísland 124. sæti)Minnsti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 2 sæti - febrúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 18. sæti) 4 sæti - janúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 20. sæti) 6 sæti - júlí 2017 (England 13. sæti, Ísland 19. sæti) 7 sæti - desember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - nóvember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - september 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - ágúst 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti) 7 sæti - maí 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - apríl 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - febrúar 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti) Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Englendingar duttu út fyrir Íslendingum á síðasta stórmóti og nú eru þeir í hættu á að fara að missa íslenska landsliðið upp fyrir sig á FIFA-listanum. Íslenska fótboltalandsliðið er í átjánda sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en FIFA-listinn fyrir febrúar var gefinn út í dag. Íslensku strákarnir hækka sig um tvö sæti frá síðasta lista og settu með þessu nýtt met því íslenska landsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið er nú aðeins tveimur sætum á eftir enska landsliðinu sem er í 16. sæti.NEW #FIFARANKING Germany stay top Iceland reach record high More info https://t.co/ap5dvgBeW9pic.twitter.com/kQHHTSWHN6 — FIFA.com (@FIFAcom) February 15, 2018 Það er örugglega enginn búinn að gleyma 2-1 sigri Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi 2016. Þá var íslenska liðið 23 sætum á eftir enska liðinu á FIFA-listanum. Íslensku strákarnir hafa haldið áfram að hækka sig á listanum frá þessu magnaða kvöldi í Nice í lok júní 2016 en á sama tíma hefur enska landsliðið dottið niður um nokkur sæti. Íslenska liðið minnkaði muninn um tvö sæti á þessum nýjasta lista. Nokkrum árum fyrir leikinn í Nice var munurinn á liðinu ótrúlegur miðað við það hvað hann er í dag. Á FIFA-listanum sem var gefinn út í ágúst 2012 þá var íslenska landsliðið heilum 127 sætum á eftir því enska. Lars Lagerbäck var þá nýtekinn við og íslenska landsliðið hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínumm undir stjórn Svíans. England var þá í 3. sæti listans á sama tíma og íslenska landsliðið var í 130. sæti. Lars Lagerbäck tókst með hjálp Heimis Hallgrímssonar að búa til frábært landslið og á þessum tæpu sex árum hefur íslenska landsliðið unnið upp 125 sæti á enska landsliðið á FIFA-listanum.Marki fagnað á móti Englandi í Nice.Vísir/GettyMesti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 127 sæti - ágúst 2012 (England 3. sæti, Ísland 130. sæti) 125 sæti - júlí 2012 (England 4. sæti, Ísland 129. sæti) 125 sæti - júní 2012 (England 6. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - maí 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - apríl 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 120 sæti - ágúst 2011 (England 4. sæti, Ísland 124. sæti)Minnsti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 2 sæti - febrúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 18. sæti) 4 sæti - janúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 20. sæti) 6 sæti - júlí 2017 (England 13. sæti, Ísland 19. sæti) 7 sæti - desember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - nóvember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - september 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - ágúst 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti) 7 sæti - maí 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - apríl 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - febrúar 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti)
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira