Erla Bolladóttir ætlar að höfða einkamál gegn ríkinu: „Tilfinningar mínar eru blendnar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 19:45 Erla Bolladóttir ætlar að fara fram á ógildingu ákvörðunar endurupptökunefndar um að taka ekki upp mál hennar að nýju. Verjendur þeirra, sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fyrir aðild að manndrápi, eru sammála um að fátt annað komi til greina en að Hæstiréttur sýkni fimmmenningana. Verjendurnir ætla að funda í næstu viku og bera saman bækur sínar. Settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu skilaði greinagerð til Hæstaréttar í gær þar sem farið er fram á sýknu yfir þeim fimm sakborningum sem á sínum tíma hlutu dóm fyrir aðild að manndrápi. Endurupptökunefnd féllst ekki á beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku en Erla hyggst fara fram á ógildingu þess úrskurðar.Safnar á Karolina fund „Ég er akkúrat núna að undirbúa söfnun á Karolina fund, sem ætti að koma í loftið öðru hvoru megin við helgina þar sem ég er að safna tveimur og hálfri milljón um það bil fyrir málsókn á hendur ríkinu til þess að fá ógildar niðurstöður endurupptökunefndar þar sem það eru verulegir ágallar á þeim niðurstöðum,“ segir Erla í samtali við Stöð 2. Til að mynda vanti það í niðurstöðum endurupptökunefnar að taka tillit til þess að saksóknari hafi mælt með endurupptöku máls Erlu. Eins hafi nefndin látið hjá líða að minnast á að nánari rökstuðningur hafi borist frá réttarsálfræðingi og starfshópi innanríkisráðuneytisins fyrir niðurstöðum þeirra um óáreiðanleika játninga Erlu. Söfnunin á Karolina fund er hugsuð til að mæta kostnaði við að höfða einkamál gegn ríkinu.Sýknukrafan vekur blendnar tilfinningar Þótt líta megi á það sem jákvætt skref verði fimmmenningarnir sýknaðir þurfa dómsmálayfirvöld einnig að axla ábyrgð hvað varðar hlut þeirra sem dæmdir voru fyrir rangar sakagiftir að mati Erlu. Sýknukrafa setts ríkissaksóknara sem birtist í gær hefði í för með sér blendnar tilfinningar. „Ég er ekki að upplifa mig eitthvað útundan þannig. Við erum þrjú sem erum dæmd fyrir rangar sakagiftir og mál okkar þriggja í því sambandi eru ekki samþykkt til endurupptöku en tilfinningar mínar eru blendnar ef það á að fara að fagna þessum málum ef Hæstiréttur sýknar,“ segir Erla.Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar.Vísir/BaldurLíklegast að Hæstiréttur sýkni Verjendur þriggja sakborninga sem fréttastofa ræddi við í dag eru þó sammála um að fátt annað komi til greina en að Hæstiréttur fallist á sýknukröfuna. Efnislega geti Hæstiréttur ekki annað en sýknað en hins vegar geti hann litið til þess hvort einhverjir annmarkar hafi verið í meðferð málsins hjá endurupptökunefnd eða settum ríkissaksóknara. Hvergi í ferlinu hafi slíkir annmarkar þó komið í ljós. „Ég tel það nánast útilokað, það kæmi mér gríðarlega á óvart ef svo væri,” segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar. Undir þetta taka verjendur annarra sakborninga. „Mér finnst sýkna líklegasta niðurstaðan í málinu,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinós Ciesielski. Í svipaðan streng tekur Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar.Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar.Vísir/Baldur„Þessi dómur yfir þessum ungmennum hefur alla tíð verið kolrangur dómur og það er eins gott þótt seint sé núna að þetta verði bara endurupptekið og reynt að leiðrétta eins og hægt er,“ Segir Jón Steinar. Þótt verjendurnir séu sammála sýknukröfu setts ríkissaksóknara vísa þeir þó á bug hluta af því sem fram kemur í greinagerð ríkissaksóknara. Í greinagerðinni segir meðal annars að endurupptökunefnd telji að vísbendingar séu um að játningar þeirra Sævars Marinós, Kristjáns Viðars, Tryggva Rúnars og Alberts Klahn og Guðjóns hafi í einhverjum tilfellum átt við rök að styðjast. Þá megi ætla að það heyri til undantekninga að svo margir einstaklingar játi ranglega aðild að slíku sakamáli auk þess sem vitni styðji við þær játningar. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson ekki vera í samræmi við þekktar staðreyndir. „Þessi ályktun er að mínu viti ekki heimil vegna þess að það eru fjölmörg dæmi um slíkt í heiminum,“ segir Ragnar.Ætla að hittast í næstu viku Þá hafa verjendur sakborninganna ákveðið að funda á næstunni og bera saman bækur sínar. „Við erum reyndar búnir að ákveða að hittast í næstu viku til að svona bera saman bækur okkar og tala aðeins saman um þetta en við verðum auðvitað hver og einn að fullflytja mál okkar skjólstæðinga," segir Jón Steinar. Það var Sævar Marinó sem fyrstur sakborninga fór fram á endurupptöku málsins undir lok síðustu aldar. Hann féll frá árið 2011 verjandi hans segir að eflaust sé það honum að vissu leyti að þakka hvar málið sé statt í dag. „Það er auðvitað mörgum einstaklingum að þakka en hann á ekki síst þátt í því. Hans líf, þetta mál snéri hans lífi á hvolf og eftir þetta mál þá snérist hans líf um þetta mál og að fá því breytt þannig að hann á kannski einna stærstan þátt í því já að koma málinu á þennan stað,” segir Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Guðmundar- og Geirfinnsmálið: „Búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum“ Ákvörðun um hvort málflutningur fari aftur fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu liggur í höndum Hæstiréttar að sögn setts ríkissaksóknara í málinu. 21. febrúar 2018 19:30 Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30 Ragnar gagnrýnir efasemdir setts saksóknara um sakleysið Ragnar Aðalsteinsson segir að gera þurfi athugasemdir við greinargerð setts saksóknara í Geirfinnsmálinu þótt sýknu sé krafist. Hann leggur áherslu á að málflutningur verði í Hæstarétti. Segir saksóknara draga sakleysi dómþola í 22. febrúar 2018 06:00 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Erla Bolladóttir ætlar að fara fram á ógildingu ákvörðunar endurupptökunefndar um að taka ekki upp mál hennar að nýju. Verjendur þeirra, sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fyrir aðild að manndrápi, eru sammála um að fátt annað komi til greina en að Hæstiréttur sýkni fimmmenningana. Verjendurnir ætla að funda í næstu viku og bera saman bækur sínar. Settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu skilaði greinagerð til Hæstaréttar í gær þar sem farið er fram á sýknu yfir þeim fimm sakborningum sem á sínum tíma hlutu dóm fyrir aðild að manndrápi. Endurupptökunefnd féllst ekki á beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku en Erla hyggst fara fram á ógildingu þess úrskurðar.Safnar á Karolina fund „Ég er akkúrat núna að undirbúa söfnun á Karolina fund, sem ætti að koma í loftið öðru hvoru megin við helgina þar sem ég er að safna tveimur og hálfri milljón um það bil fyrir málsókn á hendur ríkinu til þess að fá ógildar niðurstöður endurupptökunefndar þar sem það eru verulegir ágallar á þeim niðurstöðum,“ segir Erla í samtali við Stöð 2. Til að mynda vanti það í niðurstöðum endurupptökunefnar að taka tillit til þess að saksóknari hafi mælt með endurupptöku máls Erlu. Eins hafi nefndin látið hjá líða að minnast á að nánari rökstuðningur hafi borist frá réttarsálfræðingi og starfshópi innanríkisráðuneytisins fyrir niðurstöðum þeirra um óáreiðanleika játninga Erlu. Söfnunin á Karolina fund er hugsuð til að mæta kostnaði við að höfða einkamál gegn ríkinu.Sýknukrafan vekur blendnar tilfinningar Þótt líta megi á það sem jákvætt skref verði fimmmenningarnir sýknaðir þurfa dómsmálayfirvöld einnig að axla ábyrgð hvað varðar hlut þeirra sem dæmdir voru fyrir rangar sakagiftir að mati Erlu. Sýknukrafa setts ríkissaksóknara sem birtist í gær hefði í för með sér blendnar tilfinningar. „Ég er ekki að upplifa mig eitthvað útundan þannig. Við erum þrjú sem erum dæmd fyrir rangar sakagiftir og mál okkar þriggja í því sambandi eru ekki samþykkt til endurupptöku en tilfinningar mínar eru blendnar ef það á að fara að fagna þessum málum ef Hæstiréttur sýknar,“ segir Erla.Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar.Vísir/BaldurLíklegast að Hæstiréttur sýkni Verjendur þriggja sakborninga sem fréttastofa ræddi við í dag eru þó sammála um að fátt annað komi til greina en að Hæstiréttur fallist á sýknukröfuna. Efnislega geti Hæstiréttur ekki annað en sýknað en hins vegar geti hann litið til þess hvort einhverjir annmarkar hafi verið í meðferð málsins hjá endurupptökunefnd eða settum ríkissaksóknara. Hvergi í ferlinu hafi slíkir annmarkar þó komið í ljós. „Ég tel það nánast útilokað, það kæmi mér gríðarlega á óvart ef svo væri,” segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar. Undir þetta taka verjendur annarra sakborninga. „Mér finnst sýkna líklegasta niðurstaðan í málinu,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinós Ciesielski. Í svipaðan streng tekur Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar.Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar.Vísir/Baldur„Þessi dómur yfir þessum ungmennum hefur alla tíð verið kolrangur dómur og það er eins gott þótt seint sé núna að þetta verði bara endurupptekið og reynt að leiðrétta eins og hægt er,“ Segir Jón Steinar. Þótt verjendurnir séu sammála sýknukröfu setts ríkissaksóknara vísa þeir þó á bug hluta af því sem fram kemur í greinagerð ríkissaksóknara. Í greinagerðinni segir meðal annars að endurupptökunefnd telji að vísbendingar séu um að játningar þeirra Sævars Marinós, Kristjáns Viðars, Tryggva Rúnars og Alberts Klahn og Guðjóns hafi í einhverjum tilfellum átt við rök að styðjast. Þá megi ætla að það heyri til undantekninga að svo margir einstaklingar játi ranglega aðild að slíku sakamáli auk þess sem vitni styðji við þær játningar. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson ekki vera í samræmi við þekktar staðreyndir. „Þessi ályktun er að mínu viti ekki heimil vegna þess að það eru fjölmörg dæmi um slíkt í heiminum,“ segir Ragnar.Ætla að hittast í næstu viku Þá hafa verjendur sakborninganna ákveðið að funda á næstunni og bera saman bækur sínar. „Við erum reyndar búnir að ákveða að hittast í næstu viku til að svona bera saman bækur okkar og tala aðeins saman um þetta en við verðum auðvitað hver og einn að fullflytja mál okkar skjólstæðinga," segir Jón Steinar. Það var Sævar Marinó sem fyrstur sakborninga fór fram á endurupptöku málsins undir lok síðustu aldar. Hann féll frá árið 2011 verjandi hans segir að eflaust sé það honum að vissu leyti að þakka hvar málið sé statt í dag. „Það er auðvitað mörgum einstaklingum að þakka en hann á ekki síst þátt í því. Hans líf, þetta mál snéri hans lífi á hvolf og eftir þetta mál þá snérist hans líf um þetta mál og að fá því breytt þannig að hann á kannski einna stærstan þátt í því já að koma málinu á þennan stað,” segir Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Guðmundar- og Geirfinnsmálið: „Búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum“ Ákvörðun um hvort málflutningur fari aftur fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu liggur í höndum Hæstiréttar að sögn setts ríkissaksóknara í málinu. 21. febrúar 2018 19:30 Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30 Ragnar gagnrýnir efasemdir setts saksóknara um sakleysið Ragnar Aðalsteinsson segir að gera þurfi athugasemdir við greinargerð setts saksóknara í Geirfinnsmálinu þótt sýknu sé krafist. Hann leggur áherslu á að málflutningur verði í Hæstarétti. Segir saksóknara draga sakleysi dómþola í 22. febrúar 2018 06:00 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Guðmundar- og Geirfinnsmálið: „Búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum“ Ákvörðun um hvort málflutningur fari aftur fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu liggur í höndum Hæstiréttar að sögn setts ríkissaksóknara í málinu. 21. febrúar 2018 19:30
Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30
Ragnar gagnrýnir efasemdir setts saksóknara um sakleysið Ragnar Aðalsteinsson segir að gera þurfi athugasemdir við greinargerð setts saksóknara í Geirfinnsmálinu þótt sýknu sé krafist. Hann leggur áherslu á að málflutningur verði í Hæstarétti. Segir saksóknara draga sakleysi dómþola í 22. febrúar 2018 06:00
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14