Ekki lengur dóttir morðingja Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 19:30 Ákvörðun setts ríkissaksóknara í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins um að krefjast þess að sakborningarnir verði sýknaðir er eins og sýkna á lífi Kristínar Önnu Tryggvadóttur, dóttur Tryggva Rúnars Leifssonar. Í viðtali við Stöð 2 í kvöld sagði hún það létti að vera ekki lengur dóttir morðingja. Kristín Anna sagði að hún hafi lengi falið þá staðreynd að hún væri dóttir Tryggva Rúnars en hann var sakfelldur fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar árið 1974. Málið hafi haft mikil áhrif á hana, jafnvel meiri en hún myndi nokkru sinni gera sér grein fyrir. Aðeins fimm eða sex ár séu liðin frá því að hún kom fyrst fram sem hún sjálf, sem dóttir Tryggva Rúnars. Hann lést árið 2009. „Þó að þetta tengist pabbba mínum er þetta líka viss sýknun á mitt líf því ég er búin að ganga með þetta. Í dag er ég allavegana ekki dóttir morðingjans samkvæmt þessu. Það er léttir,“ sagði Kristín Anna í viðtalinu.Vonast til að fjölskyldurnar fái einhvern tímann sálarró Auk Tryggva Rúnars krefst Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu, að Sævar Marinó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Guðmundar og að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenningana með því að aðstoða þá við að losa sig við lík Guðmundar. Eins er farið fram á að Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Geirfinns Einarssonar í nóvember árið 1974. Sævar lést árið 2011. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist. Kristín Anna sagði að henni þætti leitt að hugsa til fjölskyldna þeirra nú. „Þau fá ekki sömu lokun og við fáum í dag. Vonandi fá þau hana einhvern tímann en við erum búin að fá það sem við vorum að sækjast eftir í dag. Þau sitja eftir og hafa ekki hugmynd um hvað varð um mennina sína. Það finnst mér leiðinlegt. Mér finnst leiðinlegt að hugsa til þess. Ég veit hvernig það er að vera í svona óvissu,“ sagði Kristín Anna. Spurð að því hvort að hún myndi fylgja málinu eftir eða sækjast eftir skaðabætum sagði Kristín Anna að hún vissi ekki hvort að hægt væri að falast eftir bótum fyrir látna menn. „Við urðum að fara fram á lagabreytingu til að fá að endurupptaka málið. Ég hef ekki hugmynd um það eins og staðan er núna hvort að hægt verður að sækja skaðabætur,“ sagði hún. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira
Ákvörðun setts ríkissaksóknara í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins um að krefjast þess að sakborningarnir verði sýknaðir er eins og sýkna á lífi Kristínar Önnu Tryggvadóttur, dóttur Tryggva Rúnars Leifssonar. Í viðtali við Stöð 2 í kvöld sagði hún það létti að vera ekki lengur dóttir morðingja. Kristín Anna sagði að hún hafi lengi falið þá staðreynd að hún væri dóttir Tryggva Rúnars en hann var sakfelldur fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar árið 1974. Málið hafi haft mikil áhrif á hana, jafnvel meiri en hún myndi nokkru sinni gera sér grein fyrir. Aðeins fimm eða sex ár séu liðin frá því að hún kom fyrst fram sem hún sjálf, sem dóttir Tryggva Rúnars. Hann lést árið 2009. „Þó að þetta tengist pabbba mínum er þetta líka viss sýknun á mitt líf því ég er búin að ganga með þetta. Í dag er ég allavegana ekki dóttir morðingjans samkvæmt þessu. Það er léttir,“ sagði Kristín Anna í viðtalinu.Vonast til að fjölskyldurnar fái einhvern tímann sálarró Auk Tryggva Rúnars krefst Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu, að Sævar Marinó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Guðmundar og að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenningana með því að aðstoða þá við að losa sig við lík Guðmundar. Eins er farið fram á að Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Geirfinns Einarssonar í nóvember árið 1974. Sævar lést árið 2011. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist. Kristín Anna sagði að henni þætti leitt að hugsa til fjölskyldna þeirra nú. „Þau fá ekki sömu lokun og við fáum í dag. Vonandi fá þau hana einhvern tímann en við erum búin að fá það sem við vorum að sækjast eftir í dag. Þau sitja eftir og hafa ekki hugmynd um hvað varð um mennina sína. Það finnst mér leiðinlegt. Mér finnst leiðinlegt að hugsa til þess. Ég veit hvernig það er að vera í svona óvissu,“ sagði Kristín Anna. Spurð að því hvort að hún myndi fylgja málinu eftir eða sækjast eftir skaðabætum sagði Kristín Anna að hún vissi ekki hvort að hægt væri að falast eftir bótum fyrir látna menn. „Við urðum að fara fram á lagabreytingu til að fá að endurupptaka málið. Ég hef ekki hugmynd um það eins og staðan er núna hvort að hægt verður að sækja skaðabætur,“ sagði hún.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10