Ekki lengur dóttir morðingja Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 19:30 Ákvörðun setts ríkissaksóknara í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins um að krefjast þess að sakborningarnir verði sýknaðir er eins og sýkna á lífi Kristínar Önnu Tryggvadóttur, dóttur Tryggva Rúnars Leifssonar. Í viðtali við Stöð 2 í kvöld sagði hún það létti að vera ekki lengur dóttir morðingja. Kristín Anna sagði að hún hafi lengi falið þá staðreynd að hún væri dóttir Tryggva Rúnars en hann var sakfelldur fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar árið 1974. Málið hafi haft mikil áhrif á hana, jafnvel meiri en hún myndi nokkru sinni gera sér grein fyrir. Aðeins fimm eða sex ár séu liðin frá því að hún kom fyrst fram sem hún sjálf, sem dóttir Tryggva Rúnars. Hann lést árið 2009. „Þó að þetta tengist pabbba mínum er þetta líka viss sýknun á mitt líf því ég er búin að ganga með þetta. Í dag er ég allavegana ekki dóttir morðingjans samkvæmt þessu. Það er léttir,“ sagði Kristín Anna í viðtalinu.Vonast til að fjölskyldurnar fái einhvern tímann sálarró Auk Tryggva Rúnars krefst Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu, að Sævar Marinó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Guðmundar og að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenningana með því að aðstoða þá við að losa sig við lík Guðmundar. Eins er farið fram á að Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Geirfinns Einarssonar í nóvember árið 1974. Sævar lést árið 2011. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist. Kristín Anna sagði að henni þætti leitt að hugsa til fjölskyldna þeirra nú. „Þau fá ekki sömu lokun og við fáum í dag. Vonandi fá þau hana einhvern tímann en við erum búin að fá það sem við vorum að sækjast eftir í dag. Þau sitja eftir og hafa ekki hugmynd um hvað varð um mennina sína. Það finnst mér leiðinlegt. Mér finnst leiðinlegt að hugsa til þess. Ég veit hvernig það er að vera í svona óvissu,“ sagði Kristín Anna. Spurð að því hvort að hún myndi fylgja málinu eftir eða sækjast eftir skaðabætum sagði Kristín Anna að hún vissi ekki hvort að hægt væri að falast eftir bótum fyrir látna menn. „Við urðum að fara fram á lagabreytingu til að fá að endurupptaka málið. Ég hef ekki hugmynd um það eins og staðan er núna hvort að hægt verður að sækja skaðabætur,“ sagði hún. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Ákvörðun setts ríkissaksóknara í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins um að krefjast þess að sakborningarnir verði sýknaðir er eins og sýkna á lífi Kristínar Önnu Tryggvadóttur, dóttur Tryggva Rúnars Leifssonar. Í viðtali við Stöð 2 í kvöld sagði hún það létti að vera ekki lengur dóttir morðingja. Kristín Anna sagði að hún hafi lengi falið þá staðreynd að hún væri dóttir Tryggva Rúnars en hann var sakfelldur fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar árið 1974. Málið hafi haft mikil áhrif á hana, jafnvel meiri en hún myndi nokkru sinni gera sér grein fyrir. Aðeins fimm eða sex ár séu liðin frá því að hún kom fyrst fram sem hún sjálf, sem dóttir Tryggva Rúnars. Hann lést árið 2009. „Þó að þetta tengist pabbba mínum er þetta líka viss sýknun á mitt líf því ég er búin að ganga með þetta. Í dag er ég allavegana ekki dóttir morðingjans samkvæmt þessu. Það er léttir,“ sagði Kristín Anna í viðtalinu.Vonast til að fjölskyldurnar fái einhvern tímann sálarró Auk Tryggva Rúnars krefst Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu, að Sævar Marinó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Guðmundar og að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenningana með því að aðstoða þá við að losa sig við lík Guðmundar. Eins er farið fram á að Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Geirfinns Einarssonar í nóvember árið 1974. Sævar lést árið 2011. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist. Kristín Anna sagði að henni þætti leitt að hugsa til fjölskyldna þeirra nú. „Þau fá ekki sömu lokun og við fáum í dag. Vonandi fá þau hana einhvern tímann en við erum búin að fá það sem við vorum að sækjast eftir í dag. Þau sitja eftir og hafa ekki hugmynd um hvað varð um mennina sína. Það finnst mér leiðinlegt. Mér finnst leiðinlegt að hugsa til þess. Ég veit hvernig það er að vera í svona óvissu,“ sagði Kristín Anna. Spurð að því hvort að hún myndi fylgja málinu eftir eða sækjast eftir skaðabætum sagði Kristín Anna að hún vissi ekki hvort að hægt væri að falast eftir bótum fyrir látna menn. „Við urðum að fara fram á lagabreytingu til að fá að endurupptaka málið. Ég hef ekki hugmynd um það eins og staðan er núna hvort að hægt verður að sækja skaðabætur,“ sagði hún.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10