„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2018 16:10 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur haft aðkomu að málinu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. Nú sjái fyrir endann á þekktasta sakamáli Íslandssögunnar. „Þetta er lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart,“ segir Ragnar í samtali við Vísi.Í greinargerð Davíðs Þór Björgvinssonar, setts ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu kemur fram að farið verði fram á Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar árið 1974. Einnig er gerð krafa um að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenninganna með því að veita þeim liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar 27. janúar árið 1974. Auk þess er einnig farið fram á að Sævar Marinó Ciesielski og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana í nóvember árið 1974.Þekkt mynd frá réttarhöldunum. Óhætt er að fullyrða að Guðmundar- og Geirfinnsmálin hafi heltekið þjóðina á löngu tímabili.visir/bragi guðmundssonRagnar gerir ekki ráð fyrir öðru en að þetta verði niðurstaða málsins eftir áralanga baráttu fyrir dómstólum. „Nú fá verjendur einhvern frest til að skila inn greinargerðum, síðan verður málið munnlega flutt og dæmt. Ég veit ekki annað en að Hæstiréttur sé bundinn af dómkröfum ákæruvaldsins að þessu leyti,“ segir Ragnar. Eins og áður segir telur Ragnar að kröfur setts ríkissaksóknar komi ekki á óvart. Eftir vinnu starfshóps Ögmundar Jónassonarum, þáverandi innanríkisráðherra, árið 2013 og endurupptökunefndar hafi alltaf betur og betur komið í ljós hvað hafi raunverulega átt sér stað. Í greinargerð setts ríkissaksóknara segir meðal annars að greining á sönnurmati Hæstaréttar hafi á sannfærandi hátt gefið til kynna að að ýmsar þær forsendur sem Hæstiréttur gaf sér um áreiðanleika játninga einstaklinganna, hafi verið nokkuð veikar, svo sem um það hvenær játningar komu fram, hversu langt þær gengu á hverjum tímapunkti og hvenær þær voru fyrst dregnar til baka. Telur saksóknari að við sakfellingu hafi fyrst og fremst verið stuðst við þessar játningar.Alls voru sex sakfelldir fyrir aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar.VísirTelur víst að höfðað verði skaðabótamál Sakborningarnir sátu lengi í gæsluvarðhaldi og eða einangrun vegna málsins og segir í greinargerð ríkissaksóknara að ljóst sé að Hæstiréttur hafi ekki tekið tillit til þess að allir dómfelldu, nema Albert Klahn, sættu gríðarlega löngu gæsluvarðhaldi í einangrun, sem var allt frá ríflega einu ári og allt að ríflega tveimur árum. Segist Ragnar ánægður með að málinu sé að ljúka en þó sé ljóst að úr því verði aldrei bætt fyrir sakborningana. „Auðvitað verður aldrei úr þessu bætt. Þessari löngu eingangrunarvistum og fangelsisdvöl en fyrir almenning í landinu sem hefur aldrei gleymt þessu máli heldur fylgst með því allan þennan tíma þá er þetta auðvitað mikilvæg og þá held ég að þetta sé mikilvægt fyrir dómstólana líka,“ segir Ragnar.Endurupptakan nær til fimm af sex þeirra sem hlutu dóm í málinu en ekki var fallist á endurupptöku í máli Erlu Bolladóttur. Sævar Marinó og Tryggvi Rúnar eru látnir. Aðspurður hvort að til greina komi að krefjast skaðabóta vegna málsins segir Ragnar að það verði skoðað eftir að dómur fellur í málinu.Finnst þér líklegt að einhver af þeim muni reyna að sækja skaðabætur?„Það tel ég víst.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Margra ára meðferð málsins í réttarkerfinu Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. 25. febrúar 2017 06:00 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. Nú sjái fyrir endann á þekktasta sakamáli Íslandssögunnar. „Þetta er lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart,“ segir Ragnar í samtali við Vísi.Í greinargerð Davíðs Þór Björgvinssonar, setts ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu kemur fram að farið verði fram á Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar árið 1974. Einnig er gerð krafa um að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenninganna með því að veita þeim liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar 27. janúar árið 1974. Auk þess er einnig farið fram á að Sævar Marinó Ciesielski og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana í nóvember árið 1974.Þekkt mynd frá réttarhöldunum. Óhætt er að fullyrða að Guðmundar- og Geirfinnsmálin hafi heltekið þjóðina á löngu tímabili.visir/bragi guðmundssonRagnar gerir ekki ráð fyrir öðru en að þetta verði niðurstaða málsins eftir áralanga baráttu fyrir dómstólum. „Nú fá verjendur einhvern frest til að skila inn greinargerðum, síðan verður málið munnlega flutt og dæmt. Ég veit ekki annað en að Hæstiréttur sé bundinn af dómkröfum ákæruvaldsins að þessu leyti,“ segir Ragnar. Eins og áður segir telur Ragnar að kröfur setts ríkissaksóknar komi ekki á óvart. Eftir vinnu starfshóps Ögmundar Jónassonarum, þáverandi innanríkisráðherra, árið 2013 og endurupptökunefndar hafi alltaf betur og betur komið í ljós hvað hafi raunverulega átt sér stað. Í greinargerð setts ríkissaksóknara segir meðal annars að greining á sönnurmati Hæstaréttar hafi á sannfærandi hátt gefið til kynna að að ýmsar þær forsendur sem Hæstiréttur gaf sér um áreiðanleika játninga einstaklinganna, hafi verið nokkuð veikar, svo sem um það hvenær játningar komu fram, hversu langt þær gengu á hverjum tímapunkti og hvenær þær voru fyrst dregnar til baka. Telur saksóknari að við sakfellingu hafi fyrst og fremst verið stuðst við þessar játningar.Alls voru sex sakfelldir fyrir aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar.VísirTelur víst að höfðað verði skaðabótamál Sakborningarnir sátu lengi í gæsluvarðhaldi og eða einangrun vegna málsins og segir í greinargerð ríkissaksóknara að ljóst sé að Hæstiréttur hafi ekki tekið tillit til þess að allir dómfelldu, nema Albert Klahn, sættu gríðarlega löngu gæsluvarðhaldi í einangrun, sem var allt frá ríflega einu ári og allt að ríflega tveimur árum. Segist Ragnar ánægður með að málinu sé að ljúka en þó sé ljóst að úr því verði aldrei bætt fyrir sakborningana. „Auðvitað verður aldrei úr þessu bætt. Þessari löngu eingangrunarvistum og fangelsisdvöl en fyrir almenning í landinu sem hefur aldrei gleymt þessu máli heldur fylgst með því allan þennan tíma þá er þetta auðvitað mikilvæg og þá held ég að þetta sé mikilvægt fyrir dómstólana líka,“ segir Ragnar.Endurupptakan nær til fimm af sex þeirra sem hlutu dóm í málinu en ekki var fallist á endurupptöku í máli Erlu Bolladóttur. Sævar Marinó og Tryggvi Rúnar eru látnir. Aðspurður hvort að til greina komi að krefjast skaðabóta vegna málsins segir Ragnar að það verði skoðað eftir að dómur fellur í málinu.Finnst þér líklegt að einhver af þeim muni reyna að sækja skaðabætur?„Það tel ég víst.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Margra ára meðferð málsins í réttarkerfinu Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. 25. febrúar 2017 06:00 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Margra ára meðferð málsins í réttarkerfinu Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. 25. febrúar 2017 06:00
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25