Fasta Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Ég er alveg hræðilegur seggur og þarf alltaf að vera að taka sjálfa mig í gegn. Stundum þarf ég að glíma við annað fólk en glíman við sjálfa mig varir alla daga. Ég man þegar ég var krakki og fór í margar fermingarveislur af því að ég var prestsbarn í sveit. Einu sinni fórum við í sjö veislur sama daginn og ég var veik af ofáti þegar ég kom heim. Ég var svona krakki sem sat og borðaði augun og hnakkaspikið á sviðakjammanum með alveg sérstökum hátíðar- og gleðisvip. Ég er ekki manneskjan sem myndi velja hungurverkfall í mótmælaskyni, kysi frekar að skrifa greinar og þess háttar. Í gegnum árin hef ég kynnst allskyns föstum í viðleitni til að ná tökum á seggnum í sjálfri mér. Ég hef fastað á sykur, kjöt og hveiti og nú í nokkurn tíma hef ég fastað 17 tíma á sólarhring til að ná niður blóðsykri sem að sjálfsögðu var kominn í uppnám. Þetta er ömurlegt fyrst og því fylgir nokkur depurð í upphafi og maður þolir ekki frasana „livva og njodda“, „live a little“. En svo kemur vellíðan, hugsunin verður skýrari, sköpunarkrafturinn eykst, liðirnir mýkjast, maginn hjaðnar og virkni magnast. Það er ekki svo lítið. Núna er föstutíminn í kristinni kirkju, fjörutíu daga fyrir páska. Föstur eru raunar virkur þáttur í öllum trúarbrögðum heims vegna þess að fastan skapar nánd hið innra, við Guð, eigið sjálf og við náungann. Er ekki góð áskorun að fasta á það sem lyktar af stjórnleysi í okkar eigin lífi? Til dæmis að sniðganga óhollan mat, tempra snjallsíma- og tölvunotkun eða sjónvarpsgláp, sleppa vímuneyslu, neikvæðum fésbókarstatusum, vondum tengslum og hreyfingarleysi svo eitthvað sé nefnt. Ég skal lofa að gera mitt besta, svo ég sé ekki eins og varðan sem vísar bara veginn en fer hann ekki sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er alveg hræðilegur seggur og þarf alltaf að vera að taka sjálfa mig í gegn. Stundum þarf ég að glíma við annað fólk en glíman við sjálfa mig varir alla daga. Ég man þegar ég var krakki og fór í margar fermingarveislur af því að ég var prestsbarn í sveit. Einu sinni fórum við í sjö veislur sama daginn og ég var veik af ofáti þegar ég kom heim. Ég var svona krakki sem sat og borðaði augun og hnakkaspikið á sviðakjammanum með alveg sérstökum hátíðar- og gleðisvip. Ég er ekki manneskjan sem myndi velja hungurverkfall í mótmælaskyni, kysi frekar að skrifa greinar og þess háttar. Í gegnum árin hef ég kynnst allskyns föstum í viðleitni til að ná tökum á seggnum í sjálfri mér. Ég hef fastað á sykur, kjöt og hveiti og nú í nokkurn tíma hef ég fastað 17 tíma á sólarhring til að ná niður blóðsykri sem að sjálfsögðu var kominn í uppnám. Þetta er ömurlegt fyrst og því fylgir nokkur depurð í upphafi og maður þolir ekki frasana „livva og njodda“, „live a little“. En svo kemur vellíðan, hugsunin verður skýrari, sköpunarkrafturinn eykst, liðirnir mýkjast, maginn hjaðnar og virkni magnast. Það er ekki svo lítið. Núna er föstutíminn í kristinni kirkju, fjörutíu daga fyrir páska. Föstur eru raunar virkur þáttur í öllum trúarbrögðum heims vegna þess að fastan skapar nánd hið innra, við Guð, eigið sjálf og við náungann. Er ekki góð áskorun að fasta á það sem lyktar af stjórnleysi í okkar eigin lífi? Til dæmis að sniðganga óhollan mat, tempra snjallsíma- og tölvunotkun eða sjónvarpsgláp, sleppa vímuneyslu, neikvæðum fésbókarstatusum, vondum tengslum og hreyfingarleysi svo eitthvað sé nefnt. Ég skal lofa að gera mitt besta, svo ég sé ekki eins og varðan sem vísar bara veginn en fer hann ekki sjálf.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun