Sigurvegari kvöldsins vinnur líklega Meistaradeildina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 15:45 Didier Drogba vann Meistaradeildina 2012 eftir að hafa sigrað Barcelona í undanúrslitum. vísir/getty Það gæti komið í ljós í kvöld hverjir enda sem sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu ef marka má söguna, því í þrjú síðustu skipti sem Chelsea og Barcelona mættust í útsláttarkeppninni þá vann sigurlið þess einvígis keppnina. Barcelona mætir á Brúna í kvöld þegar liðin takast á í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitunum. Síðast þegar þau mættust á þessu stigi, árið 2006, fór Barcelona með 3-2 samanlagðan sigur. Spánverjarnir lögðu svo Benfica og AC Milan á leið sinni í úrslitaleikinn á Stade de France þar sem þeir mættu Arsenal og unnu 2-1. Tvisvar á síðustu árum hafa liðin mæst í undanúrslitum, 2009 og 2012. Barcelona var eina liðið í undanúrslitum árið 2009 sem ekki kom frá Englandi, Manchester United og Arsenal mættust í hinni viðureigninni. Barcelona vann einvígi sitt við Chelsea í umdeildum leik þar sem dómari leiksins, Tom Henning Övrebö, stal senunni. Andres Iniesta skoraði glæsimark seint í uppbótartíma leiksins og jafnaði 1-1 á Stamford Bridge. Fyrri leikurinn hafði farið 0-0 og fóru Spánverjarnir því áfram á útivallarmarki. Þeir unnu svo United í úrslitaleiknum í Róm. Chelsea náði fram hefndum þremur árum seinna þegar liðin mættust aftur í undanúrslitunum. Englendingarnir unnu 1-0 á heimavelli og seinni leikurinn endaði með 2-2 jafntefli, Chelsea fór áfram með 3-2 samanlegðan sigur. Þeir bláklæddu lyftu svo bikarnum stóra eftir að sigra Bayern München í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum á Allianz vellinum í München. Það þarf þó ekki að fara lengra en aftur til 2005 til þess að finna tímabil þar sem liðin mættust í útsláttarkeppninni en annað lið hampaði titlinum. Þá mættust þau einmitt í 16-liða úrslitunum. Chelsea vann það einvígi 5-4 og komst í undanúrslitin þar sem þeir bláu töpuðu fyrir löndum sínum Liverpool, sem unnu keppnina á eftirminnilegan hátt í Istanbúl. Leikur Chelsea og Barcelona er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst upphitun klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Það gæti komið í ljós í kvöld hverjir enda sem sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu ef marka má söguna, því í þrjú síðustu skipti sem Chelsea og Barcelona mættust í útsláttarkeppninni þá vann sigurlið þess einvígis keppnina. Barcelona mætir á Brúna í kvöld þegar liðin takast á í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitunum. Síðast þegar þau mættust á þessu stigi, árið 2006, fór Barcelona með 3-2 samanlagðan sigur. Spánverjarnir lögðu svo Benfica og AC Milan á leið sinni í úrslitaleikinn á Stade de France þar sem þeir mættu Arsenal og unnu 2-1. Tvisvar á síðustu árum hafa liðin mæst í undanúrslitum, 2009 og 2012. Barcelona var eina liðið í undanúrslitum árið 2009 sem ekki kom frá Englandi, Manchester United og Arsenal mættust í hinni viðureigninni. Barcelona vann einvígi sitt við Chelsea í umdeildum leik þar sem dómari leiksins, Tom Henning Övrebö, stal senunni. Andres Iniesta skoraði glæsimark seint í uppbótartíma leiksins og jafnaði 1-1 á Stamford Bridge. Fyrri leikurinn hafði farið 0-0 og fóru Spánverjarnir því áfram á útivallarmarki. Þeir unnu svo United í úrslitaleiknum í Róm. Chelsea náði fram hefndum þremur árum seinna þegar liðin mættust aftur í undanúrslitunum. Englendingarnir unnu 1-0 á heimavelli og seinni leikurinn endaði með 2-2 jafntefli, Chelsea fór áfram með 3-2 samanlegðan sigur. Þeir bláklæddu lyftu svo bikarnum stóra eftir að sigra Bayern München í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum á Allianz vellinum í München. Það þarf þó ekki að fara lengra en aftur til 2005 til þess að finna tímabil þar sem liðin mættust í útsláttarkeppninni en annað lið hampaði titlinum. Þá mættust þau einmitt í 16-liða úrslitunum. Chelsea vann það einvígi 5-4 og komst í undanúrslitin þar sem þeir bláu töpuðu fyrir löndum sínum Liverpool, sem unnu keppnina á eftirminnilegan hátt í Istanbúl. Leikur Chelsea og Barcelona er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst upphitun klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti