Sigurvegari kvöldsins vinnur líklega Meistaradeildina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 15:45 Didier Drogba vann Meistaradeildina 2012 eftir að hafa sigrað Barcelona í undanúrslitum. vísir/getty Það gæti komið í ljós í kvöld hverjir enda sem sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu ef marka má söguna, því í þrjú síðustu skipti sem Chelsea og Barcelona mættust í útsláttarkeppninni þá vann sigurlið þess einvígis keppnina. Barcelona mætir á Brúna í kvöld þegar liðin takast á í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitunum. Síðast þegar þau mættust á þessu stigi, árið 2006, fór Barcelona með 3-2 samanlagðan sigur. Spánverjarnir lögðu svo Benfica og AC Milan á leið sinni í úrslitaleikinn á Stade de France þar sem þeir mættu Arsenal og unnu 2-1. Tvisvar á síðustu árum hafa liðin mæst í undanúrslitum, 2009 og 2012. Barcelona var eina liðið í undanúrslitum árið 2009 sem ekki kom frá Englandi, Manchester United og Arsenal mættust í hinni viðureigninni. Barcelona vann einvígi sitt við Chelsea í umdeildum leik þar sem dómari leiksins, Tom Henning Övrebö, stal senunni. Andres Iniesta skoraði glæsimark seint í uppbótartíma leiksins og jafnaði 1-1 á Stamford Bridge. Fyrri leikurinn hafði farið 0-0 og fóru Spánverjarnir því áfram á útivallarmarki. Þeir unnu svo United í úrslitaleiknum í Róm. Chelsea náði fram hefndum þremur árum seinna þegar liðin mættust aftur í undanúrslitunum. Englendingarnir unnu 1-0 á heimavelli og seinni leikurinn endaði með 2-2 jafntefli, Chelsea fór áfram með 3-2 samanlegðan sigur. Þeir bláklæddu lyftu svo bikarnum stóra eftir að sigra Bayern München í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum á Allianz vellinum í München. Það þarf þó ekki að fara lengra en aftur til 2005 til þess að finna tímabil þar sem liðin mættust í útsláttarkeppninni en annað lið hampaði titlinum. Þá mættust þau einmitt í 16-liða úrslitunum. Chelsea vann það einvígi 5-4 og komst í undanúrslitin þar sem þeir bláu töpuðu fyrir löndum sínum Liverpool, sem unnu keppnina á eftirminnilegan hátt í Istanbúl. Leikur Chelsea og Barcelona er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst upphitun klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Það gæti komið í ljós í kvöld hverjir enda sem sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu ef marka má söguna, því í þrjú síðustu skipti sem Chelsea og Barcelona mættust í útsláttarkeppninni þá vann sigurlið þess einvígis keppnina. Barcelona mætir á Brúna í kvöld þegar liðin takast á í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitunum. Síðast þegar þau mættust á þessu stigi, árið 2006, fór Barcelona með 3-2 samanlagðan sigur. Spánverjarnir lögðu svo Benfica og AC Milan á leið sinni í úrslitaleikinn á Stade de France þar sem þeir mættu Arsenal og unnu 2-1. Tvisvar á síðustu árum hafa liðin mæst í undanúrslitum, 2009 og 2012. Barcelona var eina liðið í undanúrslitum árið 2009 sem ekki kom frá Englandi, Manchester United og Arsenal mættust í hinni viðureigninni. Barcelona vann einvígi sitt við Chelsea í umdeildum leik þar sem dómari leiksins, Tom Henning Övrebö, stal senunni. Andres Iniesta skoraði glæsimark seint í uppbótartíma leiksins og jafnaði 1-1 á Stamford Bridge. Fyrri leikurinn hafði farið 0-0 og fóru Spánverjarnir því áfram á útivallarmarki. Þeir unnu svo United í úrslitaleiknum í Róm. Chelsea náði fram hefndum þremur árum seinna þegar liðin mættust aftur í undanúrslitunum. Englendingarnir unnu 1-0 á heimavelli og seinni leikurinn endaði með 2-2 jafntefli, Chelsea fór áfram með 3-2 samanlegðan sigur. Þeir bláklæddu lyftu svo bikarnum stóra eftir að sigra Bayern München í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum á Allianz vellinum í München. Það þarf þó ekki að fara lengra en aftur til 2005 til þess að finna tímabil þar sem liðin mættust í útsláttarkeppninni en annað lið hampaði titlinum. Þá mættust þau einmitt í 16-liða úrslitunum. Chelsea vann það einvígi 5-4 og komst í undanúrslitin þar sem þeir bláu töpuðu fyrir löndum sínum Liverpool, sem unnu keppnina á eftirminnilegan hátt í Istanbúl. Leikur Chelsea og Barcelona er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst upphitun klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira