Sigurvegari kvöldsins vinnur líklega Meistaradeildina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 15:45 Didier Drogba vann Meistaradeildina 2012 eftir að hafa sigrað Barcelona í undanúrslitum. vísir/getty Það gæti komið í ljós í kvöld hverjir enda sem sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu ef marka má söguna, því í þrjú síðustu skipti sem Chelsea og Barcelona mættust í útsláttarkeppninni þá vann sigurlið þess einvígis keppnina. Barcelona mætir á Brúna í kvöld þegar liðin takast á í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitunum. Síðast þegar þau mættust á þessu stigi, árið 2006, fór Barcelona með 3-2 samanlagðan sigur. Spánverjarnir lögðu svo Benfica og AC Milan á leið sinni í úrslitaleikinn á Stade de France þar sem þeir mættu Arsenal og unnu 2-1. Tvisvar á síðustu árum hafa liðin mæst í undanúrslitum, 2009 og 2012. Barcelona var eina liðið í undanúrslitum árið 2009 sem ekki kom frá Englandi, Manchester United og Arsenal mættust í hinni viðureigninni. Barcelona vann einvígi sitt við Chelsea í umdeildum leik þar sem dómari leiksins, Tom Henning Övrebö, stal senunni. Andres Iniesta skoraði glæsimark seint í uppbótartíma leiksins og jafnaði 1-1 á Stamford Bridge. Fyrri leikurinn hafði farið 0-0 og fóru Spánverjarnir því áfram á útivallarmarki. Þeir unnu svo United í úrslitaleiknum í Róm. Chelsea náði fram hefndum þremur árum seinna þegar liðin mættust aftur í undanúrslitunum. Englendingarnir unnu 1-0 á heimavelli og seinni leikurinn endaði með 2-2 jafntefli, Chelsea fór áfram með 3-2 samanlegðan sigur. Þeir bláklæddu lyftu svo bikarnum stóra eftir að sigra Bayern München í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum á Allianz vellinum í München. Það þarf þó ekki að fara lengra en aftur til 2005 til þess að finna tímabil þar sem liðin mættust í útsláttarkeppninni en annað lið hampaði titlinum. Þá mættust þau einmitt í 16-liða úrslitunum. Chelsea vann það einvígi 5-4 og komst í undanúrslitin þar sem þeir bláu töpuðu fyrir löndum sínum Liverpool, sem unnu keppnina á eftirminnilegan hátt í Istanbúl. Leikur Chelsea og Barcelona er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst upphitun klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira
Það gæti komið í ljós í kvöld hverjir enda sem sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu ef marka má söguna, því í þrjú síðustu skipti sem Chelsea og Barcelona mættust í útsláttarkeppninni þá vann sigurlið þess einvígis keppnina. Barcelona mætir á Brúna í kvöld þegar liðin takast á í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitunum. Síðast þegar þau mættust á þessu stigi, árið 2006, fór Barcelona með 3-2 samanlagðan sigur. Spánverjarnir lögðu svo Benfica og AC Milan á leið sinni í úrslitaleikinn á Stade de France þar sem þeir mættu Arsenal og unnu 2-1. Tvisvar á síðustu árum hafa liðin mæst í undanúrslitum, 2009 og 2012. Barcelona var eina liðið í undanúrslitum árið 2009 sem ekki kom frá Englandi, Manchester United og Arsenal mættust í hinni viðureigninni. Barcelona vann einvígi sitt við Chelsea í umdeildum leik þar sem dómari leiksins, Tom Henning Övrebö, stal senunni. Andres Iniesta skoraði glæsimark seint í uppbótartíma leiksins og jafnaði 1-1 á Stamford Bridge. Fyrri leikurinn hafði farið 0-0 og fóru Spánverjarnir því áfram á útivallarmarki. Þeir unnu svo United í úrslitaleiknum í Róm. Chelsea náði fram hefndum þremur árum seinna þegar liðin mættust aftur í undanúrslitunum. Englendingarnir unnu 1-0 á heimavelli og seinni leikurinn endaði með 2-2 jafntefli, Chelsea fór áfram með 3-2 samanlegðan sigur. Þeir bláklæddu lyftu svo bikarnum stóra eftir að sigra Bayern München í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum á Allianz vellinum í München. Það þarf þó ekki að fara lengra en aftur til 2005 til þess að finna tímabil þar sem liðin mættust í útsláttarkeppninni en annað lið hampaði titlinum. Þá mættust þau einmitt í 16-liða úrslitunum. Chelsea vann það einvígi 5-4 og komst í undanúrslitin þar sem þeir bláu töpuðu fyrir löndum sínum Liverpool, sem unnu keppnina á eftirminnilegan hátt í Istanbúl. Leikur Chelsea og Barcelona er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst upphitun klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira