Sjúklingar flýja biðlista Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. mars 2018 08:00 Sjúklingum sem flýja biðlista fer fjölgandi milli ára. NordicPhotos/GettyImages Í fyrra greiddu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fyrir tólf lið- og augasteinsskiptaaðgerðir sem framkvæmdar voru á erlendri grund. Fjöldi þeirra, sem leituðu út í slíkar aðgerðir, þrefaldaðist milli ára. Kostnaður vegna þessa nam alls tæpum 18,4 milljónum. Tæplega 6,8 milljónir hefðu sparast hefðu aðgerðirnar verið gerðar hér á landi. Frá árinu 2012 hefur verið í gildi hér á landi Evrópureglugerð sem veitir sjúklingum rétt til að leita út fyrir landsteinana ef bið eftir meðferð hér á landi er óhóflega löng. Embætti landlæknis hefur sett viðmiðunarmörk um hvenær dráttur er óhóflegur. Það er til að mynda ef skoðun hjá sérfræðingi fæst ekki innan þrjátíu daga eða ef aðgerð eða meðferð sérfræðings hefst ekki innan níutíu daga frá greiningu. Auk þess að greiða fyrir aðgerðina sjálfa endurgreiðir SÍ flug og uppihald vegna ferðarinnar. Í svari Landspítalans (LSH) við fyrirspurn Fréttablaðsins um stöðu á biðlistum kemur fram að í lok janúar hafi 3.400 beðið eftir hinum ýmsu aðgerðum. Þar af hefðu 1.428, eða 42 prósent, beðið lengur en níutíu daga.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar„Þarna er aukning því kerfið er að molna undan okkur. Þetta eru aðgerðir sem auðveldlega væri hægt að gera hér,“ segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Langflestir sem bíða eftir aðgerðum eru að bíða eftir liðskiptum á hné eða mjöðm eða skiptum á augasteinum. 2016 var fé veitt í átak til að stytta biðlista og hefur það gefið góða raun þótt biðin sé enn löng. „Það átak skilaði góðum árangri en er rétt til að halda í horfinu. Innan skamms munu listar lengjast á ný. Allar greiningar benda til þess að þörfin fyrir liðskipti muni aukast samhliða hækkandi aldri og þyngd samfélagsins,“ segir Guðjón. Stjórnvöldum hafi meðal annars verið kynntir möguleikar á að framkvæma slíkar aðgerðir á Akranesi og í Keflavík. Þau eru ekki bráðasjúkrahús og þurfa sjúklingar ekki að víkja þaðan fyrir bráðveikum. „Það þarf meira en tímabundnar aðgerðir. Nauðsynlegt er að greina þörfina og fjármagna spítalana í samræmi við það. Hingað til hefur það því miður ekki gengið,“ segir Guðjón. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Í fyrra greiddu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fyrir tólf lið- og augasteinsskiptaaðgerðir sem framkvæmdar voru á erlendri grund. Fjöldi þeirra, sem leituðu út í slíkar aðgerðir, þrefaldaðist milli ára. Kostnaður vegna þessa nam alls tæpum 18,4 milljónum. Tæplega 6,8 milljónir hefðu sparast hefðu aðgerðirnar verið gerðar hér á landi. Frá árinu 2012 hefur verið í gildi hér á landi Evrópureglugerð sem veitir sjúklingum rétt til að leita út fyrir landsteinana ef bið eftir meðferð hér á landi er óhóflega löng. Embætti landlæknis hefur sett viðmiðunarmörk um hvenær dráttur er óhóflegur. Það er til að mynda ef skoðun hjá sérfræðingi fæst ekki innan þrjátíu daga eða ef aðgerð eða meðferð sérfræðings hefst ekki innan níutíu daga frá greiningu. Auk þess að greiða fyrir aðgerðina sjálfa endurgreiðir SÍ flug og uppihald vegna ferðarinnar. Í svari Landspítalans (LSH) við fyrirspurn Fréttablaðsins um stöðu á biðlistum kemur fram að í lok janúar hafi 3.400 beðið eftir hinum ýmsu aðgerðum. Þar af hefðu 1.428, eða 42 prósent, beðið lengur en níutíu daga.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar„Þarna er aukning því kerfið er að molna undan okkur. Þetta eru aðgerðir sem auðveldlega væri hægt að gera hér,“ segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Langflestir sem bíða eftir aðgerðum eru að bíða eftir liðskiptum á hné eða mjöðm eða skiptum á augasteinum. 2016 var fé veitt í átak til að stytta biðlista og hefur það gefið góða raun þótt biðin sé enn löng. „Það átak skilaði góðum árangri en er rétt til að halda í horfinu. Innan skamms munu listar lengjast á ný. Allar greiningar benda til þess að þörfin fyrir liðskipti muni aukast samhliða hækkandi aldri og þyngd samfélagsins,“ segir Guðjón. Stjórnvöldum hafi meðal annars verið kynntir möguleikar á að framkvæma slíkar aðgerðir á Akranesi og í Keflavík. Þau eru ekki bráðasjúkrahús og þurfa sjúklingar ekki að víkja þaðan fyrir bráðveikum. „Það þarf meira en tímabundnar aðgerðir. Nauðsynlegt er að greina þörfina og fjármagna spítalana í samræmi við það. Hingað til hefur það því miður ekki gengið,“ segir Guðjón.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira