Sjúklingar flýja biðlista Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. mars 2018 08:00 Sjúklingum sem flýja biðlista fer fjölgandi milli ára. NordicPhotos/GettyImages Í fyrra greiddu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fyrir tólf lið- og augasteinsskiptaaðgerðir sem framkvæmdar voru á erlendri grund. Fjöldi þeirra, sem leituðu út í slíkar aðgerðir, þrefaldaðist milli ára. Kostnaður vegna þessa nam alls tæpum 18,4 milljónum. Tæplega 6,8 milljónir hefðu sparast hefðu aðgerðirnar verið gerðar hér á landi. Frá árinu 2012 hefur verið í gildi hér á landi Evrópureglugerð sem veitir sjúklingum rétt til að leita út fyrir landsteinana ef bið eftir meðferð hér á landi er óhóflega löng. Embætti landlæknis hefur sett viðmiðunarmörk um hvenær dráttur er óhóflegur. Það er til að mynda ef skoðun hjá sérfræðingi fæst ekki innan þrjátíu daga eða ef aðgerð eða meðferð sérfræðings hefst ekki innan níutíu daga frá greiningu. Auk þess að greiða fyrir aðgerðina sjálfa endurgreiðir SÍ flug og uppihald vegna ferðarinnar. Í svari Landspítalans (LSH) við fyrirspurn Fréttablaðsins um stöðu á biðlistum kemur fram að í lok janúar hafi 3.400 beðið eftir hinum ýmsu aðgerðum. Þar af hefðu 1.428, eða 42 prósent, beðið lengur en níutíu daga.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar„Þarna er aukning því kerfið er að molna undan okkur. Þetta eru aðgerðir sem auðveldlega væri hægt að gera hér,“ segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Langflestir sem bíða eftir aðgerðum eru að bíða eftir liðskiptum á hné eða mjöðm eða skiptum á augasteinum. 2016 var fé veitt í átak til að stytta biðlista og hefur það gefið góða raun þótt biðin sé enn löng. „Það átak skilaði góðum árangri en er rétt til að halda í horfinu. Innan skamms munu listar lengjast á ný. Allar greiningar benda til þess að þörfin fyrir liðskipti muni aukast samhliða hækkandi aldri og þyngd samfélagsins,“ segir Guðjón. Stjórnvöldum hafi meðal annars verið kynntir möguleikar á að framkvæma slíkar aðgerðir á Akranesi og í Keflavík. Þau eru ekki bráðasjúkrahús og þurfa sjúklingar ekki að víkja þaðan fyrir bráðveikum. „Það þarf meira en tímabundnar aðgerðir. Nauðsynlegt er að greina þörfina og fjármagna spítalana í samræmi við það. Hingað til hefur það því miður ekki gengið,“ segir Guðjón. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Í fyrra greiddu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fyrir tólf lið- og augasteinsskiptaaðgerðir sem framkvæmdar voru á erlendri grund. Fjöldi þeirra, sem leituðu út í slíkar aðgerðir, þrefaldaðist milli ára. Kostnaður vegna þessa nam alls tæpum 18,4 milljónum. Tæplega 6,8 milljónir hefðu sparast hefðu aðgerðirnar verið gerðar hér á landi. Frá árinu 2012 hefur verið í gildi hér á landi Evrópureglugerð sem veitir sjúklingum rétt til að leita út fyrir landsteinana ef bið eftir meðferð hér á landi er óhóflega löng. Embætti landlæknis hefur sett viðmiðunarmörk um hvenær dráttur er óhóflegur. Það er til að mynda ef skoðun hjá sérfræðingi fæst ekki innan þrjátíu daga eða ef aðgerð eða meðferð sérfræðings hefst ekki innan níutíu daga frá greiningu. Auk þess að greiða fyrir aðgerðina sjálfa endurgreiðir SÍ flug og uppihald vegna ferðarinnar. Í svari Landspítalans (LSH) við fyrirspurn Fréttablaðsins um stöðu á biðlistum kemur fram að í lok janúar hafi 3.400 beðið eftir hinum ýmsu aðgerðum. Þar af hefðu 1.428, eða 42 prósent, beðið lengur en níutíu daga.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar„Þarna er aukning því kerfið er að molna undan okkur. Þetta eru aðgerðir sem auðveldlega væri hægt að gera hér,“ segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Langflestir sem bíða eftir aðgerðum eru að bíða eftir liðskiptum á hné eða mjöðm eða skiptum á augasteinum. 2016 var fé veitt í átak til að stytta biðlista og hefur það gefið góða raun þótt biðin sé enn löng. „Það átak skilaði góðum árangri en er rétt til að halda í horfinu. Innan skamms munu listar lengjast á ný. Allar greiningar benda til þess að þörfin fyrir liðskipti muni aukast samhliða hækkandi aldri og þyngd samfélagsins,“ segir Guðjón. Stjórnvöldum hafi meðal annars verið kynntir möguleikar á að framkvæma slíkar aðgerðir á Akranesi og í Keflavík. Þau eru ekki bráðasjúkrahús og þurfa sjúklingar ekki að víkja þaðan fyrir bráðveikum. „Það þarf meira en tímabundnar aðgerðir. Nauðsynlegt er að greina þörfina og fjármagna spítalana í samræmi við það. Hingað til hefur það því miður ekki gengið,“ segir Guðjón.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira