Nú þurfa stjórnvöld að standa sig! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2018 07:00 Undanfarna daga hef ég fylgst með fréttaflutningi vegna hugsanlegrar uppsagnar á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sem sjúkraþjálfarar eru hluti af tók gildi 1. maí á síðasta ári. Nú níu mánuðum seinna er svo komið að fjármagn skortir og þá á úrræðið að vera að segja samningnum upp. Heilbrigðisráðherra hefur beðið SÍ að bíða með það þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu „til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, sbr. áform um samdrátt í ríkisútgjöldum“ eins og segir á vef SÍ. Afsakið, vorum við ekki á annarri leið? Það verður sorgleg niðurstaða og ekkert annað en óyndisúrræði, verði ákveðið að takmarka möguleika fólks til sjúkraþjálfunar. Það sem gerðist þegar nýtt greiðsluþátttökukerfi tók gildi var að t.d. örorku- og ellilífeyrisþegar höfðu efni á sjúkraþjálfun og endurhæfingu og nýttu sér því þá heilsubót sem loksins var orðin valkostur fyrir marga. Aukningin hefði því ekki átt að koma á óvart. Viðurkennt er og vitað að sjúkraþjálfun er ódýr í samanburði við það sem gerist ef fólk neitar sér um þetta úrræði. Í ljósi þess ættu stjórnvöld að leggja ofuráherslu á að halda samningum við SÍ – án takmarkana, þar sem öruggt er að það mun skila sér í þjóðhagslegri hagkvæmni. Að ógleymdum þeim jákvæðu áhrifum sem úrræði á borð við þetta hefur á lífsgæði fólks. Ég hef verulegar áhyggjur af að stjórnvöld ákveði að takmarka aðgang að sjúkraþjálfun með afar slæmum afleiðingum fyrir þá sem þurfa á þessu að halda en hafa ekki efni á því nema með kostnaðarþátttöku ríkisins. Þetta er grafalvarlegt mál því ef stjórnvöld ætla örorkulífeyrisþegum með skerta starfsgetu að fara í auknum mæli út í atvinnulífið hlýtur sjúkraþjálfun og endurhæfing að vera partur af því að fólk haldi heilsu til að sinna atvinnu. Eins og staðan er í dag eru skerðingar vegna atvinnutekna þannig að örorkulífeyrisþegi getur verið í þeirri stöðu að fá ekkert í vasann af laununum heldur renna launin beint til ríkisins í formi skatta og skerðinga. Örorkulífeyrisþeginn á því örugglega ekkert afgangs til að borga sjúkraþjálfun sem hann þó sannarlega þyrfti að nota til að geta haldið líkamlegri heilsu eins og kostur er. Dæmið er ekki flókið og skora ég á stjórnvöld að vera nú snjöll, marka afgerandi stefnu varðandi heilbrigði þjóðarinnar. Það að takmarka ódýra þjónustu sem nýtist mörgum verður eingöngu til að búa til vaxandi þörf fyrir enn dýrari úrræði annars staðar í heilbrigðiskerfinu.Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hef ég fylgst með fréttaflutningi vegna hugsanlegrar uppsagnar á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sem sjúkraþjálfarar eru hluti af tók gildi 1. maí á síðasta ári. Nú níu mánuðum seinna er svo komið að fjármagn skortir og þá á úrræðið að vera að segja samningnum upp. Heilbrigðisráðherra hefur beðið SÍ að bíða með það þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu „til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, sbr. áform um samdrátt í ríkisútgjöldum“ eins og segir á vef SÍ. Afsakið, vorum við ekki á annarri leið? Það verður sorgleg niðurstaða og ekkert annað en óyndisúrræði, verði ákveðið að takmarka möguleika fólks til sjúkraþjálfunar. Það sem gerðist þegar nýtt greiðsluþátttökukerfi tók gildi var að t.d. örorku- og ellilífeyrisþegar höfðu efni á sjúkraþjálfun og endurhæfingu og nýttu sér því þá heilsubót sem loksins var orðin valkostur fyrir marga. Aukningin hefði því ekki átt að koma á óvart. Viðurkennt er og vitað að sjúkraþjálfun er ódýr í samanburði við það sem gerist ef fólk neitar sér um þetta úrræði. Í ljósi þess ættu stjórnvöld að leggja ofuráherslu á að halda samningum við SÍ – án takmarkana, þar sem öruggt er að það mun skila sér í þjóðhagslegri hagkvæmni. Að ógleymdum þeim jákvæðu áhrifum sem úrræði á borð við þetta hefur á lífsgæði fólks. Ég hef verulegar áhyggjur af að stjórnvöld ákveði að takmarka aðgang að sjúkraþjálfun með afar slæmum afleiðingum fyrir þá sem þurfa á þessu að halda en hafa ekki efni á því nema með kostnaðarþátttöku ríkisins. Þetta er grafalvarlegt mál því ef stjórnvöld ætla örorkulífeyrisþegum með skerta starfsgetu að fara í auknum mæli út í atvinnulífið hlýtur sjúkraþjálfun og endurhæfing að vera partur af því að fólk haldi heilsu til að sinna atvinnu. Eins og staðan er í dag eru skerðingar vegna atvinnutekna þannig að örorkulífeyrisþegi getur verið í þeirri stöðu að fá ekkert í vasann af laununum heldur renna launin beint til ríkisins í formi skatta og skerðinga. Örorkulífeyrisþeginn á því örugglega ekkert afgangs til að borga sjúkraþjálfun sem hann þó sannarlega þyrfti að nota til að geta haldið líkamlegri heilsu eins og kostur er. Dæmið er ekki flókið og skora ég á stjórnvöld að vera nú snjöll, marka afgerandi stefnu varðandi heilbrigði þjóðarinnar. Það að takmarka ódýra þjónustu sem nýtist mörgum verður eingöngu til að búa til vaxandi þörf fyrir enn dýrari úrræði annars staðar í heilbrigðiskerfinu.Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun