Telur að hún hafi stuðning þingsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 11:14 Sigríður Á. Andersend, dómsmálaráðherra, fagnar því að geta rætt störf sín. Komin er vantrauststillaga á hana vegna Landsréttarmálsins. VISIR/ANTON BRINK Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. Sigríður kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún hafi ekki stuðning þingsins. Hún segir það ekki koma sér á óvart að vantrauststillagan sé komin fram. „Nei, menn eru nú búnir að vera að tala um þetta í hálft ár og ég skil nú ekki af hverju menn lögðu þetta ekki fram á síðasta kjörtímabili,“ segir Sigríður. Ekki er algengt að lagðar séu fram vantrauststillögur á einstaka ráðherra heldur frekar á ríkisstjórnir. Sigríður segir það aldrei léttvægt þegar slíkar tillögur komi fram, hvort sem það er á ríkisstjórn eða einstaka ráðherra.Sjá einnig:Þingmenn taki afstöðu hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki „Í því ljósi verður þessari tillögu auðvitað svarað af fullri festu og tilhlýðilegum alvarleika,“ segir Sigríður. Fari það svo að allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðji tillöguna þurfa fjórir þingmenn stjórnarflokkanna að styðja hana einnig eigi hún að fá samþykkt þingsins. Sigríður gerir ráð fyrir stuðningi þingsins í málinu. „Ekkert síður en ég finn fyrir stuðningi utan þings hjá almenningi sem ég hef strax orðið vör við í morgun.“ Fyrir liggur að tveir þingmenn VG studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Aðspurð hvort hún hafi ekki áhyggjur af mögulegum „villiköttum“ innan raða Vinstri grænna svarar Sigríður neitandi. „Nei, ég hef engar áhyggjur af því að ég hafi ekki stuðning þingsins.“ Óvíst er hvort tillagan verði tekin fyrir á þingi í dag en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar fyrir á dagskrá við fyrsta tækifæri. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. Sigríður kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún hafi ekki stuðning þingsins. Hún segir það ekki koma sér á óvart að vantrauststillagan sé komin fram. „Nei, menn eru nú búnir að vera að tala um þetta í hálft ár og ég skil nú ekki af hverju menn lögðu þetta ekki fram á síðasta kjörtímabili,“ segir Sigríður. Ekki er algengt að lagðar séu fram vantrauststillögur á einstaka ráðherra heldur frekar á ríkisstjórnir. Sigríður segir það aldrei léttvægt þegar slíkar tillögur komi fram, hvort sem það er á ríkisstjórn eða einstaka ráðherra.Sjá einnig:Þingmenn taki afstöðu hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki „Í því ljósi verður þessari tillögu auðvitað svarað af fullri festu og tilhlýðilegum alvarleika,“ segir Sigríður. Fari það svo að allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðji tillöguna þurfa fjórir þingmenn stjórnarflokkanna að styðja hana einnig eigi hún að fá samþykkt þingsins. Sigríður gerir ráð fyrir stuðningi þingsins í málinu. „Ekkert síður en ég finn fyrir stuðningi utan þings hjá almenningi sem ég hef strax orðið vör við í morgun.“ Fyrir liggur að tveir þingmenn VG studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Aðspurð hvort hún hafi ekki áhyggjur af mögulegum „villiköttum“ innan raða Vinstri grænna svarar Sigríður neitandi. „Nei, ég hef engar áhyggjur af því að ég hafi ekki stuðning þingsins.“ Óvíst er hvort tillagan verði tekin fyrir á þingi í dag en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar fyrir á dagskrá við fyrsta tækifæri.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21
Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent