Popplag í G-mjólk – er engin leið að hætta? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2018 07:00 Ég hef alltaf haft mjög gaman af tónlist – dilla mér gjarnan við góð dægurlög á meðan ég elda fyrir fjölskylduna og stundum þegar liggur vel á hækka ég í botn og syng með. Illu heilli fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Popplag í G-dúr vekur góðar og gamlar minningar en svo er annað lag sem gerir það ekki. Hvimleitt lag sem ég hef, eins og margir aðrir Íslendingar, alist upp við og er sungið af kór framsóknarmanna hinna ýmsu flokka. Þetta er popplag í G-mjólk með Mjólkursamsöluna sem forsöngvara og er sungið af miklum krafti, stundum öskrum, um réttlætingu þess að viðhalda afturhaldssömu samkeppnisumhverfi. Ágætt dæmi um það þegar sérhagsmunir ganga framar almannahagsmunum. Það er hins vegar efni í aðra grein en hér ætla ég hins vegar að reyna að útskýra aðeins betur hvers vegna ég hreinlega þoli ekki þetta klisjukennda stef sem nú er slegið taktvisst af hálfu ríkisstjórnarinnar.Að rugga bátnum Þetta grín með popplag í G-mjólk er mögulega búið að ganga of langt og vona ég að ég hafi ekki sært Valgeir okkar Guðjónsson með því. Það var bara freistandi í ljósi frétta um að fjarlægja eigi rörin af G-mjólkinni, og það leiddi hugann að þróun og nýsköpun í landbúnaði. Og hvað aukið frelsi og svigrúm gæti gert fyrir nýsköpun í landbúnaði. Bæði fyrir bændur og neytendur. Grundvallarstef Viðreisnar er frelsi, jafnrétti og að almannahagsmunir eigi ávallt að ganga framar sérhagsmunum. Þetta síðasta virðist oft sitja í fólki: „Ætliði að ganga alveg frá ykkur, Þorgerður? Þið eruð alltaf að tala um sérhagsmuni út um allt, þið eruð bara að skapa ykkur óvini,“ eru til dæmis algeng varnaðarorð sem óma í mín eyru. Og þau kristalla þá skoðun að betra sé að þegja, kyngja réttlætiskenndinni með óbragð í munni og rugga ekki bátnum til þess eins að viðhalda þeim valdastrúktúr sem hér hefur viðgengist allt of lengi. Og trúið mér, við sem erum eldri en tvævetur í hinum pólitíska báti þekkjum vel hvernig seglum er snúið og gripið er í stýrið þegar aðgerðir stjórnvalda henta ekki bestu vinum aðal. Þannig fær alls kyns mikilvæg umræða sem varðar almannahag aldrei að komast upp á yfirborðið og henni er stýrt í aðrar áttir. Í stað þess er búinn til strámaður af hinum klassískum varðhundum þar sem ætlunin er að beina sjónum frá málefnalegri umræðu um hið raunverulega verkefni. Og þeim sem þora að tala fyrir breytingum er gefið að sök að stefna og fyrirætlanir eigi ekki við nein rök að styðjast enda sé allt jú svo dásamlega frábært. Því ekki hentar að bent sé á hið augljósa. Og niðurstaðan er sú að myndin sem almenningur fær er brengluð. Og það er dýrt spaug. Samtalið er ekki tekið og í skjóli ákveðinna stjórnmálaflokka er það látið viðgangast, aftur og aftur og hringavitleysan heldur áfram?… og við syngjum saman popplag í G-mjólk.Útúrsnúningar og umræðuvandi Við eigum alltof mörg dæmi um þennan umræðuvanda sem vandlega er pakkað í eins flókna umræðu og hægt er, fulla af útúrsnúningum svo ekki er möguleiki að nokkur niðurstaða fáist í málin. Ágreiningsmál á borð við hækkun eða lækkun á veiðigjöldum, afnám sérreglna í mjólkuriðnaði, innflutningshöft á matvöru, inngöngu í Evrópusambandið, breytingar á stjórnarskrá, upptöku á öðrum og stöðugri gjaldmiðli fyrir heimilin og fyrirtækin, valfrelsi í menntakerfinu fyrir börnin okkar, stokkalausnir í vegakerfinu, Borgarlínu og svo margt fleira eiga það sammerkt að með breytingum myndi almenningur almennt frekar græða á þeim en ákveðin öfl tapa annaðhvort völdum eða peningum. En neytendur og fólkið í landinu hafa fátt um þetta að segja?… og við höldum áfram að syngja saman popplag í G-mjólk. Það er rétt sem sagt hefur verið að ein mesta hættan fyrir lýðræðissamfélag er meðvirkni. Er ekki komið gott af henni – eigum við ekki að hætta að viðhalda völdum með meðvirkni og krefjast þess að umræðan sé að minnsta kosti tekin? Við í Viðreisn höfum einfaldlega með viðveru okkar í pólitík sett þessi mál á dagskrá. Við erum ekki í einhverri vinsældakeppni og neitum að taka þátt í lýðskrumi. Við áttum okkur á þessu valdaójafnvægi og viljum leiðrétta það með almannahag í fyrirrúmi. Við höfum einfaldlega sett okkur það markmið að hafa kjark til að benda á ákveðna landlæga kerfisvillu í samfélaginu okkar sem allt of lengi hefur komið niður á heimilum í landinu. Hvernig lífsgæðum er skipt er ekki einkamál sumra. Ekki frekar en að frelsið sé fyrir fáa útvalda. Því ef ekkert breytist er það á endanum almenningur sem borgar brúsann… og því hlýt ég að spyrja: Er engin leið að hætta að syngja svona popplag í G-mjólk?Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft mjög gaman af tónlist – dilla mér gjarnan við góð dægurlög á meðan ég elda fyrir fjölskylduna og stundum þegar liggur vel á hækka ég í botn og syng með. Illu heilli fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Popplag í G-dúr vekur góðar og gamlar minningar en svo er annað lag sem gerir það ekki. Hvimleitt lag sem ég hef, eins og margir aðrir Íslendingar, alist upp við og er sungið af kór framsóknarmanna hinna ýmsu flokka. Þetta er popplag í G-mjólk með Mjólkursamsöluna sem forsöngvara og er sungið af miklum krafti, stundum öskrum, um réttlætingu þess að viðhalda afturhaldssömu samkeppnisumhverfi. Ágætt dæmi um það þegar sérhagsmunir ganga framar almannahagsmunum. Það er hins vegar efni í aðra grein en hér ætla ég hins vegar að reyna að útskýra aðeins betur hvers vegna ég hreinlega þoli ekki þetta klisjukennda stef sem nú er slegið taktvisst af hálfu ríkisstjórnarinnar.Að rugga bátnum Þetta grín með popplag í G-mjólk er mögulega búið að ganga of langt og vona ég að ég hafi ekki sært Valgeir okkar Guðjónsson með því. Það var bara freistandi í ljósi frétta um að fjarlægja eigi rörin af G-mjólkinni, og það leiddi hugann að þróun og nýsköpun í landbúnaði. Og hvað aukið frelsi og svigrúm gæti gert fyrir nýsköpun í landbúnaði. Bæði fyrir bændur og neytendur. Grundvallarstef Viðreisnar er frelsi, jafnrétti og að almannahagsmunir eigi ávallt að ganga framar sérhagsmunum. Þetta síðasta virðist oft sitja í fólki: „Ætliði að ganga alveg frá ykkur, Þorgerður? Þið eruð alltaf að tala um sérhagsmuni út um allt, þið eruð bara að skapa ykkur óvini,“ eru til dæmis algeng varnaðarorð sem óma í mín eyru. Og þau kristalla þá skoðun að betra sé að þegja, kyngja réttlætiskenndinni með óbragð í munni og rugga ekki bátnum til þess eins að viðhalda þeim valdastrúktúr sem hér hefur viðgengist allt of lengi. Og trúið mér, við sem erum eldri en tvævetur í hinum pólitíska báti þekkjum vel hvernig seglum er snúið og gripið er í stýrið þegar aðgerðir stjórnvalda henta ekki bestu vinum aðal. Þannig fær alls kyns mikilvæg umræða sem varðar almannahag aldrei að komast upp á yfirborðið og henni er stýrt í aðrar áttir. Í stað þess er búinn til strámaður af hinum klassískum varðhundum þar sem ætlunin er að beina sjónum frá málefnalegri umræðu um hið raunverulega verkefni. Og þeim sem þora að tala fyrir breytingum er gefið að sök að stefna og fyrirætlanir eigi ekki við nein rök að styðjast enda sé allt jú svo dásamlega frábært. Því ekki hentar að bent sé á hið augljósa. Og niðurstaðan er sú að myndin sem almenningur fær er brengluð. Og það er dýrt spaug. Samtalið er ekki tekið og í skjóli ákveðinna stjórnmálaflokka er það látið viðgangast, aftur og aftur og hringavitleysan heldur áfram?… og við syngjum saman popplag í G-mjólk.Útúrsnúningar og umræðuvandi Við eigum alltof mörg dæmi um þennan umræðuvanda sem vandlega er pakkað í eins flókna umræðu og hægt er, fulla af útúrsnúningum svo ekki er möguleiki að nokkur niðurstaða fáist í málin. Ágreiningsmál á borð við hækkun eða lækkun á veiðigjöldum, afnám sérreglna í mjólkuriðnaði, innflutningshöft á matvöru, inngöngu í Evrópusambandið, breytingar á stjórnarskrá, upptöku á öðrum og stöðugri gjaldmiðli fyrir heimilin og fyrirtækin, valfrelsi í menntakerfinu fyrir börnin okkar, stokkalausnir í vegakerfinu, Borgarlínu og svo margt fleira eiga það sammerkt að með breytingum myndi almenningur almennt frekar græða á þeim en ákveðin öfl tapa annaðhvort völdum eða peningum. En neytendur og fólkið í landinu hafa fátt um þetta að segja?… og við höldum áfram að syngja saman popplag í G-mjólk. Það er rétt sem sagt hefur verið að ein mesta hættan fyrir lýðræðissamfélag er meðvirkni. Er ekki komið gott af henni – eigum við ekki að hætta að viðhalda völdum með meðvirkni og krefjast þess að umræðan sé að minnsta kosti tekin? Við í Viðreisn höfum einfaldlega með viðveru okkar í pólitík sett þessi mál á dagskrá. Við erum ekki í einhverri vinsældakeppni og neitum að taka þátt í lýðskrumi. Við áttum okkur á þessu valdaójafnvægi og viljum leiðrétta það með almannahag í fyrirrúmi. Við höfum einfaldlega sett okkur það markmið að hafa kjark til að benda á ákveðna landlæga kerfisvillu í samfélaginu okkar sem allt of lengi hefur komið niður á heimilum í landinu. Hvernig lífsgæðum er skipt er ekki einkamál sumra. Ekki frekar en að frelsið sé fyrir fáa útvalda. Því ef ekkert breytist er það á endanum almenningur sem borgar brúsann… og því hlýt ég að spyrja: Er engin leið að hætta að syngja svona popplag í G-mjólk?Höfundur er alþingismaður
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar