Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar 22. október 2025 08:15 Í liðinni viku lét nýr forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Willum Þór Þórsson, í ljósi þá skoðun sína í frétt á visir.is, að stjórnvöld ættu að ráðast sem fyrst í breytingar á umhverfi veðmálamarkaðar. Willum endurspeglar þar sjónarmið Íslandsspila sem lögð voru fram í aðsendri grein undirritaðsþann 30. september sl. um betri spilamenningu með einu spilakorti. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ sagði Willum í viðtalinu en hann talar þarna í samræmi við það sem Íslandsspil hafa haldið á lofti í samtölum við stjórnvöld um langt skeið. Íslandsspil taka undir með Willum að staðan er ekki boðleg. Nokkur fjöldi fólks glímir við spilavanda á sama tíma og um 20 milljarðar hverfa úr hagkerfinu árlega í netspilun sem íslensk lög ná ekki utan um. Happatalan þrettán? Íslandsspil hafa eins og áður segir átt í samtali við stjórnvöld um langt skeið vegna þessa umhverfis og nú er þrettándi dómsmálaráðherrann með boltann frá því að Íslandsspil reyndu fyrst að fá þessu umhverfi breytt. Óþarfi er á þessum tímapunkti að rekja alla þá sögu eða byrja hana upp á nýtt. Það er kominn tími á aðgerðir sem hafi að leiðarljósi annars vegar skaðaminnkun með heilbrigðara spilaumhverfi og hins vegar tekjuöflun í þágu almannaheilla eingöngu. Fyrra leiðarljósið skýrir sig nokkuð sjálft og er óumdeilt að það þarf að ná betur utan um fólk sem glímir við spilavanda. Hjá Íslandsspilum teljum við að farsælast sé að koma á einu spilakorti sem skapi jákvætt spilaumhverfi utan um öll peningaspil, þ.e. í því umhverfi séu virkar forvarnir, stjórn á spilamennsku fólks möguleg og allt sé það gert í spilaumhverfi sem verði samfélagslega viðurkennt. Það sé besta forvörnin. Seinna leiðarljósið lítur að því að stjórnvöld hafa markað almannaheillafélögunum þessa tekjustofna með lögum. Eigendur Íslandsspila, Rauði krossinn á Íslandi og Slysavarnarfélagið Landsbjörg, eru hluti af íslensku almannavarnarkerfi og eru mannúðar- og hjálparsamtök sem gegna veigamikilum og mikilvægum hlutverkum í íslensku samfélagi. Lagabreytinga er þörf Íslandsspil hafa í fjölda ára átt í samskiptum við dómsmálaráðuneytið og lagt áherslu á að innleiða þurfi breytingar á lagaumhverfi peningaspila. Markmið okkar með því að fá lögunum breytt er að koma í veg fyrir eða draga úr spilavanda, en einnig að bæta svokallaða rásarvæðingu (e. Channelisation) spilaumhverfisins. Það er gert með því að færa alla spilun með peninga undir einn hatt; eitt spilakort, og draga þannig úr misnotkun og glæpum. Algengasti vandinn eru spilavítisleikir og íþróttaveðmál á netinu, en samkvæmt gögnum frá SÁÁ eru það ungir karlmenn, eða karlmenn á aldrinum 18-35 ára, rétt tæplega 60% þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilavanda. Við deilum því hlutverki með stjórnvöldum að finna leið sem slær réttan tón á milli þess að forðast misnotkun og vandamál en stuðla að eðlilegri spilun. Vonandi verður þrettándi ráðherrann til happs fyrir þá hagaðila sem starfa í þágu almannaheilla. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Örn Ingvarsson Fjárhættuspil ÍSÍ Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku lét nýr forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Willum Þór Þórsson, í ljósi þá skoðun sína í frétt á visir.is, að stjórnvöld ættu að ráðast sem fyrst í breytingar á umhverfi veðmálamarkaðar. Willum endurspeglar þar sjónarmið Íslandsspila sem lögð voru fram í aðsendri grein undirritaðsþann 30. september sl. um betri spilamenningu með einu spilakorti. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ sagði Willum í viðtalinu en hann talar þarna í samræmi við það sem Íslandsspil hafa haldið á lofti í samtölum við stjórnvöld um langt skeið. Íslandsspil taka undir með Willum að staðan er ekki boðleg. Nokkur fjöldi fólks glímir við spilavanda á sama tíma og um 20 milljarðar hverfa úr hagkerfinu árlega í netspilun sem íslensk lög ná ekki utan um. Happatalan þrettán? Íslandsspil hafa eins og áður segir átt í samtali við stjórnvöld um langt skeið vegna þessa umhverfis og nú er þrettándi dómsmálaráðherrann með boltann frá því að Íslandsspil reyndu fyrst að fá þessu umhverfi breytt. Óþarfi er á þessum tímapunkti að rekja alla þá sögu eða byrja hana upp á nýtt. Það er kominn tími á aðgerðir sem hafi að leiðarljósi annars vegar skaðaminnkun með heilbrigðara spilaumhverfi og hins vegar tekjuöflun í þágu almannaheilla eingöngu. Fyrra leiðarljósið skýrir sig nokkuð sjálft og er óumdeilt að það þarf að ná betur utan um fólk sem glímir við spilavanda. Hjá Íslandsspilum teljum við að farsælast sé að koma á einu spilakorti sem skapi jákvætt spilaumhverfi utan um öll peningaspil, þ.e. í því umhverfi séu virkar forvarnir, stjórn á spilamennsku fólks möguleg og allt sé það gert í spilaumhverfi sem verði samfélagslega viðurkennt. Það sé besta forvörnin. Seinna leiðarljósið lítur að því að stjórnvöld hafa markað almannaheillafélögunum þessa tekjustofna með lögum. Eigendur Íslandsspila, Rauði krossinn á Íslandi og Slysavarnarfélagið Landsbjörg, eru hluti af íslensku almannavarnarkerfi og eru mannúðar- og hjálparsamtök sem gegna veigamikilum og mikilvægum hlutverkum í íslensku samfélagi. Lagabreytinga er þörf Íslandsspil hafa í fjölda ára átt í samskiptum við dómsmálaráðuneytið og lagt áherslu á að innleiða þurfi breytingar á lagaumhverfi peningaspila. Markmið okkar með því að fá lögunum breytt er að koma í veg fyrir eða draga úr spilavanda, en einnig að bæta svokallaða rásarvæðingu (e. Channelisation) spilaumhverfisins. Það er gert með því að færa alla spilun með peninga undir einn hatt; eitt spilakort, og draga þannig úr misnotkun og glæpum. Algengasti vandinn eru spilavítisleikir og íþróttaveðmál á netinu, en samkvæmt gögnum frá SÁÁ eru það ungir karlmenn, eða karlmenn á aldrinum 18-35 ára, rétt tæplega 60% þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilavanda. Við deilum því hlutverki með stjórnvöldum að finna leið sem slær réttan tón á milli þess að forðast misnotkun og vandamál en stuðla að eðlilegri spilun. Vonandi verður þrettándi ráðherrann til happs fyrir þá hagaðila sem starfa í þágu almannaheilla. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun