Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2018 11:30 Embættismenn hafa yfirleitt sagt sig frá öllum viðskiptahagsmunum þegar þeir hefja störf í Hvíta húsinu. Það hefur ekki átt við um Jared Kushner, tengdason og ráðgjafa Trump forseta. Vísir/AFP Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans, fundaði með forsvarsmönnum tveggja fjármálastofnana í Hvíta húsinu snemma árs í fyrra og skömmu síðar veittu sömu stofnanir fyrirtækjum Kushner stór lán. Hagsmunatengsl Kushner hafa orðið honum fjötur um fót að undanförnu. Öryggisheimild sem veitti honum aðgang að ríkisleyndarmálum var lækkuð fyrir helgi en alríkislögreglan FBI hafði ekki viljað staðfesta umsókn hans um heimildina vegna áhyggna af samskiptum hans við fulltrúa erlendra ríkja.Washington Post sagði frá því í vikunni að embættismenn að minnsta kosti fjögurra ríkja hefðu rætt um hvernig þeir gætu nýtt sér viðskiptahagsmuni Kushner, skuldir og reynsluleysi til að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar. Embættismenn Hvíta hússins hafi haft áhyggjur af því að Kushner væri „barnalegur og verið væri að leika á hann“ í viðræðum við erlenda erindreka. Í sumum tilfellum vildu þeir aðeins ræða við Kushner beint frekar en reyndari bandaríska embættismenn.Lán upp á sjötta hundrað milljóna dollara Nú segir New York Times frá fundum sem Kushner átti með forsvarsmönnum tveggja stórra fjármálastofnana í Hvíta húsinu í fyrra rétt áður en þær veittu fyrirtækjum hans umtalsverð lán. Annar þeirra var Joshua Harris, stofnandi fjárfestingafélagsins Apollo Global Management, en hann veitti Hvíta húsinu ráðgjöf um innviðastefnu. Hitti hann Kushner á fjölda funda snemma í fyrra og kom meðal annars til tals að Harris yrði ráðinn til starfa í Hvíta húsinu. Ekkert varð af þeirri ráðningu en í nóvember lánaði Apollo fasteignafyrirtæki fjölskyldu Kushner 184 milljónir dollara til að endurfjármagna veð í skýjakljúfi í Chicago. Lánið var þrefalt stærra en hefðbundin fasteignalán félagsins og var eitt það stærsta sem fyrirtæki Kushner fékk í fyrra. Talsmaður Apollo segir að Harris hafi ekki komið nálægt lánveitingunni sem hafi farið í gegnum hefðbundið ferli hjá félaginu. Þá fékk fyrirtæki Kushner-fjölskyldunnar og samstarfsfyrirtæki þess 325 milljón dollara lán frá Citigroup-bankanum til að fjármagna skrifstofubyggingar í Brooklyn í New York. Það lán var veitt síðasta vor eftir að Kushner hafði fundað með Michael L. Corbat, forstjóra Citigroup, í Hvíta húsinu. Talskona Citigroup segir að samið hafi verið um lánið við samstarfsaðila fyrirtækis Kushner. Staða hans í Hvíta húsinu hafi ekki áhrif á viðskiptasamband hans við bankann.Sérfræðingar í siðareglum segja fá fordæmi fyrir því að háttsettir embættismenn Hvíta hússins hitti forsvarsmenn fyrirtækja á sama tíma og þeir íhugi að veita fyrirtækjum þeirra stór lán.Vísir/AFPHagsmunaárekstrar á hagsmunaárekstra ofan Lögmaður Kushner neitar því ekki að fundirnir hafi átt sér stað. Kushner hafi hins vegar hitt hundruð athafnamanna og að hann taki engan þátt í viðskiptum, lánum eða verkefnum fjölskyldufyrirtækjanna eftir að hann hóf störf í Hvíta húsinu. Þrátt fyrir að hafa stigið til hliðar sem forstjóri fjölskyldufyrirtækisins og selt lítinn hluta af eignarhlut sínum til sjóðs sem móðir hans stýrir heldur Kushner enn stórum eignarhlut í fjölskyldufyrirtækjunum, að sögn New York Times. Þar á meðal á hann enn hlut í fyrirtækinu sem fékk lánið frá Citigroup. Þetta hefur vakið upp áleitnar spurningar um mögulega hagsmunaárekstra Kushner. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016, er meðal annars sagður grennslast fyrir samskipti Kushner við erlenda fjárfesta. Trump hefur falið Kushner fjölda starfa fyrir ríkisstjórn sína, þar á meðal að móta stefnu gagnvart Miðausturlöndum. Á sama tíma á fyrirtæki fjölskyldu Kushner enn í viðskiptum við fjárfesta í Ísrael. New York Times bendir á að athafnamennirnir sem Kushner fundaði með eigi mikið undir ákvörðunum ríkisstjórnar Trump. Þannig reyni Apollo að hagnast á boðaðri innviðauppbyggingu og Citigroup hefur reynt að fá stjórnvöld til að slaka á reglum um fjármálakerfið. Eins áttu þeir og fyrirtæki þeirra mikilla hagsmuna að gæta í meiriháttar skattkerfisbreytingum sem repúblikanar samþykktu í desember. Skömmu eftir lánveitinguna til fyrirtækis Kushner græddi Apollo verulega á skattalækkununum, ekki síst eftir að Trump féll frá hugmynd sinni um að loka smugu í skattalöggjöfinni sem hefði þýtt að stjórnendur fjárfestingarfélaga þyrftu að greiða tvöfalt hærri skatt af tekjum sínum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans, fundaði með forsvarsmönnum tveggja fjármálastofnana í Hvíta húsinu snemma árs í fyrra og skömmu síðar veittu sömu stofnanir fyrirtækjum Kushner stór lán. Hagsmunatengsl Kushner hafa orðið honum fjötur um fót að undanförnu. Öryggisheimild sem veitti honum aðgang að ríkisleyndarmálum var lækkuð fyrir helgi en alríkislögreglan FBI hafði ekki viljað staðfesta umsókn hans um heimildina vegna áhyggna af samskiptum hans við fulltrúa erlendra ríkja.Washington Post sagði frá því í vikunni að embættismenn að minnsta kosti fjögurra ríkja hefðu rætt um hvernig þeir gætu nýtt sér viðskiptahagsmuni Kushner, skuldir og reynsluleysi til að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar. Embættismenn Hvíta hússins hafi haft áhyggjur af því að Kushner væri „barnalegur og verið væri að leika á hann“ í viðræðum við erlenda erindreka. Í sumum tilfellum vildu þeir aðeins ræða við Kushner beint frekar en reyndari bandaríska embættismenn.Lán upp á sjötta hundrað milljóna dollara Nú segir New York Times frá fundum sem Kushner átti með forsvarsmönnum tveggja stórra fjármálastofnana í Hvíta húsinu í fyrra rétt áður en þær veittu fyrirtækjum hans umtalsverð lán. Annar þeirra var Joshua Harris, stofnandi fjárfestingafélagsins Apollo Global Management, en hann veitti Hvíta húsinu ráðgjöf um innviðastefnu. Hitti hann Kushner á fjölda funda snemma í fyrra og kom meðal annars til tals að Harris yrði ráðinn til starfa í Hvíta húsinu. Ekkert varð af þeirri ráðningu en í nóvember lánaði Apollo fasteignafyrirtæki fjölskyldu Kushner 184 milljónir dollara til að endurfjármagna veð í skýjakljúfi í Chicago. Lánið var þrefalt stærra en hefðbundin fasteignalán félagsins og var eitt það stærsta sem fyrirtæki Kushner fékk í fyrra. Talsmaður Apollo segir að Harris hafi ekki komið nálægt lánveitingunni sem hafi farið í gegnum hefðbundið ferli hjá félaginu. Þá fékk fyrirtæki Kushner-fjölskyldunnar og samstarfsfyrirtæki þess 325 milljón dollara lán frá Citigroup-bankanum til að fjármagna skrifstofubyggingar í Brooklyn í New York. Það lán var veitt síðasta vor eftir að Kushner hafði fundað með Michael L. Corbat, forstjóra Citigroup, í Hvíta húsinu. Talskona Citigroup segir að samið hafi verið um lánið við samstarfsaðila fyrirtækis Kushner. Staða hans í Hvíta húsinu hafi ekki áhrif á viðskiptasamband hans við bankann.Sérfræðingar í siðareglum segja fá fordæmi fyrir því að háttsettir embættismenn Hvíta hússins hitti forsvarsmenn fyrirtækja á sama tíma og þeir íhugi að veita fyrirtækjum þeirra stór lán.Vísir/AFPHagsmunaárekstrar á hagsmunaárekstra ofan Lögmaður Kushner neitar því ekki að fundirnir hafi átt sér stað. Kushner hafi hins vegar hitt hundruð athafnamanna og að hann taki engan þátt í viðskiptum, lánum eða verkefnum fjölskyldufyrirtækjanna eftir að hann hóf störf í Hvíta húsinu. Þrátt fyrir að hafa stigið til hliðar sem forstjóri fjölskyldufyrirtækisins og selt lítinn hluta af eignarhlut sínum til sjóðs sem móðir hans stýrir heldur Kushner enn stórum eignarhlut í fjölskyldufyrirtækjunum, að sögn New York Times. Þar á meðal á hann enn hlut í fyrirtækinu sem fékk lánið frá Citigroup. Þetta hefur vakið upp áleitnar spurningar um mögulega hagsmunaárekstra Kushner. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016, er meðal annars sagður grennslast fyrir samskipti Kushner við erlenda fjárfesta. Trump hefur falið Kushner fjölda starfa fyrir ríkisstjórn sína, þar á meðal að móta stefnu gagnvart Miðausturlöndum. Á sama tíma á fyrirtæki fjölskyldu Kushner enn í viðskiptum við fjárfesta í Ísrael. New York Times bendir á að athafnamennirnir sem Kushner fundaði með eigi mikið undir ákvörðunum ríkisstjórnar Trump. Þannig reyni Apollo að hagnast á boðaðri innviðauppbyggingu og Citigroup hefur reynt að fá stjórnvöld til að slaka á reglum um fjármálakerfið. Eins áttu þeir og fyrirtæki þeirra mikilla hagsmuna að gæta í meiriháttar skattkerfisbreytingum sem repúblikanar samþykktu í desember. Skömmu eftir lánveitinguna til fyrirtækis Kushner græddi Apollo verulega á skattalækkununum, ekki síst eftir að Trump féll frá hugmynd sinni um að loka smugu í skattalöggjöfinni sem hefði þýtt að stjórnendur fjárfestingarfélaga þyrftu að greiða tvöfalt hærri skatt af tekjum sínum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30