Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2018 21:45 Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar í Árnessýslu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. Oddviti Bláskógabyggðar segir að ráðamenn ættu fremur að einbeita sér að því að byggja upp innviði samfélagsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Miðhálendið nær yfir 40% af flatarmáli landsins en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu efst á blaði í kafla um umhverfismál. Ekki er víst að auðvelt verði að ná þessu í gegn því veruleg tortryggni er meðal sveitarstjórnarmanna á landsbyggðinni. „Já, það er það. Og ég held að það sé í rauninni hérna á öllu Suðurlandi, og sérstaklega í þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að hálendinu,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Ég held að menn ættu að einbeita sér að öðrum verkum áður en menn fara í þessa vinnu; bara að byggja upp innviði hérna í samfélaginu og þjóðfélaginu,” segir oddvitinn.Hér má sjá sveitarfélögin sem í dag hafa stjórnsýsluvald yfir miðhálendinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Alls hefur tuttugu og eitt sveitarfélag stjórnsýsluvald á miðhálendinu en Helgi segist ekki hafa heyrt í neinum sem sé fylgjandi þessu. -En heldurðu að þessi tortryggni sé víðar um land? „Já, hún er það, alveg klárlega. Ég er búinn að heyra í sveitarstjórnarfólki í Rangárvallasýslu og fyrir norðan líka. Menn eru allavega á tánum.” Áhyggjur lúta að því að stofnun miðhálendisþjóðgarðs þýði meiriháttar valdatilfærslu úr héruðum á landsbyggðinni til stofnana og ráðuneyta í Reykjavík. „Taka kannski eitthvert vald, skipulagsvald eða stjórnsýslurétt á þessu svæði,” segir Helgi. -Flytja valdið suður með þessu? Óttast menn það? „Já, það er svolítið nefnt hérna, í þessu samfélagi hér allavega. Sagan segir það líka einhvern veginn, þetta svona tosast allt inn að miðju einhvern veginn allt saman,” svarar oddvitinn. Þá óttast menn að missa ákvörðunarvald yfir nýtingu hálendisins. „Þennan óbeina eignarétt sem menn hafa haft um þetta svæði, bæði varðandi beit og veiðirétt og hitt og þetta. Menn óttast svolítið að missa það.” Oddvitinn spyr um tilganginn. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni. Ég held að þetta hafi bara gengið ágætlega. Við erum búin að sjá um þetta í aldir og bara gengið vel. Og hálendið lítur vel út. Er ekki bara ágætt að það sé hérna hjá okkur áfram,” segir oddviti Bláskógabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Reykjavík Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. Oddviti Bláskógabyggðar segir að ráðamenn ættu fremur að einbeita sér að því að byggja upp innviði samfélagsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Miðhálendið nær yfir 40% af flatarmáli landsins en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu efst á blaði í kafla um umhverfismál. Ekki er víst að auðvelt verði að ná þessu í gegn því veruleg tortryggni er meðal sveitarstjórnarmanna á landsbyggðinni. „Já, það er það. Og ég held að það sé í rauninni hérna á öllu Suðurlandi, og sérstaklega í þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að hálendinu,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Ég held að menn ættu að einbeita sér að öðrum verkum áður en menn fara í þessa vinnu; bara að byggja upp innviði hérna í samfélaginu og þjóðfélaginu,” segir oddvitinn.Hér má sjá sveitarfélögin sem í dag hafa stjórnsýsluvald yfir miðhálendinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Alls hefur tuttugu og eitt sveitarfélag stjórnsýsluvald á miðhálendinu en Helgi segist ekki hafa heyrt í neinum sem sé fylgjandi þessu. -En heldurðu að þessi tortryggni sé víðar um land? „Já, hún er það, alveg klárlega. Ég er búinn að heyra í sveitarstjórnarfólki í Rangárvallasýslu og fyrir norðan líka. Menn eru allavega á tánum.” Áhyggjur lúta að því að stofnun miðhálendisþjóðgarðs þýði meiriháttar valdatilfærslu úr héruðum á landsbyggðinni til stofnana og ráðuneyta í Reykjavík. „Taka kannski eitthvert vald, skipulagsvald eða stjórnsýslurétt á þessu svæði,” segir Helgi. -Flytja valdið suður með þessu? Óttast menn það? „Já, það er svolítið nefnt hérna, í þessu samfélagi hér allavega. Sagan segir það líka einhvern veginn, þetta svona tosast allt inn að miðju einhvern veginn allt saman,” svarar oddvitinn. Þá óttast menn að missa ákvörðunarvald yfir nýtingu hálendisins. „Þennan óbeina eignarétt sem menn hafa haft um þetta svæði, bæði varðandi beit og veiðirétt og hitt og þetta. Menn óttast svolítið að missa það.” Oddvitinn spyr um tilganginn. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni. Ég held að þetta hafi bara gengið ágætlega. Við erum búin að sjá um þetta í aldir og bara gengið vel. Og hálendið lítur vel út. Er ekki bara ágætt að það sé hérna hjá okkur áfram,” segir oddviti Bláskógabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Reykjavík Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45